Fyrirkomulagið við lýði víðast hvar í Evrópu

Dómarar þurfa að vera við ýmsu búnir í leikjum.
Dómarar þurfa að vera við ýmsu búnir í leikjum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um launakjör þeirra sem taka að sér að dæma knattspyrnuleiki en mikill munur er á greiðslu fyrir dómgæslu í leikjum karla og kvenna.

Segir m.a. í yfirlýsingunni að horft sé til erfiðleikagráðu viðkomandi leiks þegar dómurum er raðað niður á verkefni. Leikir í fyrsta flokki eru metnir sem svo að mest krefjandi, eða erfiðast, sé að dæma þá og fyrir þá er því greitt meira. Þessi flokkun er unnin í samstarfi fagfólks með mikla þekkingu á viðfangsefninu og er sams konar fyrirkomulag við lýði á Norðurlöndunum og víðast hvar í Evrópu, sem og hjá UEFA og FIFA.

Yfirlýsingu KSÍ má lesa í heild sinni með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert