Ég er stoltur Íslendingur

Natasha Anasi (fyrir miðju) í leik með Keflavík síðasta sumar.
Natasha Anasi (fyrir miðju) í leik með Keflavík síðasta sumar. Ljósmynd/Haraldur Jónasson/Hari

„Ég er virki­lega spennt og ánægð með tæki­færið á að fá að spila með bestu leik­mönn­um Íslands,“ sagði Natasha Anasi, sem í dag var val­in í ís­lenska landsliðið í fót­bolta í fyrsta skipti, er mbl.is sló á þráðinn til henn­ar.

Natasha er fædd í Texas í Banda­ríkj­un­um, en hún hef­ur leikið á Íslandi frá ár­inu 2014, fyrst með ÍBV og síðan Kefla­vík. Hún fékk ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt á síðasta ári, en hún átti ekki endi­lega von á að vera val­in í landsliðið. 

„Ég get ekki sagt að ég hafi bú­ist við þessu, alls ekki, en ég vissi að þetta væri mögu­leiki og ég er staðráðin í að sýna að ég átti skilið að fá tæki­færi. Ég verð að sýna það á æf­ing­um að ég er sé nógu góð.“

Missti af sím­tal­inu í morg­un

„Ég var mjög spennt um leið og ég heyrði þetta. Ég missti af sím­tal­inu í morg­un, en svo fékk ég ham­ingjuósk­ir á Face­book og ég vissi ekki hvað var í gangi. Svo sá ég póst­inn og varð spennt. Ég er mjög stolt­ur Íslend­ing­ur,“ sagði Natasha. Hún á ís­lensk­an eig­in­mann og tæp­lega þriggja ára dótt­ur sem fædd­ist hér á landi. Hún kann afar vel við lífið á Íslandi. 

Natasha Anasi var valin í landsliðið í fyrsta skipti í …
Natasha Anasi var val­in í landsliðið í fyrsta skipti í dag. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Landsliðið var ekki það mik­il­væg­asta hjá mér þegar ég fékk rík­is­borg­ara­rétt­inn. Ég vildi verða Íslend­ing­ur þar sem fjöl­skyld­an mín er ís­lensk og ég taldi þetta vera það besta fyr­ir mig í ís­lensku sam­fé­lagi. Ég er hepp­in að sam­fé­lagið hérna hef­ur alltaf komið fram við mig eins og Íslend­ing. Ég vissi að ég gæti fengið tæki­færi með landsliðinu, en það var ekki í for­gangi.“

Natasha féll úr efstu deild með Kefla­vík á síðasta ári og gerði í kjöl­farið nýj­an samn­ing við fé­lagið. Hún sér ekki endi­lega fram á að þurfa að yf­ir­gefa Kefla­vík og spila í efstu deild, til að halda sæti sínu í landsliðinu. 

„Það er eitt­hvað sem ég þarf að hafa í huga og ég mun ræða það við landsliðsþjálf­ar­ana. Ég vona að það verði ekki mik­il pressa því ég elska fé­lagið og fólkið. Þau gera allt fyr­ir mig. Við bíðum og sjá­um hvað ger­ist, en ég held ég muni ekki tapa á því að spila með Kefla­vík í sum­ar, þar er allt til alls,“ sagði nýj­asta landsliðskona Íslands. 

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert