Breiðablik keyrði yfir Aftureldingu á 18 mínútum

Höskuldur Gunnlaugsson skoraði tvö mörk.
Höskuldur Gunnlaugsson skoraði tvö mörk. mbl.is/Kristinn Magnússon

Breiðablik vann í kvöld sinn annan sigur í tveimur leikjum í 1. riðli Lengjubikars karla í fótbolta. Kópavogsliðið hafði þá betur gegn Aftureldingu á Varmárvelli, 3:1. 

Breiðablik byrjaði með látum því Höskuldur Gunnlaugsson og Viktor Karl Einarsson skoruðu báðir á fyrstu sjö mínútunum. Höskuldur var aftur á ferðinni á 18. mínútu og kom Breiðabliki í 3:0, sem urðu hálfleikstölur. 

Afturelding sótti í sig veðrið í seinni hálfleik og minnkaði muninn á 83. mínútu með marki Georgs Bjarnasonar og þar við sat. 

Breiðablik er á toppi riðilsins með sex stig en Afturelding í fjórða sæti með eitt stig. KR, Leiknir Fáskrúðsfirði, ÍA og Leiknir Reykjavík eru einnig í riðlinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert