Keflavík semur við Englending

Kian Williams er orðinn leikmaður Keflavíkur.
Kian Williams er orðinn leikmaður Keflavíkur. Ljósmynd/Keflavík

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur gert tveggja ára samning við enska leikmanninn Kian Williams. Hann kemur til félagsins frá Magna. 

Williams er fæddur árið 2000. Hann er uppalinn hjá Leicester og hefur spilað með Barwell og Stratford í ensku utandeildunum. 

Englendingurinn skoraði tvö mörk í átta leikjum með Magna síðasta sumar. Þá er Spánverjinn Nacho Heras mættur til landsins, en hann samdi við Keflavík um miðjan janúar og lék áður með Leikni í Reykjavík og Víkingi í Ólafsvík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka