Hildur gæti leikið sinn fyrsta landsleik

Hildur Antonsdóttir gæti leikið sinn fyrsta landsleik á Spáni.
Hildur Antonsdóttir gæti leikið sinn fyrsta landsleik á Spáni. Ljósmynd/Arnþór Birkisson

Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur gert breytingu á landsliðshópnum sem tekur þátt á Pinatar-mótinu á Spáni í næstu viku. 

Alexandra Jóhannsdóttir hjá Breiðabliki hefur þurft að draga sig úr hópnum vegna meiðsla og hefur liðsfélagi hennar Hildur Antonsdóttir verið kölluð inn í hópinn í hennar stað. 

Hildur gæti því leikið sinn fyrsta A-landsleik á mótinu, en hún lék 40 landsleiki með yngri landsliðum Íslands á sínum tíma. Hildur hefur skorað 28 mörk í 166 leikjum með Breiðabliki.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert