Tveir leikmenn Víkings í sóttkví

Tveir leikmenn Víkings Reykjavíkur eru í sóttkví.
Tveir leikmenn Víkings Reykjavíkur eru í sóttkví. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Haraldur Haraldsson, fram­kvæmda­stjóri Vík­ings Reykja­vík­, staðfesti í samtali við mbl.is í kvöld að tveir leikmenn meistaraflokks karla hjá félaginu væru í sóttkví vegna kórónuveirunnar. 

„Í dag fóru tveir leikmenn úr meistaraflokki í sóttkví. Annar þeirra er að vinna í Klettaskóla og hinn á frístundaheimili.

Ég held að fæstir hópar sleppi frá einhverju svona. Þetta eru erfiðar aðstæður en við þurfum að vinna með þetta einhvern veginn,“ sagði Haraldur við mbl.is. 

Haraldur mun ásamt öðrum stjórnarmönnum KSÍ funda á morgun um næstu skref sambandsins, en til stendur að fresta upphafi Íslandsmótsins um einhvern tíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert