Allt skipulagt mótahald færi í uppnám

Valur og KR mætast í fyrsta leik Pepsi Max-deildarinnar í …
Valur og KR mætast í fyrsta leik Pepsi Max-deildarinnar í næsta mánuði. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn ræddi íþróttastarf á upp­lýs­inga­fund­i al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra í dag. Ræddi hann m.a. um Íslandsmótin í fótbolta, en stefnt er að því að Íslandsmót karla og kvenna geti hafist snemma í næsta mánuði.

„Það byggir á því að þetta gangi allt vel og það þarf undanþágur fyrir tveggja metra reglunni, þú spilar ekki fótbolta öðruvísi. Varðandi áhorfendur er alveg öruggt að það verða takmarkanir til að byrja með. Sóttvarnalæknir hefur gefið út að í næsta skrefi getur fjöldinn farið  upp í 100 og síðan 2.000. Á hvaða tímalínu þetta verður kemur væntanlega í ljós á næstunni,“ sagði Víðir. 

Víðir Reynisson og Líney Rut Halldórsdóttir á fundinum í dag.
Víðir Reynisson og Líney Rut Halldórsdóttir á fundinum í dag. Ljósmynd/Lögreglan

Ljóst er að ákveðin áhætta fylgir því að spila knattspyrnu, því eitt smit hjá leikmanni eða öðrum innan liðs getur haft mikil áhrif. 

„Ef það kemur staðfest smit eftir leik hjá leikmanni þýðir að allir leikmenn, varamenn, þjálfarar, dómarar og annað starfsfólk þyrfti að fara í sóttkví. Áhættan með þessari nánd er að það getur auðveldlega farið svo að 60-70 manns þurfi að fara í sóttkví eftir leik. Allt skipulagt mótahald myndi fara í uppnám. Þetta eru hlutir sem við verðum að vera tilbúnir að takast á við,“ sagði Víðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka