Fótboltaævintýrið í Garðinum

Miðverðirnir Gísli Eyjólfsson og Daníel Einarsson í hörðum slag við …
Miðverðirnir Gísli Eyjólfsson og Daníel Einarsson í hörðum slag við sóknarmenn Vals í leik liðanna í Garðinum sem endaði 1:1. Morgunblaðið

Gætu Víðir úr Garði og Barcelona mæst á fótboltavellinum? Þessari spurningu velti ég upp í grein síðsumars árið 1987 og hún var alls ekki óraunhæf á þessum tíma, þótt hún myndi vafalítið teljast vera það í dag, 33 árum síðar.

Guðjón Guðmundsson var fyrirliði Víðis og driffjöðrin á miðjunni hjá …
Guðjón Guðmundsson var fyrirliði Víðis og driffjöðrin á miðjunni hjá liðinu. Morgunblaðið

Í dag, 14. maí, eru nákvæmlega 35 ár síðan knattspyrnulið Víðis úr Garði lék sinn fyrsta leik í efstu deild karla en þá mættu 1.100 manns á gamla malarvöllinn í Garðinum, um það bil jafnmargir og bjuggu í bæjarfélaginu, og sáu nýliðana í Víði taka á móti FH. Þeir fengu ekki þá óskabyrjun sem þá dreymdi um því mesti markaskorari deildarinnar til skamms tíma, Ingi Björn Albertsson, sem þá var spilandi þjálfari FH, skoraði sigurmark Hafnarfjarðarliðsins, 1:0, rétt fyrir leikslok.

Daníel Einarsson í baráttu við Siguróla Kristjánsson hjá Þór í …
Daníel Einarsson í baráttu við Siguróla Kristjánsson hjá Þór í leik liðanna í Garðinum. Morgunblaðið

Ævintýrið í Garðinum stóð mun lengur yfir en nokkurn óraði fyrir og síðsumars 1987 var liðið á sínu þriðja ári í efstu deild, ásamt því að vera komið í úrslitaleik bikarkeppninnar í fyrsta skipti, gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Fram.

Þar með var orðinn raunhæfur möguleiki á að Víðismenn myndu leika í Evrópukeppni bikarhafa haustið 1988, ef þeir ynnu Framara í úrslitaleiknum, eða ef Framarar yrðu bæði Íslands- og bikarmeistarar. Hvorugt gekk eftir, Fram varð bikarmeistari en missti af Íslandsmeistaratitlinum til Vals.

Vilberg Þorvaldsson sóknarmaður Víðis og Árni Stefánsson varnarmaður Þórs eigast …
Vilberg Þorvaldsson sóknarmaður Víðis og Árni Stefánsson varnarmaður Þórs eigast við á Garðsvelli. Morgunblaðið

Hvað gerðist svo ári síðar? Jú, auðvitað drógust Framarar gegn Barcelona í fyrstu umferð Evrópukeppni bikarhafa. „Þarna hefðum við getað verið,“ hugsuðu eflaust sumir Víðismanna þegar þeir leikir fóru fram.

Ef við horfum aftur til 14. maí 1985, þegar Víðismenn léku fyrsta leikinn í efstu deild, þá var almennt ekki búist við því að strákarnir úr Garðinum hefðu langa viðdvöl á þessum slóðum og mörgum þótti hálfeinkennilegt að sjá þetta litla félag, sem hafði til ársins 1983 ávallt leikið í 3. deild, spila gegn Fram, Val, KR, Keflavík, Akranesi og öðrum bestu liðum landsins. Í tíu liða 1. deild, eins og efsta deildin var á þeim árum.

Hvernig fóru þeir að þessu? Í Víðisliðinu sem tók að mótast um og eftir 1980 var mjög öflugur kjarni heimamanna. Þar voru bræðurnir Daníel, Grétar og Vilhjálmur lykilmenn. Grétar öflugur framherji, Daníel og Vilhjálmur grjótharðir varnarmenn en Daníel hafði reyndar verið aðalmarkaskorari liðsins í 3. deildinni þegar hann skoraði 25 mörk í aðeins tíu leikjum sumarið 1981.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Grétar Einarsson sækir að marki Víkinga á Laugardalsvellinum sumarið 1985 …
Grétar Einarsson sækir að marki Víkinga á Laugardalsvellinum sumarið 1985 en hann skoraði þar sigurmarkið í fyrsta sigurleik þeirra í deildinni, 1:0. Ljósmynd/Einar Ólason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert