Spilar í Ólafsvík í sumar

Víkingur Ólafsvík hafnaði í fjórða sæti 1. deildarinnar síðasta sumar.
Víkingur Ólafsvík hafnaði í fjórða sæti 1. deildarinnar síðasta sumar. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Knattspyrnumaðurinn Kristófer Reyes mun leika með Víkingi Ólafsvík í 1. deildinni í sumar en þetta staðfesti hann í samtali við vefmiðilinn fótbolti.net í dag. Kristófer er 22 ára gamall en hann er uppalinn á Snæfellsnesi.

Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með Víkingum sumarið 2014 þegar hann kom við sögu í sex leikjum með liðinu. Frá 2016 til 2018 lék hann með Fram í 1. deildinni en hann gekk aftur til liðs við Ólsara síðasta sumar.

Hann lék ellefu leiki með Víkingum síðasta sumar í 1. deildinni en alls á hann að baki 50 leiki í 1. deildinni. Víkingur Ólafsvík hafnaði í fjórða sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð undir stjórn Ejub Purisevic sem nú er hættur og við tók Jón Páll Pálmason.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert