Öruggur sigur Blika gegn Gróttu

Höskuldur Gunnlaugsson og Viktor Karl Einarsson í baráttunni við Bjarka …
Höskuldur Gunnlaugsson og Viktor Karl Einarsson í baráttunni við Bjarka Leósson á Kópavogsvelli í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breiðablik hafði bet­ur gegn nýliðum Gróttu 3:0 í fyrstu um­ferð Íslands­móts karla í knatt­spyrnu, Pepsi Max-deild­inni, á Kópa­vogs­velli í kvöld. 

Gróttu­menn eru nýliðar í deild­inni eft­ir að hafa unnið sig upp um deild tvö ár í röð en þeir leika nú í deild þeirra bestu í fyrsta sinn í sögu fé­lags­ins. Þeir voru óör­ugg­ir og spennu­stigið var skilj­an­lega hátt. 

Blikar höfðu góð tök á leikn­um og náðu for­yst­unni á 19. mín­útu þegar Vikt­or Karl Ein­ars­son skoraði af stuttu færi eft­ir fyr­ir­gjöf Brynj­ólfs frá vinstri. Staðan var 1:0 að lokn­um fyrri hálfleik en þá höfðu tvö mörk verið dæmd af Dan­an­um Thom­asi Mikk­el­sen vegna rang­stöðu. Mun­ur­inn hefði hæg­lega getað verði meiri því Blikarn­ir voru hættu­leg­ir. Há­kon Rafn Valdi­mars­son stóð hins veg­ar fyr­ir sínu í marki Gróttu og varði tví­veg­is frá Blik­um í mjög góðum fær­um í fyrri hálfleik. 

Í síðari hálfleik skoraði Mikk­el­sen loks af stuttu færi eft­ir góða fyr­ir­gjöf Andra frá hægri. Hann hafði þá áður bætt við þriðja „rang­stöðumark­inu“ en í því til­felli var dóm­ur­inn aug­ljós­lega rétt­ur. Það var ekki eins aug­ljóst í fyrri til­vik­un­um tveim­ur. 

Erfiðleik­ar nýliðanna minnkuðu ekki á 61. mín­útu þegar miðvörður­inn Arn­ar Þór Helga­son fékk sitt annað gula spjald og þar með brott­vís­un. 

Leikmenn Breiðabliks fagna fyrsta marki leiksins.
Leik­menn Breiðabliks fagna fyrsta marki leiks­ins. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Seltirn­ing­ar létu þó ekki valta yfir sig tíu á móti ell­efu og náðu að skapa sér tvö ágæt færi. Varamaður­inn Krist­inn Stein­dórs­son inn­siglaði hins veg­ar sig­ur­inn í upp­bót­ar­tíma með fal­legu skoti með vinstri fæti upp í hornið hægra meg­in. Hans fyrsta mark á Íslands­mót­inu síðan 2011. 

Breiðablik hafnaði í öðru sæti úr­vals­deild­ar­inn­ar í fyrra en var þó 14 stig­um á eft­ir Íslands­meist­ur­um KR. Síðan þá hef­ur liðið skipt um þjálf­ara; Óskar Hrafn Þor­valds­son þjálf­ar Breiðablik í sum­ar, en það var ein­mitt hann sem kom Gróttu upp í úr­vals­deild í fyrra.

Ágúst Gylfa­son tók við stjórn­artaumn­um á Seltjarn­ar­nes­inu sem er ekki síður áhuga­vert, enda þjálfaði hann Breiðablik á síðustu leiktíð.

Ógn­andi á hægri kant­in­um

Blikarn­ir sýndu að þeir geta sótt hratt og eru stór­hættu­leg­ir þegar þeim tekst vel upp. Þeir fengu hins veg­ar tölu­verðan tíma til að at­hafna sig í kvöld og hefðu fyr­ir vikið getað skorað mun fleiri mörk. Sókn­irn­ar voru einnig nokkuð fjöl­breytt­ar því Blikar áttu það til að reyna stungu­send­ing­ar úr öft­ustu línu sem setti pressu á miðverði Gróttu. Sér­stak­lega til að byrja með í leikn­um og þá voru Seltirn­ing­ar yf­ir­spennt­ir enda í aðstæðum sem þeir þekkja ekki. Ein­ung­is tveir þeirra höfðu leikið í efstu deild þar til í kvöld, sam­tals sjö leiki. 

Mikk­el­sen og Brynj­ólf­ur fengu mörg mark­tæki­færi í kvöld. Brynj­ólfi gekk ill að nýta þau en átti þó eina stoðsend­ingu. Mikk­el­sen skoraði fjór­um sinn­um eins og áður seg­ir en aðeins eitt þeirra fékk að standa. 

Blikarn­ir voru mjög hættu­leg­ir þegar þeir sóttu fram hægra meg­in en þar voru Vikt­or Karl og Andri Rafn mjög virk­ir en Andri var í bakv­arðastöðunni í kvöld en er öllu þekkt­ari sem miðtengiliður. Gísli gerði oft mjög vel á miðsvæðinu þegar hann fékk bolt­ann og hann gæti orðið mjög góður í sum­ar. Í leik­manna­hópi Breiðabliks eru mörg vopn og á bekkn­um biðu til að mynda Guðjón Pét­ur og Krist­inn sem nýtti tæki­færið og skoraði. 

Smár­inn ekki auðveld­asti staður­inn til að ná í stig

Fyr­ir nýliðana frá Seltjarn­ar­nesi er ágætt að vera bún­ir með fyrsta leik­inn. Útil­eik­ur á móti liði sem hafnað hef­ur í 2. sæti síðustu tvö árin. Ekki er það leik­ur sem Grótta býst við því að ná í stig og ekk­ert verra að ná þar úr sér hroll­in­um. Ljósi punkt­ur­inn hjá Gróttu var frammistaða Hákons í mark­inu en hann var besti maður vall­ar­ins. Varði nokkr­um sinn­um mjög vel og verður ekki sakaður um mörk­in. 

Frá leiknum í kvöld.
Frá leikn­um í kvöld. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Getumun­ur­inn á liðunum var mik­ill en skyn­sam­legra verður að fella dóma yfir Gróttuliðinu eft­ir nokkra leiki þegar leik­menn eru orðnir aðeins ró­legri. Næsta verk­efni þeirra verður held­ur ekki auðvelt en þá mæta þeir Vals­mönn­um. Ef byrj­un liðsins í deild­inni verður mjög erfið þurfa Ágúst Gylfa­son og Guðmund­ur Stein­ars­son að nýta reynslu sína og klók­indi til að lítt reynd­ir leik­menn þeirri missi ekki sjálfs­traustið. 

Miðverðirn­ir eru há­vaxn­ir og spurn­ing hvort Ágúst geti fundið leiðir til að nýta það í föst­um leik­atriðum. Andri Þór fékk þó rauða spjaldið í kvöld og er því á leið í bann en hann hafði bjargað nokkr­um sinn­um vel fram að því. 

Viktor Karl Einarsson skoraði fyrsta mark Blika í deildinni í …
Vikt­or Karl Ein­ars­son skoraði fyrsta mark Blika í deild­inni í sum­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Breiðablik 3:0 Grótta opna loka
skorar Viktor Karl Einarsson (19. mín.)
skorar Thomas Mikkelsen (56. mín.)
skorar Kristinn Steindórsson (90. mín.)
Mörk
fær gult spjald Brynjólfur Willumsson (22. mín.)
fær gult spjald Gísli Eyjólfsson (36. mín.)
fær gult spjald Viktor Karl Einarsson (37. mín.)
fær gult spjald Davíð Ingvarsson (78. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Gabríel Hrannar Eyjólfsson (36. mín.)
fær gult spjald Kristófer Melsted (37. mín.)
fær gult spjald Arnar Þór Helgason (47. mín.)
fær gult spjald Arnar Þór Helgason (61. mín.)
fær rautt spjald Arnar Þór Helgason (61. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Leiknum er lokið og Blikar eru komnir með þrjú stig í deildinni.
90 MARK! Kristinn Steindórsson (Breiðablik) skorar
3:0 Markaþurrð Kristins er á enda. Orðið langt síðan hann skoraði á Íslandsmótinu en þetta gerði hann vel. Skaut með vinstri fæti efst í hægra hornið. Snyrtilega gert.
90
Þremur mínútum bætt við.
87
2.114 áhorfendur á leiknum í kvöld. 1.350 seldir miðar og börnin bætast ofan á þá tölu.
83 Gunnar Jónas Hauksson (Grótta) kemur inn á
83 Axel Sigurðarson (Grótta) fer af velli
80 Thomas Mikkelsen (Breiðablik) á skot framhjá
Hitti boltann illa
78 Davíð Ingvarsson (Breiðablik) fær gult spjald
Fyrir brot.
78
Hættuleg sókn hjá Blkum. Quee gaf fyrir á Kristinn sem var í miðjum teignum en boltinn hrökk af honum og ekkert varð úr sókninni.
77
Blikar fá aukaspyrnu við endalínuna vinstra megin. Eins konar hornspyrna.
75 Kwame Quee (Breiðablik) kemur inn á
75 Brynjólfur Willumsson (Breiðablik) fer af velli
75 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) kemur inn á
75 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) fer af velli
74 Davíð Ingvarsson (Breiðablik) á skot framhjá
Skemmtileg rispa frá Davíð. Keyrði inn í teiginn vinstra megin en skaut í utanvert hliðarnetið.
72 Axel Freyr Harðarson (Grótta) á skalla sem fer framhjá
Óvaldaður í teignum eftir fyrirgjöf frá vinstri en skallaði yfir markið. Fínt færi en ellefu Blikar sváfu á verðinum gegn tíu Gróttumönnum.
71 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Blikar fengu stórhættulega skyndisókn eftir horn Gróttu. Gísli komst í mjög gott færi eftir smá klafs en skaut beint á Hákon.
70 Grótta fær hornspyrnu
Frá vinstri
69 Breiðablik fær hornspyrnu
Frá vinstri
68 Breiðablik fær hornspyrnu
Frá hægri
66 Axel Sigurðarson (Grótta) á skot framhjá
Ágætt skotfæri utan teigs en skotið fór rétt yfir.
64 Sigurvin Reynisson (Grótta) kemur inn á
64 Kristófer Orri Pétursson (Grótta) fer af velli
64 Axel Freyr Harðarson (Grótta) kemur inn á
64 Gabríel Hrannar Eyjólfsson (Grótta) fer af velli
64 Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik) kemur inn á
64 Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) fer af velli
61 Arnar Þór Helgason (Grótta) fær rautt spjald
Arnar hafði leikið ágætlega og bjargað nokkrum sinnum en hans fyrsti leikur í efstu deild fær leiðinlegan endi.
61 Arnar Þór Helgason (Grótta) fær gult spjald
Tók Mikkelsen niður sem var að komast inn fyrir hann. Slæmdi höndinni klaufalega í andlit Danans.
58 Grótta fær hornspyrnu
Frá vinstri
58 Axel Sigurðarson (Grótta) á skot sem er varið
Hætta við mark Blika. Axel náði skoti eftir vandræðagang í vörn Blika en Anton náði að verja.
57
Mikkelsen renndi fyrir markið á Brynjólf sem hitti ekki boltann fyrir framan markið. Brynjólfur grípur fyrir andlitið enda átti hann að nýta þetta færi.
56 MARK! Thomas Mikkelsen (Breiðablik) skorar
2:0 Það hlaut að koma að því að Mikkelsen myndi skora mark sem fær að standa. Hefur fengið færin í dag. Löng sending út á hægri kant og þar var Andri Rafn mættur aftur. Gaf aftur vel fyrir markið og Mikkelsen skoraði af stuttu færi. Hröð og góð sókn.
55
Mark dæmt af Blikum vegna rangstöðu í þriðja skiptið í leiknum.
54 Thomas Mikkelsen (Breiðablik) á skalla sem er varinn
Fín fyrirgjöf frá Andra á Mikkelsen sem skallaði niður í vinstra hornið en Hákon varði mjög vel.
52
Boltinn sendur inn að markinu en Anton kýldi boltann frá.
52 Grótta fær hornspyrnu
Frá vinstri
51 Thomas Mikkelsen (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
Náði ekki almennilega til boltans
51 Breiðablik fær hornspyrnu
Frá hægri
50 Breiðablik fær hornspyrnu
Frá hægri
50 Brynjólfur Willumsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Fékk sendingu frá Gísla. Snéri baki í markið í miðjum teignum og náði að snúa sér við og skjóta en Arnar komst fyrir skotið, og boltinn fór yfir markið.
47 Arnar Þór Helgason (Grótta) fær gult spjald
Fyrir brot á miðjum vallarhelmingi Gróttu.
46 Seinni hálfleikur hafinn
46 Ástbjörn Þórðarson (Grótta) kemur inn á
46 Bjarki Leósson (Grótta) fer af velli
45 Hálfleikur
Fyrri hálfleik er lokið. Blikarnir hafa verið mun betri og forystan gæti verið meiri. Nýliðarnir eru stressaðir og óöruggir. Þeir gefa Blikum of mikinn tíma með boltann og það býður hættunni heim.
45 Breiðablik fær hornspyrnu
Frá hægri
45 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Fast skot úr aukaspyrnunni og vel yfir markið en virðist hafa komið við einhvern í varnarveggnum.
44
Brotið á Höskuldi inni í vítateigsboganum. Upplagt skotfæri.
38 Thomas Mikkelsen (Breiðablik) á skot framhjá
Fékk sendingu inn að markteig og var beint fyrir framan markið. Hitti boltann illa. Skaut í sjálfan sig og í áttina frá markinu.
37 Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) fær gult spjald
Einnig fyrir stimpingarnar.
37 Kristófer Melsted (Grótta) fær gult spjald
Hafði sig mest frammi í stimpingunum sem urðu.
36 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) fær gult spjald
Sparkaði í Gabríel og hefði líklega getað fengið rautt þótt hann hafi ekki sparkað fast.
36 Gabríel Hrannar Eyjólfsson (Grótta) fær gult spjald
Braut á Gísla til að þess að stöðva skyndisókn.
36
Nú sýður hreinlega upp úr á miðjum vellinum. Brotið á Gísla sem hefndi sín og sparkaði til Gabríels. Leikmönnum liðanna lendir saman í framhaldinu.
34 Brynjólfur Willumsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Brynjólfur í dauðafæri rétt utan markteigshornsins hægra megin. Skaut föstu skoti sem Hákon varði í stöngina.
31
Leikurinn hefur róast nokkuð. Alla vega frekar rólegt í augnablikinu.
24
Aftur skorar Mikkelsen eftir stungusendingu og aftur dæmdur rangstæður.
22 Brynjólfur Willumsson (Breiðablik) fær gult spjald
Fyrir brot á miðjum vellinum.
21
Seltirningar með tvær fyrirgjafir á skömmum tíma en varnarmenn Blika sjá við því.
19 MARK! Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) skorar
1:0 Blikar brjóta ísinn. Brynjólfur komst upp að endamörkum vinstra megin inni í vítateig og sendi fyrir. Viktor var á fjærstönginni og skoraði af stuttu færi með viðstöðulausu skoti.
15
Miðverðir Blikanna reyna oft langar sendingar inn fyrir hina hávöxnu miðverði Gróttu. Smá skrekkur í varnarmönnum Gróttu en hafa sloppið með það.
10
Leikjafjöldi byrjunarliðsmanna Gróttu í kvöld í efstu deild var samtals sjö leikir fyrir leikinn. Axel með fimm leiki og Óliver með tvo.
9
Mikkelsen sleppur inn fyrir og skorar en dæmd rangstaða.
7 Damir Muminovic (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
Náði ekki að stýra boltanum á markið
6 Breiðablik fær hornspyrnu
Frá vinstri
5
Skallað inn að markteig eftir hornið en Hákon kom út úr markinu og náði boltanum, en með naumindum.
5 Breiðablik fær hornspyrnu
Frá hægri
5 Thomas Mikkelsen (Breiðablik) á skot sem er varið
Komst í gott færi vinstra megin í teignum. Skaut með vinstri en Hákon varði vel.
2
Grótta fékk aukaspyrnu og boltinn var sendur inn á teiginn. Axel skallaði að markinu en Anton greip það örugglega.
1
Andri Rafn byrjar í hægri bakverðinum hjá Blikunum.
1 Leikur hafinn
Blikar byrja með boltann. Sækja í áttina að íþróttahúsinu.
0
Stuðningsmenn Gróttu eru bláklæddir í gömlu stúkunni eða gegnt stóru stúkunni. Einnig sitja áhorfendur eins og gert var í "gamla daga".
0
Uppselt er á leikinn í Smáranum í kvöld en hægt var að selja 1.350 miða.
0
Eins og knattspyrnuunnendur þekkja eru þjálfarar liðanna að stýra þeim í fyrsta skipti á Íslandsmótinu. Fóru þeir í kross að loknu mótinu í fyrra. Óskar Hrafn Þorvaldsson frá Gróttu til Breiðabliks og Ágúst Gylfason frá Breiðabliki til Gróttu. Þeir þekkja því andstæðinginn í kvöld afar vel.
0
Byrjunarlið Blika er á svipuðum nótum og margir höfðu spáð fyrir um. Guðjón Pétur Lýðsson og Kristinn Steindórsson eru til að mynda varamenn og breiddin er því góð hjá Blikum. Arnar Sveinn Geirsson virðist vera að jafna sig af meiðslum því hann er í leikmannahópnum en var lengi meiddur.
0
Þá liggur fyrir fyrsta byrjunarlið Gróttu í efstu deild í knattspyrnu í sögu félagsins.
0
Velkomin með mbl.is á Kópavogsvöll þar sem Breiðablik tekur á móti Gróttu í fyrstu umferð Íslandsmóts karla í knattspyrnu í kvöld.
Sjá meira
Sjá allt

Breiðablik: (4-3-3) Mark: Anton Ari Einarsson. Vörn: Andri Rafn Yeoman, Damir Muminovic, Elfar Freyr Helgason, Davíð Ingvarsson. Miðja: Viktor Karl Einarsson, Oliver Sigurjónsson (Guðjón Pétur Lýðsson 64), Gísli Eyjólfsson (Kristinn Steindórsson 75). Sókn: Höskuldur Gunnlaugsson, Brynjólfur Willumsson (Kwame Quee 75), Thomas Mikkelsen.
Varamenn: Gunnleifur Gunnleifsson (M), Guðjón Pétur Lýðsson, Arnar Sveinn Geirsson, Kristinn Steindórsson, Viktor Örn Margeirsson, Stefán Ingi Sigurðarson, Kwame Quee.

Grótta: (4-5-1) Mark: Hákon Rafn Valdimarsson. Vörn: Kristófer Melsted, Arnar Þór Helgason, Halldór Kristján Baldursson, Bjarki Leósson (Ástbjörn Þórðarson 46). Miðja: Gabríel Hrannar Eyjólfsson (Axel Freyr Harðarson 64), Óskar Jónsson, Óliver Dagur Thorlacius, Kristófer Orri Pétursson (Sigurvin Reynisson 64), Axel Sigurðarson (Gunnar Jónas Hauksson 83). Sókn: Pétur Theódór Árnason.
Varamenn: Jón Ívan Rivine (M), Sigurvin Reynisson, Ágúst Freyr Hallsson, Axel Freyr Harðarson, Ástbjörn Þórðarson, Dagur Guðjónsson, Gunnar Jónas Hauksson.

Skot: Breiðablik 14 (9) - Grótta 3 (1)
Horn: Breiðablik 7 - Grótta 3.

Lýsandi: Kristján Jónsson
Völlur: Kópavogsvöllur
Áhorfendafjöldi: 2.114

Leikur hefst
14. júní 2020 20:15

Aðstæður:
Gola, skýjað, gæti rignt. Um tíu stiga hiti. Gervigras.

Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Aðstoðardómarar: Gylfi Már Sigurðsson og Andri Vigfússon

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka