Þorði ekki að sleppa mér aftur

Óskar Hrafn Þorvaldsson, til hægri, ásamt Oliver Sigurjónssyni, sem lagði …
Óskar Hrafn Þorvaldsson, til hægri, ásamt Oliver Sigurjónssyni, sem lagði upp mark Blika í kvöld. Ljósmynd/Breiðablik

Óskar Hrafn Þor­valds­son, þjálf­ari Breiðabliks í efstu deild karla í knatt­spyrnu var að von­um ánægður með stig­in þrjú eft­ir sig­ur liðsins á Fylki, 1:0, í Árbæn­um í kvöld í ann­arri um­ferð Pepsi Max-deild­ar­inn­ar.

„Spila­mennsk­an var frek­ar kafla­skipt. Mér fannst við fín­ir í fyrri hálfleik en það vantaði aðeins upp á takt­inn í síðari hálfleik. En við skoruðum þá og það var svo sem ekk­ert til þess að kvarta yfir,“ sagði Óskar Hrafn við mbl.is í kvöld.

„Fylk­is­menn voru að spila vel í þess­um leik. Auðvitað er það eina sem skipt­ir máli að vinna leiki. Við hefðum viljað hafa aðeins meiri stjórn á leikn­um og fá meiri takt í spila­mennsk­una. En lífið er nú þannig að maður fær ekki alltaf allt. Við tök­um þess­um þrem­ur stig­um fagn­andi,“ sagði Óskar.

Sig­ur­markið kom upp úr horn­spyrnu en það var varn­ar­jaxl­inn Damir Mum­in­ovic sem skoraði með skalla en fram að því gekk Blik­um erfiðlega að opna vörn Fylk­is­manna. Fast leik­atriði þurfti til.

Eru bara venju­legt fót­boltalið

„Við erum auðvitað bara venju­legt fót­boltalið. Við reyn­um að halda bolt­an­um og reyn­um að hafa ein­hverja stjórn á því sem við erum að gera. Svo erum við með stóra og sterka menn, Damir og fleiri sem eru öfl­ug­ir í loft­inu. Það er gott að geta nýtt þá. Sér­stak­lega í svona leik þar sem eitt mark skipt­ir sköp­um,“ seg­ir Óskar.

Djair Parfitt-Williams sækir að Viktor Karli Einarssyni.
Dja­ir Parfitt-Williams sæk­ir að Vikt­or Karli Ein­ars­syni. mbl.is/​Sig­urður

Aðspurður var hann afar ánægður með inn­komu Kwame Quee í leik­inn en hann virkaði eins og fersk víta­spínsprauta fyr­ir Kópa­vogs­búa.

„Kwame kem­ur alltaf hrika­lega sterk­ur inn. Hann er frá­bær leikmaður, frá­bær karakt­er og frá­bær einst­k­ling­ur sem ofboðslega gott er að hafa inn­an okk­ar raða. Hann hef­ur breytt tempó­inu í þeim leikj­um sem hann kem­ur inn á og von­andi verður áfram­hald á því,“ sagði Óskar.

Sex stig í sarp­inn hjá Blik­um eru staðreynd og því virðist allt vera sam­kvæmt áætl­un hjá sterku liði Breiðabliks.

„Við sett­um okk­ur ekk­ert endi­lega ein­hverj­ar áætlan­ir. En sex stig eru sex stig og það mesta sem hægt er að taka úr þess­um leikj­um. Tveir sigr­ar og við höf­um tvis­ar sinn­um haldið hreinu. Það er gott hjá liði sem átti í basli með það í vet­ur. Ef ein­hver hefði boðið mér sex stig og marka­tölu 4:0 eft­ir tvo leiki hefði ég vænt­an­lega tekið það og hlaupið í burtu,“ sagði Óskar Hrafn.

Sann­ar­lega ekki ósátt­ur við Gísla

Skömmu áður en Blikar skoraði mark sitt kom Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son bolt­an­um í netið. Dæmd var hendi á hann en Óskar fagnaði á þeim tíma­punkti ógur­lega eins og allt Blikaliðið. Annað var uppi á ten­ingn­um er Breiðablik komst raun­veru­lega yfir og svo virt­ist vera sem Óskar hefði lesið Gísla Eyj­ólfs­syni pist­il­inn. Svo var ekki.

„Nei. Ég var sann­ar­lega ekki ósatt­ur við Gísla. Ég fagnaði svo mikið í fyrra mark­inu sem var tekið af okk­ur að ég þorði eig­in­lega ekki að sleppa mér þarna aft­ur. Ég taldi það best að fagna óvar­lega. Ég var bara að spjalla við Gísla um leik­inn al­mennt og er mjög ánægður með hann," sagði Óskar.

Vantaði meiri stöðuleg­an aga

En hvað fannst hon­um helst skorta í leik Breiðabliks í kvöld?

Mér fannst aðeins skorta upp á stöðug­leg­an aga. Að halda bet­ur stöðum og vera þol­in­móðari og taka ei­lítið betri ákv­arðanir á síðasta þriðjungn­um. Það var kannski það helsta. Við hefðum svo kannski mátt vera aðeins grimm­ari en nú er ég senni­lega bú­inn að telja upp allt sem þú þarft að gera til þess að vera góður í fót­bolta. En mér fannst við geta gert aðeins bet­ur á flest­um sviðum. En auðvitað spil­ar þú ekki bet­ur en and­stæðing­ur­inn leyf­ir og Fylk­is­menn voru flott­ir í dag,“ sagði Óskar Hrafn.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert