Óljósar afleiðingar kórónusmits

Leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveiruna í vikunni.
Leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveiruna í vikunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnukonan Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir hjá Breiðabliki greindist með kórónuveiruna í gær. Andrea kom heim til Íslands frá Bandaríkjunum fyrir leik Breiðabliks gegn Selfossi í 2. umferð Pepsi Max-deildarinnar 18. júní. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra staðfesti að leikmaður í efstu deild kvenna hafi greinst með veiruna og Fótbolti.net greindi frá að Andrea væri sú smitaða, en hún er einkennalaus.

Í fréttatilkynningu almannavarnadeildarinnar kemur fram að allir sem hafa verið berskjaldaðir fyrir smiti í samskiptum við Andreu síðastliðna tvo sólarhringa þurfi að fara í sóttkví í 14 daga. Eru þar á meðal liðsfélagar og þjálfarar í Breiðabliki, sem og þjálfarateymi og leikmenn KR. Þá fara dómarar leiksins sömuleiðis í sóttkví.

Ljóst er að smitið mun hafa áhrif á Íslandsmótið þar sem Breiðablik átti að mæta Þrótti næstkomandi þriðjudag í deildinni og Þór/KA mánudaginn 6. júlí. Þá átti liðið að mæta Fylki í bikarnum 10. júlí. KR átti að mæta FH í deildinni næstkomandi miðvikudag, Selfossi fimm dögum síðar og Tindastóli í bikarnum 10. júlí.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert