Það var mjög notaleg tilfinning

Jón Gísli Ström og Brynjólfur Andersen Willumsson eigast við í …
Jón Gísli Ström og Brynjólfur Andersen Willumsson eigast við í kvöld. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Spila­mennsk­an var allt í lagi,“ sagði Óskar Hrafn Þor­valds­son, þjálf­ari Breiðabliks, í sam­tali við mbl.is eft­ir 3:1-sig­ur á Fjölni á Kópa­vogs­velli í 3. um­ferð Pepsi Max-deild­ar­inn­ar í fót­bolta. 

„Heilt yfir vor­um við tölu­vert betri aðil­inn en ég vildi sjá okk­ur grimm­ari fyr­ir fram­an markið og klára fær­in. Mér leið ágæt­lega þótt þeir minnkuðu mun­inn. Ég hafði kannski smá áhyggj­ur af því að augna­blikið væri með þeim en það fór eng­in sér­stök ónáðar­til­finn­ing um mig,“ sagði Óskar. 

Gísli Eyj­ólfs­son kór­ónaði góðan leik sinn með þriðja marki Breiðabliks skömmu fyr­ir leiks­lok. „Það var mjög nota­leg til­finn­ing og hann átti það inni­lega skilið. Hann er bú­inn að vera frá­bær í fyrstu leikj­un­um þótt hann hafi ekki náð að skora fyrr en núna. Þetta var full­kom­inn end­ir á kvöld­inu.“

Krist­inn Stein­dórs­son hef­ur spilað afar vel und­ir stjórn Óskars Hrafns og skoraði hann fjórða markið í sum­ar sitt í öll­um keppn­um í kvöld. „Það vita all­ir að Krist­inn er frá­bær leikmaður og góður uppi við markið. Kannski vantaði hann bara sjálfs­traust og að líða vel og ég held hon­um líði vel hjá okk­ur. Það skil­ar sér inni á vell­in­um.“

Óskar fer vel af stað sem þjálf­ari Breiðabliks og er liðið með fullt hús stiga á toppi deild­ar­inn­ar. „Það er ekk­ert hægt að kvarta og senni­lega eins gott og það get­ur orðið í þess­um fyrstu leikj­um. Staðan í deild­inni er augna­bliks­mynd og hún gef­ur þér ekk­ert nema að sýna þér að hlut­irn­ir eru í ágæt­is mál­um. Við get­um hins veg­ar gert bet­ur á öll­um sviðum leiks­ins,“ sagði Óskar.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka