Þrjú víti og Breiðablik með fullt hús

Blikinn Gísli Eyjólfsson stekkur yfir Atla Gunnar Guðmundsson markvörð Fjölnis …
Blikinn Gísli Eyjólfsson stekkur yfir Atla Gunnar Guðmundsson markvörð Fjölnis í leiknum í kvöld. mbl.is/Arnþór

Breiðablik er með fullt hús stiga eft­ir þrjár um­ferðir í Pepsi Max-deild karla í fót­bolta en liðið vann 2:1-sig­ur á Fjölni á Kópa­vogs­velli í kvöld.

Fjöln­ir fór vel af stað og skapaði sér nokk­ur fín færi á upp­haf­smín­út­un­um. Það besta fékk Arn­ór Breki Ásþórs­son en hann negldi bolt­an­um í slánna strax á fimmtu mín­útu. Var það því gegn gangi leiks­ins þegar Breiðablik komst yfir á 8. mín­útu. Nýtti Krist­inn Stein­dórs­son sér þá mis­tök Atla Gunn­ars Guðmunds­son­ar í marki Fjöln­is og skoraði með auðveld­um skalla.

Breiðablik var mun meira með bolt­ann það sem eft­ir lifði fyrri hálfleiks, en tókst illa að skapa sér færi og var staðan í hálfleik því 1:0.

Fjöln­is­menn fengu dauðafæri til að jafna met­in snemma í seinni hálfleik er Ingi­berg­ur Kort Sig­urðsson náði í víta­spyrnu. Spyrnti hann bolt­an­um að marki með þeim af­leiðing­um að hann fór í hönd­ina á Damir Mum­in­ovic. Jó­hann Árni Gunn­ars­son fór á punkt­inn en Ant­on Ari Ein­ars­son í marki Breiðabliks varði slaka víta­spyrnu Jó­hanns auðveld­lega.

Blikar refsuðu skömmu síðar en varamaður­inn Brynj­ólf­ur And­er­sen Will­umsson náði í víta­spyrnu tveim­ur mín­út­um eft­ir að hann kom inná. Dan­inn Thom­as Mikk­el­sen fór á punkt­inn og skoraði af ör­yggi og kom Breiðabliki í 2:0 á 56. mín­útu.

Eg­ill Arn­ar Sig­urþórs­son var ekki hætt­ur að dæma víti því 20 mín­út­um fyr­ir leiks­lok dæmdi hann þriðju víta­spyrnu leiks­ins er Elf­ar Freyr Helga­son tæklaði vara­mann­inn Jón Gísla Ström inn­an teigs. Jón fór sjálf­ur á punkt­inn og skoraði með skoti í blá­hornið og staðan 2:1. 

Fjöln­ismönn­um gekk hins­veg­ar illa að skapa sér færi eft­ir markið og Breiðablik var lík­legri aðil­inn. Það kom því ekki á óvart að Gísli Eyj­ólfs­son skoraði þriðja mark heima­manna á 84. mín­útu með fal­legu skoti rétt utan teigs og þar við sat í fjör­leg­um leik. 

Verður erfitt að ráða við Blikana

Breiðablik hef­ur gert nóg í fyrstu þrem­ur leikj­un­um. Hef­ur liðið mætt Fylki, Gróttu og Fjölni og er ekki ósann­gjarnt að gera kröfu á að Breiðablik vinni þá alla. Hef­ur liðið unnið síðustu tvo leiki án þess að spila sér­stak­lega vel, en það er merki um góð lið; að vinna leiki án þess að spila glimr­andi góðan bolta í 90 mín­út­ur.

Leik­manna­hóp­ur Breiðabliks er gríðarlega sterk­ur og verður áhuga­vert að sjá liðið þegar það mæt­ir sterk­ari and­stæðing­um. Var gerð krafa á níu stig úr fyrstu þrem­ur leikj­un­um og það má hrósa liðinu fyr­ir að ná því marki, þótt spila­mennsk­an hafi ekki verið glæsi­leg. Það eru stig­in sem telja og það verður erfitt að ráða við Blikana, tak­ist þeim að smella al­menni­lega sam­an. 

Fjöln­ir átti fína spretti í kvöld og nældi í tvær víta­spyrn­ur og var betri aðil­inn fram­an af. Ein­hverj­um fannst Breiðablik vera heppið að byrja á Gróttu, Fylki og Fjölni, en Fjöln­is­menn léku við Vík­ing R., Stjörn­una og Breiðablik í fyrstu um­ferðunum. Spáðu því senni­lega flest­ir fyr­ir mót að Fjöln­ir yrði stiga­laus eft­ir fyrstu þrjá leik­ina, en liðið hef­ur leikið tvo leiki nokkuð vel og náð í eitt stig. Fjöln­is­menn ætla að bíta frá sér í sum­ar og gætu verið sýnd veiði en ekki gef­in. 

Breiðablik 3:1 Fjöln­ir opna loka
skorar Kristinn Steindórsson (8. mín.)
skorar úr víti Thomas Mikkelsen (56. mín.)
skorar Gísli Eyjólfsson (84. mín.)
Mörk
skorar úr víti Jón Gísli Ström (73. mín.)
fær gult spjald Oliver Sigurjónsson (29. mín.)
fær gult spjald Damir Muminovic (51. mín.)
fær gult spjald Thomas Mikkelsen (89. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Ingibergur Kort Sigurðsson (35. mín.)
fær gult spjald Orri Þórhallsson (38. mín.)
fær gult spjald Sigurpáll Melberg Pálsson (42. mín.)
fær gult spjald Grétar Snær Gunnarsson (45. mín.)
fær gult spjald Jón Gísli Ström (73. mín.)
fær gult spjald Kristófer Óskar Óskarsson (75. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Breiðablik er enn með fullt hús stiga eftir þennan stórskemmtilega leik!
90 Fjölnir fær hornspyrnu
90
Það verða að minnsta kosti fjórar mínútur í uppbótartíma.
89 Viktor Andri Hafþórsson (Fjölnir) kemur inn á
89 Orri Þórhallsson (Fjölnir) fer af velli
89 Kwame Quee (Breiðablik) kemur inn á
89 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) fer af velli
89 Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) kemur inn á
89 Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) fer af velli
89 Davíð Ingvarsson (Breiðablik) kemur inn á
89 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) fer af velli
89 Thomas Mikkelsen (Breiðablik) fær gult spjald
Of seinn í Atla og tæklar markvörðinn. Atli stendur upp og ýtir Dananum, en hann sleppur með spjald.
87 Jón Gísli Ström (Fjölnir) á skot framhjá
Af rosalega löngu færi og boltinn þrjá metra yfir.
84 MARK! Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) skorar
3:1 - Blikar að ganga frá þessu. Guðjón Pétur sendir á Gísla sem fær frítt skot við vítateigslínuna. Hann skilar boltanum í bláhornið fjær!
83
Fjölnismenn hafa ekki fengið færi eftir markið. Það þarf eitthvað að breytast til að gestirnir nái að jafna.
79
Thomas Mikkelsen skorar með skoti af markteignum en þetta telur ekki þar sem hann var í rangstöðu. Ekki í fyrsta skipti í sumar sem hann skorar mark sem telur ekki!
78 Breiðablik fær hornspyrnu
78 Breiðablik fær hornspyrnu
78 Brynjólfur Willumsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Guðjón Pétur með stungusendingu á Brynjólf sem er einn gegn Atla Gunnari, hann reynir að vippa yfir markvörðinn en Atli ver þetta mjög vel í horn.
77 Brynjólfur Willumsson (Breiðablik) á skot framhjá
Reynir skot úr aukaspyrnu utan af kanti. Slæm ákvörðun og slæmt skot.
75 Kristófer Óskar Óskarsson (Fjölnir) fær gult spjald
Stöðvar skyndisókn Breiðabliks.
73 Jón Gísli Ström (Fjölnir) fær gult spjald
Allt of seinn í tæklingu á kantinum.
73 MARK! Jón Gísli Ström (Fjölnir) skorar úr víti
2:1 - Anton fer í rétt horn en spyrnan er föst og í bláhornið. Spennandi lokamínútur fram undan!
71 Fjölnir fær víti
Þriðja vítið í kvöld! Jón Gísli sækir að Elfari og varnarmaðurinn hendir sér í tæklingu og Egill Arnar bendir enn og aftur á vítapunktinn.
70 Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik) kemur inn á
70 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) fer af velli
70 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot framhjá
Fær boltann á miðsvæðinu og tekur sprettinn að marki en skotið er nokkuð yfir.
67 Jón Gísli Ström (Fjölnir) kemur inn á
67 Ingibergur Kort Sigurðsson (Fjölnir) fer af velli
67 Kristófer Óskar Óskarsson (Fjölnir) kemur inn á
67 Jóhann Árni Gunnarsson (Fjölnir) fer af velli
66 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) á skot framhjá
Fær boltann við vítateiginn og varnarmenn Fjölnis bakka og bakka og hleypa honum í skotið, en það er slakt og nokkuð framhjá.
64 Breiðablik fær hornspyrnu
64 Arnór Breki Ásþórsson (Fjölnir) á skot sem er varið
Vinnur boltann vinstra megin á vellinum og brunar í átt að marki. Gott skot en Anton gerir mjög vel í að slá boltann yfir markið.
56 MARK! Thomas Mikkelsen (Breiðablik) skorar úr víti
2:0 - Sýnir Jóhanni hvernig á að gera þetta. Gríðarlega örugg spyrna. Atli fór í vitlaust horn.
56 Breiðablik fær víti
Brynjólfur fer afar illa með Arnór Breka sem síðan fellir hann. Klárt víti og góð innkoma hjá Brynjólfi! Þetta tók hann aðeins tvær mínútur.
55 Breiðablik fær hornspyrnu
54 Brynjólfur Willumsson (Breiðablik) kemur inn á
54 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) fer af velli
52 Jóhann Árni Gunnarsson (Fjölnir) skorar ekki úr víti
Skoraði úr víti gegn Stjörnunni í síðustu umferð en þetta er mjög slök spyrna og Anton á ekki í miklum vandræðum með að verja! Dauðafæri farið forgörðum hjá gestunum.
51 Damir Muminovic (Breiðablik) fær gult spjald
Ingibergur með skot að marki og boltinn fer í Damir. Egill metur það sem svo að boltinn hafi farið í hendina á varnarmanninum og Fjölnir fær víti.
51 Fjölnir fær víti
46 Seinni hálfleikur hafinn
45 Hálfleikur
45 Grétar Snær Gunnarsson (Fjölnir) fær gult spjald
Fimmta spjald Fjölnismanna í fyrri hálfleik. Brot á miðjum vellinum.
45 Fjölnir fær hornspyrnu
Dæmt sóknarbrot í teignum.
45 Fjölnir fær hornspyrnu
Slök spyrna en Fjölnismenn fá aðra.
45
Það verða að minnsta kosti þrjár mínútur í uppbótartíma.
44 Breiðablik fær hornspyrnu
Höskuldur með skot í varnarmann og aftur fyrir.
42 Sigurpáll Melberg Pálsson (Fjölnir) fær gult spjald
Brýtur á Gísla á vinstri kantinum.
41
Hans Viktor bjargar marki! Eftir afar huggulegt spil sleppur Kristinn Steindórs einn í gegn en Hans Viktor bjargar marki með tæklingu á allra síðustu stundu!
38 Orri Þórhallsson (Fjölnir) fær gult spjald
Kom í veg fyrir að Blikar gætu tekið aukaspyrnu snöggt.
35 Ingibergur Kort Sigurðsson (Fjölnir) fær gult spjald
Of seinn í Anton Ara og sparkar markvörðinn niður. Anton liggur aðeins eftir og heldur svo áfram.
31 Ingibergur Kort Sigurðsson (Fjölnir) á skalla sem fer framhjá
Snögg og góð sókn hjá Fjölni en Ingibergur skallar yfir eftir fyrirgjöf Örvars. Erfitt færi.
29 Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) fær gult spjald
Sparkar Ingiberg niður og fær fyrsta gula spjald leiksins.
20
Blikar mikið meira með boltann eftir markið. Þeir eru þó ekki að skapa sér mikið.
15 Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) á skot framhjá
Hættulaust og langt framhjá. Blikar með völdin eftir markið, en fram að því voru Fjölnismenn sterkir.
14
Hætta við mark Fjölnis! Viktor Karl með hættulega fyrirgjöf en Atli Gunnar er rétt á undan Mikkelsen í boltann og hann bjargar.
11 Breiðablik fær hornspyrnu
8 MARK! Kristinn Steindórsson (Breiðablik) skorar
1:0 - Kristinn skorar og skorar um þessar mundir! Atli Gunnar er í basli með fyrirgjöf og nær ekki að koma boltanum í burtu. Kristinn refsar með auðveldu skallamarki. Fjórða mark Kristins í öllum keppnum í sumar.
8 Breiðablik fær hornspyrnu
Hans Viktor er vel staðsettur og kemur boltanum aftur fyrir eftir sendingu Viktors Karls.
5 Arnór Breki Ásþórsson (Fjölnir) á skot í þverslá
Hársbreidd! Fær boltann á vinstri kantinum, sækir að marki og lætur vaða, þrumuskot en boltinn í slánna. Arnór óheppinn að skora ekki glæsilegt mark þarna.
3 Örvar Eggertsson (Fjölnir) á skot framhjá
Blikar tapa boltanum á slæmum stað en skotið hjá Örvari er dapurt og langt framhjá.
3 Ingibergur Kort Sigurðsson (Fjölnir) á skot framhjá
Gestirnir fá fyrsta færi leiksins. Ingibergur sleppur inn í teiginn hægra megin og setur boltann framhjá úr fínu færi.
1
Róbert Orri liggur eftir strax í upphafi leiks. Hann lenti illa og fær aðhlynningu.
1 Leikur hafinn
Fjölnismenn byrja með boltann og sækja í áttina að Fífunni.
0
Leikmenn eru komnir inn á völlinn. Breiðablik er í sínum hefðbundnu grænu treyjum og Fjölnismenn í sínum gulu.
0
Liðunum er spáð mjög ólíku gengi í sumar. Búast flestir við að Breiðablik verði í toppbaráttu á meðan fáir búast við öðru en að Fjölnir falli.
0
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, gerir eina breytingu á liðinu frá leiknum gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Örvar Eggertsson byrjar í stað Valdimars Inga Jónssonar. Er hann í fyrsta skipti í byrjunarliði Fjölnis en hann kom frá Víkingi Reykjavík á dögunum.
0
Óskar Hrafn Þorvaldsson þrjár breytingar á liði sínu frá sigrinum gegn Fylki í síðustu umferð deildarinnar. Kristinn Steindórsson, Oliver Sigurjónsson og Róbert Orri Þorkelsson koma inn í liðið í stað þeirra Davíðs Ingvarssonar, Guðjóns Péturs Lýðssonar og Brynjólfs Willumssonar.
0
Ég er mættur á völlinn og það er sprittlykt alls staðar. Allt svæðið var sótthreinsað eftir að kórónuveirusmit kom upp í kvennaliði félagsins í síðustu viku.
0
Fjölnismenn eru með stig eftir sína tvo leiki. Gerðu 1:1-jafntefli gegn Víkingum í fyrsta leik en töpuðu svo 4:1 á heimavelli gegn Stjörnunni í síðustu umferð.
0
Blikar eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar, unnu Gróttu sannfærandi í fyrstu umferð, 3:0, og gerðu svo góða ferð í Árbæinn og lögðu þar Fylki að velli, 1:0.
0
Velkomin með mbl.is á Kópavogsvelli þar sem Breiðablik tekur á móti Fjölni í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu.
Sjá meira
Sjá allt

Breiðablik: (3-4-3) Mark: Anton Ari Einarsson. Vörn: Damir Muminovic, Elfar Freyr Helgason, Róbert Orri Þorkelsson. Miðja: Viktor Karl Einarsson (Alexander Helgi Sigurðarson 89), Oliver Sigurjónsson, Gísli Eyjólfsson (Kwame Quee 89), Andri Rafn Yeoman (Guðjón Pétur Lýðsson 70). Sókn: Kristinn Steindórsson (Brynjólfur Willumsson 54), Thomas Mikkelsen, Höskuldur Gunnlaugsson (Davíð Ingvarsson 89).
Varamenn: Gunnleifur Gunnleifsson (M), Alexander Helgi Sigurðarson, Guðjón Pétur Lýðsson, Arnar Sveinn Geirsson, Davíð Ingvarsson, Brynjólfur Willumsson, Kwame Quee.

Fjölnir: (4-3-3) Mark: Atli Gunnar Guðmundsson. Vörn: Sigurpáll Melberg Pálsson, Torfi Tímoteus Gunnarsson, Hans Viktor Guðmundsson, Arnór Breki Ásþórsson. Miðja: Jóhann Árni Gunnarsson (Kristófer Óskar Óskarsson 67), Guðmundur Karl Guðmundsson, Grétar Snær Gunnarsson. Sókn: Ingibergur Kort Sigurðsson (Jón Gísli Ström 67), Orri Þórhallsson (Viktor Andri Hafþórsson 89), Örvar Eggertsson.
Varamenn: (M), Jón Gísli Ström, Viktor Andri Hafþórsson, Valdimar Ingi Jónsson, Kristófer Óskar Óskarsson, Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson.

Skot: Breiðablik 8 (4) - Fjölnir 7 (3)
Horn: Breiðablik 7 - Fjölnir 3.

Lýsandi: Jóhann Ingi Hafþórsson
Völlur: Kópavogsvöllur
Áhorfendafjöldi: 1335

Leikur hefst
29. júní 2020 19:15

Aðstæður:
Skýjað og mjög hlýtt. Fallegt sumarkvöld.

Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Aðstoðardómarar: Birkir Sigurðarson og Egill Guðvarður Guðlaugsson

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka