Tvær Valskonur í sóttkví og ekki með

Valskonur eru í Eyjum og spila við ÍBV í kvöld.
Valskonur eru í Eyjum og spila við ÍBV í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir leikmenn í kvennaliði Vals eru í sóttkví, samkvæmt heimildum mbl.is, og eru fyrir vikið ekki í leikmannahópi Íslandsmeistaranna sem hefja leik gegn ÍBV klukkan 18 á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu.

Þetta eru Lillý Rut Hlynsdóttir, varnarmaðurinn öflugi sem hefur átt fast sæti í byrjunarliðinu, en hin reynda Málfríður Erna Sigurðardóttir tekur stöðu hennar í vörn Vals í kvöld, og Guðrún Karitas Sigurðardóttir, sem hefur glímt við meiðsli síðan í júníbyrjun. Fékk Guðrún beinmar í ökkla ásamt því að tvö liðbönd sködduðust. 

Frá þessu er greint í beinni lýsingu mbl.is frá Hásteinsvelli en þar eru liðin að hita upp fyrir leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert