Knattspyrnusamband Íslands kynnti í dag nýja landsliðsbúninga frá Puma en frá og með deginum í dag er kominn í gildi nýr sex ára samningur við fyrirtækið um alla búninga fyrir landslið Íslands.
Um leið kynnti KSÍ nýtt landsliðsmerki sem notað verður á landsliðsbúningunum og í kringum íslensku landsliðin, en það er mjög frábrugðið nýju merki KSÍ sem kynnt var fyrr á árinu og er ætlað fyrir hefðbundna notkun hjá sambandinu. Merkið er hannað af auglýsingastofunni Brandenburg og eru landvættir Íslands burðarásar merkisins.
Meðal annars býður nýja merkið upp á að því sé skipt í fjóra hluta, landvættina fjóra, og þeir gætu m.a. verið hver á sínum hornfánanum á heimaleikjum Íslands á Laugardalsvellinum.
Kynningu á merkinu má sjá hér fyrir neðan:
Nýtt landsliðsmerki Íslands. pic.twitter.com/eujhF1DWXS
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 1, 2020