Sölvi sagði dómara að „fokka sér“ (myndskeið)

Sölvi Geir Ottesen missti stjórn á skapi sínu í dag.
Sölvi Geir Ottesen missti stjórn á skapi sínu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sölvi Geir Ottesen, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu og núverandi leikmaður Víkings í Reykjavík, var einn þriggja leikmanna Fossvogsliðsins sem fengu beint rautt spjald í 0:2-tapi gegn Íslandsmeisturum KR á Meistaravöllum í Vesturbænum í dag. 

Fékk Sölvi spjaldið fyrir að slá Stefán Árna Geirsson á meðan KR-ingurinn ungi lá í grasinu. Í kjölfarið missti Sölvi stjórn á skapi sínu og lét Helga Mikael Jónasson dómara leiksins heyra það og síðan Pablo Punyed. 

Þegar Sölvi var loks kominn af velli gekk hann að Einari Inga Jóhannssyni fjórða dómara og sagði honum að „fokka sér“. Náðist atvikið á myndband sem sjá má hér fyrir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert