Kári getur ekki gleymt KR-leiknum

Kári Árnason í fyrsta leik tímabilsins 2020 með Víkingi gegn …
Kári Árnason í fyrsta leik tímabilsins 2020 með Víkingi gegn Fjölni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eins og aðrir Vík­ing­ar vill Kári Árna­son ef­laust gleyma sem fyrst leikn­um við KR í úr­vals­deild karla í fót­bolta á Meist­ara­völl­um á laug­ar­dag­inn. Hann var rek­inn af velli ásamt tveim­ur liðsfé­lög­um sín­um.

En leikn­um get­ur Kári samt ekki gleymt því þar náði hann stór­um áfanga á löng­um ferli sín­um í meist­ara­flokki. Þetta  var hans 450. deilda­leik­ur á ferl­in­um, inn­an­lands sem er­lend­is, og Kári er aðeins ell­efti Íslend­ing­ur­inn til að ná þess­um leikja­fjölda.

Kári hef­ur nú leikið 55 deilda­leiki á Íslandi, alla með Vík­ingi. Fyrstu 26 leik­ina spilaði hann í 1. deild á ár­un­um 2001 til 2003 en síðan 29 leiki í úr­vals­deild­inni á ár­un­um 2004, 2019 og 2020.

Hann lék 72 leiki í Svíþjóð með Djurgår­d­en og Mal­mö, 58 í Dan­mörku með AGF og Es­bjerg, 191 á Englandi með Plymouth og Rot­her­ham, 53 í Skotlandi með Aber­deen, 8 á Kýp­ur með Omonia og 13 í Tyrklandi með Gencler­bir­ligi. Sam­tals ger­ir þetta 450 leiki.

Þegar Íslands­mótið hófst var Kári í 14. sæti yfir leikja­hæstu Íslend­ing­ana frá upp­hafi með 446 leiki en hann hef­ur í þess­um fjór­um leikj­um farið upp­fyr­ir þrjá þeirra, Guðna Bergs­son, Gest Gylfa­son og Lár­us Orra Sig­urðsson. Nú er röðin á leikja­hæstu Íslend­ing­un­um þessi:

523 Arn­ór Guðjohnsen
520 Ívar Ingimars­son
512 Her­mann Hreiðars­son
504 Eiður Smári Guðjohnsen
492 Heiðar Helgu­son
481 Ásgeir Sig­ur­vins­son
465 Arn­ar Þór Viðars­son
462 Atli Eðvalds­son
462 Rún­ar Krist­ins­son
460 Tryggvi Guðmunds­son
450 Kári Árna­son

Með því að leika 16 af þeim 18 leikj­um sem Vík­ing­ar eiga eft­ir gæti Kári verið kom­inn í sjö­unda sæti í lok Íslands­móts­ins. Þegar ligg­ur þó fyr­ir að hann miss­ir af næsta leik sem er gegn Val á miðviku­dags­kvöldið en þá tek­ur Kári út leik­bann vegna rauða spjalds­ins í KR-leikn­um.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert