Annað markið leit skringilega út

Jónatan Ingi Jónsson og Höskuldur Gunnlaugsson á harðaspretti í Kópavoginum …
Jónatan Ingi Jónsson og Höskuldur Gunnlaugsson á harðaspretti í Kópavoginum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég er svekkt­ur því við hefðum klár­lega átt að vinna þenn­an leik,“ sagði Krist­inn Stein­dórs­son, leikmaður Breiðablik, í sam­tali við mbl.is eft­ir 3:3-jafn­tefli liðsins gegn FH í úr­vals­deild karla í knatt­spyrnu, Pepsi Max-deild­inni, á Kópa­vogs­velli í kvöld.

„Und­ir eðli­leg­um kring­um­stæðum þá hefðu þrjú mörk á heima­velli átt að duga til sig­urs en það gerði það ekki í kvöld. Við vor­um með stjórn á leikn­um fannst mér, heilt yfir, þótt það hafi tekið okk­ur smá tíma að kom­ast inn í þetta. Þegar að þeir skora sitt annað mark þá kom­ast þeir aft­ur inn í þetta en við erum samt sem áður með stjórn á leikn­um mest all­an tím­ann.

Þótt við séum hins veg­ar með fulla stjórn á leikj­un­um verðum við að halda ein­beit­ingu all­an tím­ann. Við meg­um við ekki bjóða upp á svona klaufa­mörk eins og við feng­um á okk­ur og víta­spyrnu eins og við fáum á okk­ur. Við þurf­um að halda aðeins betri fókus í báðum víta­teig­um og þá erum við í fín­um mál­um.“

Krist­inn var ekki sátt­ur með annað mark Hafn­f­irðinga en hann vildi meina að bolt­inn hefði verið far­inn aft­ur fyr­ir enda­mörk áður en Jónatan Ingi nær að pota hon­um til Atla Guðna­son­ar sem skoraði af stuttu færi.

„Ég set spurn­ing­ar­merki við annað markið þeirra sem skýt­ur þeim inn í leik­inn. Þetta er at­vik sem maður þarf kannski að sjá aft­ur áður en maður fer að tjá sig eitt­hvað meira en þetta var sér­stakt og leit skringi­lega út. Að sama skapi hefðum við líka mátt gera bet­ur í mörk­un­um sem við feng­um á okk­ur en það er eitt­hvað sem á að vera hægt að laga.“

Krist­inn var að skora gegn sín­um gömlu liðsfé­lög­um í FH en Breiðablik er með tveggja stiga for­skot á toppi deild­ar­inn­ar eft­ir leik kvölds­ins.

„Það er alltaf gam­an að skora, sama á móti hverj­um þú ert að spila og mark er mark. Við þurf­um að halda áfram að byggja ofan á það góða sem við höf­um verið að gera. Við erum áfram tap­laus­ir en við þurf­um að ein­beita okk­ur að því að taka þrjú stig í staðinn fyr­ir eitt og þá erum við í góðum mál­um,“ bætti Krist­inn við í sam­tali við mbl.is.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka