Öll áhersla á sóknarleikinn í Kópavogi

Þórir Jóhann Helgason og Brynjólfur Willumsson eigast við í leik …
Þórir Jóhann Helgason og Brynjólfur Willumsson eigast við í leik Breiðabliks og FH í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Sex mörk litu dags­ins ljós þegar Breiðablik og FH mætt­ust í 5. um­ferð úr­vals­deild­ar karla í knatt­spyrnu, Pepsi Max-deild­ar­inn­ar, á Kópa­vogs­völl í kvöld en leikn­um lauk með 3:3-jafn­tefli.

Hjört­ur Logi Val­g­arðsson kom FH yfir á 22. mín­útu eft­ir lag­leg­an und­ir­bún­ing Þóris Jó­hanns Helga­son­ar sem gal­opnaði vörn Blika með fal­legri stungu­send­ingu og Hjört­ur gerði eng­in mis­tök og kláraði vel fram hjá Ant­oni Ara Ein­ars­syni sem var þó í bolt­an­um.

Blikar voru ekki lengi að jafna og á 28. mín­útu vann Oli­ver Sig­ur­jóns­son bolt­ann djúpt á vall­ar­helm­ingi FH. Hann sendi bolt­ann fyr­ir markið á Thom­as Mikk­el­sen sem missti af bolt­an­um. Krist­inn Stein­dórs­son var hins veg­ar mætt­ur á fjær­stöng­ina og kláraði í tómt markið gegn sín­um gömlu fé­lög­um.

Mikk­el­sen kom Breiðabliki svo yfir með stór­kost­legu marki, fimm mín­út­um síðar. Davóð Ingvars­son átti þá frá­bæra send­ingu frá vinstri á Mikk­el­sen sem tók hann viðstöðulaust með vinstri fæti úr miðjum teign­um. Bolt­inn söng í sam­skeyt­un­um, óverj­andi fyr­ir Gunn­ar Niel­sen í marki FH, og Breiðablik leiddi því 2:1 í hálfleik.

Það tók FH-inga tvær mín­út­ur að jafna met­in í síðari hálfleik en þar var á ferðinni Atli Guðna­son sem stýrði bolt­an­um í netið úr teign­um af stuttu færi eft­ir lag­leg­an und­ir­bún­ing Jónatans Inga Jóns­son­ar.

Á 58. mín­útu bætti Mikk­el­sen við sínu öðru marki í leikn­um en hann fylgdi þá eft­ir skoti Brynj­ólfs And­er­sen Will­um­son­ar sem hafði sloppið einn í gegn eft­ir frá­bæra stungu­send­ingu Elfars Freys Helga­son­ar.

FH-ing­ar neituðu að gef­ast upp og níu mín­út­um síðar var Steven Lennon bú­inn að jafna fyr­ir Hafn­f­irðinga með marki úr víta­spyrnu eft­ir að Damir Mum­in­ovic hafði tekið Þóri Jó­hann niður í víta­teig Blika. Ekki voru fleiri mörk skoruð í leikn­um og lokta­öl­ur því 3:3 í hörku­leik.

Breiðablik er áfram í efsta sæti deild­ar­inn­ar með 11 stig og hef­ur tveggja stiga for­skot á Vals­menn. FH er hins veg­ar í fimmta sæti deild­ar­inn­ar með 7 stig eft­ir sjö leiki.

Mark í heimsklassa

Blikar voru sterk­ari aðil­inn í fyrri hálfleik og leiddu sann­gjarnt í hálfleik. Liðið mætti hins veg­ar ekki nægi­lega ein­beitt til leiks í síðari hálfleik og þeir byrjuðu á því að fá á sig mark eft­ir barn­ar­leg varn­ar­mis­tök strax á upp­haf­smín­út­un­um og hleyptu þannig Hafn­f­irðing­um inn í leik­inn.

Thom­as Mikk­el­sen var besti leikmaður Breiðabliks í dag og fyrsta mark hans og annað mark Blika var í al­gjör­um heimsklassa. Bryn­ólf­ur And­er­sen Will­umsson og Mikk­el­sen smella mjög vel sam­an í fremstu víg­línu Blika en Brynj­ólf­ur verðu að fara skora fyr­ir Blika því hann er svo sann­ar­lega að fá fær­in til þess.

Breiðablik hef­ur fengið 2 stig úr síðustu tveim­ur leikj­um sín­um. Liðið var búið að leggja Gróttu, Fylki og FJölni að velli sem er öll­um spáð í neðri hluta deild­ar­inn­ar í sum­ar. Ef Blikar ætla sér að verða Íslands­meist­ar­ar verða þeir að vinna leik­ina heima­leiki sína gegn stærri liðum deild­ar­inn­ar, svo ein­falt er það.

Skref fram á við

Ef þessi leik­ur hefði verið spilaður á síðustu leiktíð hefði FH lík­leg­ast tapað hon­um. Hafn­f­irðing­ar lenti nokkr­um sinn­um und­ir á síðustu leiktíð og áttu erfitt með að halda haus eft­ir það en í dag var allt annað upp á ten­ingn­um og þeim tókst að jafna met­in í tvígang eft­ir að hafa lent und­ir.

Upp­spil FH-liðsins var ekki gott í fyrri hálfleik og Hafn­f­irðing­ar komu sér í vand­ræði trekk í trekk eft­ir vand­ræðagang í öft­ustu víg­línu. Það var hins veg­ar allt annað upp á ten­ingn­um í síðari hálfleik og ákv­arðana­tak­an var mun betri í öft­ustu víg­línu sem varð til þess að liðið fékk mun færri áhlaup á sig frá spræk­um sókn­ar­mönn­um Blika.

Þórir Jó­hann Helga­son, leikmaður FH, átti mjög góðan leik og lagði upp mark ásamt því að fiska víta­spyrn­una sem Steven Lennon skoraði þriðja mark liðsins út. Það er betra jafn­vægi í FH-liðinu núna en í fyrra og stig gegn Breiðabliki á Kópa­vogs­velli er betri ár­ang­ur en á síðustu leiktíð þegar Hafn­f­irðing­ar töpuðu báðum viður­eign­um sín­um gegn Blik­um.

Breiðablik 3:3 FH opna loka
skorar Kristinn Steindórsson (28. mín.)
skorar Thomas Mikkelsen (33. mín.)
skorar Thomas Mikkelsen (58. mín.)
Mörk
skorar Hjörtur Logi Valgarðsson (22. mín.)
skorar Atli Guðnason (47. mín.)
skorar úr víti Steven Lennon (67. mín.)
fær gult spjald Elfar Freyr Helgason (39. mín.)
fær gult spjald Damir Muminovic (66. mín.)
fær gult spjald Brynjólfur Willumsson (74. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Guðmann Þórisson (43. mín.)
fær gult spjald Daníel Hafsteinsson (57. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Leik lokið með jafntelfi á Kópavogsvelli í frábærum leik.
90 Kwame Quee (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
Skalli af stuttu færi en boltinn allan tímann á leiðinni fram hjá markinu.
90 Baldur Sigurðsson (FH) kemur inn á
90 Þórir Jóhann Helgason (FH) fer af velli
90 Morten Beck Guldsmed (FH) á skot sem er varið
DAUÐAFÆRI! Morten Beck einn í gegn en Anton Ari ver frá honum!
90
+3 mínútur í uppbótartíma.
89 Baldur Logi Guðlaugsson (FH) kemur inn á
89 Jónatan Ingi Jónsson (FH) fer af velli
89 Thomas Mikkelsen (Breiðablik) á skot sem er varið
DAUÐAFÆRI! Mikkelsen einn gegn Gunnari en Færeyingurinn ver virkilega vel frá honum.
88 Morten Beck Guldsmed (FH) á skot sem er varið
Morten Beck lætur vaða af 30 metra færi en Anton grípur boltann!
87 Breiðablik fær hornspyrnu
87 Brynjólfur Willumsson (Breiðablik) á skot sem er varið
HÖRKUSKOT frá Brynjólfi úr teignum en Gunnar kýlir boltann yfir markið.
82 FH fær hornspyrnu
82 FH fær hornspyrnu
81 Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) á skot framhjá
Hörkuskot af 35 metra færi en boltinn rétt fram hjá. Þetta hefði verið alvöru mark.
79 Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) kemur inn á
79 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) fer af velli
79 Kwame Quee (Breiðablik) á skot framhjá
Kwame keyrir inn á völlinn en skotið afleitt með vinstri fæti og fer hátt yfir markið.
74 Brynjólfur Willumsson (Breiðablik) fær gult spjald
Fyrir brot.
72 Morten Beck Guldsmed (FH) kemur inn á
72 Atli Guðnason (FH) fer af velli
67 MARK! Steven Lennon (FH) skorar úr víti
3:3 - FH JAFNAR! Lennon gerir engin mistök á punktinum og skorar af öryggi.
66 Damir Muminovic (Breiðablik) fær gult spjald
Brýtur á Þóri innan teigs.
65 Kwame Quee (Breiðablik) kemur inn á
65 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) fer af velli
65 FH fær víti
Damir straujar Þóri Jóhann í teignum og vítaspyrna réttilega dæmt. Henti sér á rassinn þarna í stað þess að standa í lappirnar.
61 FH fær hornspyrnu
61 () á skot sem er varið
DAUÐAFÆRI! Björn Daníel einn í gegn en Anton Ari sér við honum.
60 FH fær hornspyrnu
Atli Guðna með flottan bolta fyrir markið en Hjörtur Logi þarf að teygja sig í boltann og hann fer rétt fram hjá markinu.
59 Hjörtur Logi Valgarðsson (FH) á skalla sem fer framhjá
58 MARK! Thomas Mikkelsen (Breiðablik) skorar
3:2 - BLIKAR KOMNIR AFTUR YFIR! Mikkelsen fylgir eftir skoti Brynólfs Darri og skorar í nánast tómt markið.
57 Brynjólfur Willumsson (Breiðablik) á skot sem er varið
DAUÐAFÆRI! Elli Helga sendir Brynjólf Darra í gegn en Gunnar Nielsen kemur út á móti og lokar á hann! Geggjuð varsla!
57 Daníel Hafsteinsson (FH) fær gult spjald
Stöðvar skyndisókn.
55 Breiðablik fær hornspyrnu
53 Breiðablik fær hornspyrnu
51 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skot framhjá
Brynjólfur leggur boltann út á Kristinn Steindórs sem ætlar að skrúfa boltann í netið en boltinn fer yfir.
49 Breiðablik fær hornspyrnu
47 MARK! Atli Guðnason (FH) skorar
2:2 - DRAUMABYRJUN FH Í SEINNI HÁLFLEIK! Jónatan Ingi neitar að gefasts upp, eltir Damir upp að endamörkum og potar tánni í boltann. Boltinn dettur svo fyrir Atla Guðna sem stýrir boltanum í tómt markið. Blikar ósáttir og vilja meina að boltinn hafi verið farið út af en ekkert dæmt og markið gott og gilt.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Þá er þetta komið af stað á nýjan leik.
46 Logi Hrafn Róbertsson (FH) kemur inn á
46 Guðmann Þórisson (FH) fer af velli
45 Leik lokið
Hálfleikur og það er Breoðablik sem leiðir með einu marki, 2:1. FH-ingar komust yfir með marki úr skyndisókn en Blikar jöfnuðu strax og Mikkelsen kom þeim svo yfir með frábæru marki.
45 Breiðablik fær hornspyrnu
45
+1 mínúta í uppbótartíma.
44 Atli Guðnason (FH) á skalla sem fer framhjá
Atli Guðna nær skalla eftir hornspurnu en boltinn allan tímann á leiðinni fram hjá markinu.
44 FH fær hornspyrnu
43 Guðmann Þórisson (FH) fær gult spjald
Fyrir brot.
39 Elfar Freyr Helgason (Breiðablik) fær gult spjald
Fyrir brot.
38 FH fær hornspyrnu
38 Daníel Hafsteinsson (FH) á skot framhjá
FH-ingar vinna boltann ofarlega á velinum, Daníel Hafsteinsson keyrir að víteteignum, og lætur vaða en boltinn af varnarmanni og aftur fyrir.
36 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skot framhjá
Kristinn tekur boltann viðstöðulaust á lofti, rétt utan teigs, en boltinn yfir markið.
34 Davíð Ingvarsson (Breiðablik) á skot framhjá
Skot af 40 metra færi, beint úr aukaspyrnu, en boltinn hátt yfir markið.
33 MARK! Thomas Mikkelsen (Breiðablik) skorar
2:1 - VÁÁÁÁ!!! Davíð Ingvarsson með geggjaðan bolta fyrir frá vinstri, Mikkelsen tekur hann viðstöðulaust með vinstri og hamrar boltann upp í samskeytin.
31 Hörður Ingi Gunnarsson (FH) á skot framhjá
Hörður Ingi keyrir inn á völlinn, lætur vaða með vinstri, en boltinn rétt fram hjá markinu.
28 MARK! Kristinn Steindórsson (Breiðablik) skorar
1:1 - BLIKAR JAFNA og auðvitað var það Kristinn Steindórsson! Hafnfirðingar tapa boltanum á eigin vallarhelmingi, Oliver keyrir upp vinstri kantinn, sendir boltann fyrir markið, og Patrick Pedersen rétt missir af boltanum. Kiddi Steindórs er hins vegar mættur á fjær og klárar í autt markið.
26 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) á skot framhjá
Höskuldur köttar inn á völlinn og lætur vaða með hægri en boltinn fram hjá.
25 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skot framhjá
Hörkuskot af 20 metra færi en boltinn allan tímann á leiðinni fram hjá markinu.
22 MARK! Hjörtur Logi Valgarðsson (FH) skorar
0:1 - FH KOMIÐ YFIR! Þórir Jóhann hefur allan tímann í heiminum, rennir boltanum milli miðvarðar og bakvarðar, og Hjörtur Logi klárar vel í fjærhornið þótt Anton Ari hafi vissulega verið í boltanum.
21
Blikarnir búnir að vinna sig vel inn í leikinn. Meira með boltann þessa stundina en gengur illa að opna FH-inga sem verjast aftarlega og með ellefu menn fyrir aftan bolta.
16 Breiðablik fær hornspyrnu
13
Blikarnir við það að þræða sig í gegn en Kristinn Steindórs nær ekki að teygja sig í boltann og rétt missir af honum.
11 Hörður Ingi Gunnarsson (FH) á skot framhjá
Fyrsta skottilraun leiksins og það er Hörður Ingi sem á hana, hægra megin í teignum, en boltinn allan tímann á leiðinni fram hjá markinu.
11 FH fær hornspyrnu
9 Breiðablik fær hornspyrnu
7 Breiðablik fær hornspyrnu
6
Sitt hvor hornspyrnan komin. FH meira með boltann þessar fyrstu mínútur.
6 Breiðablik fær hornspyrnu
4 FH fær hornspyrnu
1 Leikur hafinn
Þá er þetta komið af stað í Kópavoginum og það eru Hafnfirðingar sem hefja leik.
0
Ólafur H. Kristjánsson þjálfari FH gerir líka tvær breytingar á sínu byrjunarliði en síðasti leikur hans manna var 4:1 tapið gegn Víkingi. Atli Guðnason kemur fyrir Morten Beck Guldsmed í framlínuna og Guðmann Þórisson í vörnina fyrir Pétur Viðarsson.
0
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá jafnteflinu við KA um helgina. Kristinn Steindórsson kemur fyrir Gísla Eyjólfsson á miðjuna og Davíð Ingvarsson er vinstri bakvörður í stað Róberts Orra Þorkelssonar.
0
Velkomin með mbl.is á Kópavogsvöll þar sem Breiðablik tekur á móti FH í fimmtu umferð Pepsi Max-deildar karla. Breiðablik er með 10 stig eftir fjóra leiki en FH er með 6 stig eftir þrjá leiki.
Sjá meira
Sjá allt

Breiðablik: (4-3-3) Mark: Anton Ari Einarsson. Vörn: Andri Rafn Yeoman, Elfar Freyr Helgason, Damir Muminovic, Davíð Ingvarsson. Miðja: Viktor Karl Einarsson, Kristinn Steindórsson (Kwame Quee 65), Oliver Sigurjónsson. Sókn: Höskuldur Gunnlaugsson (Alexander Helgi Sigurðarson 79), Thomas Mikkelsen, Brynjólfur Willumsson.
Varamenn: Gunnleifur Gunnleifsson (M), Alexander Helgi Sigurðarson, Róbert Orri Þorkelsson, Viktor Örn Margeirsson, Benedikt V. Warén, Ýmir Halldórsson, Kwame Quee.

FH: (4-3-3) Mark: Gunnar Nielsen. Vörn: Hörður Ingi Gunnarsson, Guðmann Þórisson (Logi Hrafn Róbertsson 46), Guðmundur Kristjánsson, Hjörtur Logi Valgarðsson. Miðja: Daníel Hafsteinsson, Björn Daníel Sverrisson, Þórir Jóhann Helgason (Baldur Sigurðsson 90). Sókn: Jónatan Ingi Jónsson (Baldur Logi Guðlaugsson 89), Steven Lennon, Atli Guðnason (Morten Beck Guldsmed 72).
Varamenn: Daði Freyr Arnarsson (M), Logi Tómasson, Baldur Sigurðsson, Morten Beck Guldsmed, Þórður Þorsteinn Þórðarson, Baldur Logi Guðlaugsson, Logi Hrafn Róbertsson.

Skot: 1 (1) - Breiðablik 14 (6) FH 10 (5)
Horn: FH 8 - Breiðablik 9.

Lýsandi: Bjarni Helgason
Völlur: Kópavogsvöllur
Áhorfendafjöldi: 1483

Leikur hefst
8. júlí 2020 20:15

Aðstæður:
9° stiga hiti, skýjað og smá gola.

Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Aðstoðardómarar: Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka