Frábær byrjun lagði grunninn að sigri KR

Blikinn Kwame Quee býr sig undir að senda boltann í …
Blikinn Kwame Quee býr sig undir að senda boltann í átt að marki KR en Kristinn Jónsson er til varnar. mbl.is/Arnþór

KR sigraði Breiðablik, 3:1, í sjöttu umferð Pepsi Max-deild­ar­ karla í knattspyrnu í vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Íslandsmeistararnir fara upp fyrir Blika, eru með tólf stig en Kópavogspiltar ellefu.

Heimamenn hófu leikinn af miklum látum táningurinn Stefán Árni Geirsson, sem var að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði KR í efstu deild, skoraði fyrsta markið á annarri mínútu eftir laglegan einleik.

Pablo Punyed bætti öðru marki heimamanna við á tólftu mínútu með lúmsku skoti eftir góða sókn en Höskuldur Gunnlaugsson minnkaði muninn með góðum skalla eftir aukaspyrnu Olivers Sigurjónssonar á 33. mínútu. Staðan 2:1 fyrir KR að loknum fyrri hálfleik. 

Aðeins eitt mark var skorað í seinni hálfleik. Pablo Punyed bætti öðru marki sínu og þriðja marki KR við nokkrum mínútum fyrir leikslok og innsiglaði sigur heimamanna, 3:1. 

KR-ingar eru í öðru sæti deildarinnar með tólf stig en eiga leik til góða á Fylki sem er í efsta sæti með jafn mörg stig. Blikar eru áfram með ellefu stig.

Minnir á síðasta ár

Frábær byrjun Íslandsmeistaranna í kvöld skóp sigurinn en þegar níu mínútur voru á leikklukkunni var staðan 2:0. Blikar virtust slegnir við kraftinn í KR-ingum og voru lengi að ná áttum. Þeir skoruðu þó hið fræga þriðja mark en náðu ekki að fylgja því eftir í seinni hálfleik og verða því að sætta sig við fyrsta tapið í deildinni í sumar.

KR-ingar léku á löngum köflum vel í kvöld og voru til að mynda mun sprækari núna en þegar þeir sigruðu Víkinga í síðustu umferð. 

Táningurinn Stefán Árni Geirsson nýtti tækifærið í byrjunarliðinu eins og á að gera það en hann var besti maður vallarins í fyrri hálfleik. Skoraði mark og ógnaði stöðugt með mjúkum og skemmtilegum hreyfingum sem minna á búlgarska reykingamanninn Dimitar Berbatov.

Heilt yfir var þó miðjumaðurinn Pablo Punyed líklega maður leiksins í kvöld. Hann skoraði tvö mörk, barðist eins og ljón á miðjunni og er ótrúlega mjúkur og góður á boltann. Vesturbæingar héldu brosandi heim á leið í kvöld enda virðast þeir á svipaðri leið og í fyrra, þegar þeir urðu Íslandsmeistarar.

Engin meistarabragur á byrjun Blika

Blikar unnu síðast Fjölni í þriðju umferð en Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari þeirra, segir það ekki áhyggjuefni þó liðinu gangi illa að krækja í þrjú stig. Breiðablik setti stefnuna á Íslandsmeistaratitilinn fyrir tímabilið en með spilamennsku eins og liðið sýndu í upphafi leiks hér í kvöld geta þeir gleymt slíkum pælingum.

Grænklæddir virtust ekki byrja leikinn fyrr en svona 20 mínútur voru liðnar og þá voru KR-ingar búnir að skora tvö mörk. Spilamennskan var oft á tíðum ágæt eftir það og var Höskuldur Gunnlaugsson oft á tíðum ógnandi fram á við hjá Blikum. 

Grænir verða hins vegar að byrja betur þegar þeir fá Val í heimsókn í stórleik næsta sunnudag.

KR 3:1 Breiðablik opna loka
90. mín. Uppbótartíminn er að minnsta kosti þrjár mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka