Óli Stefán hættur með KA

Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Knatt­spyrnu­deild KA og Óli Stefán Flóvents­son hafa kom­ist að sam­komu­lagi um að Óli Stefán láti af störf­um sem þjálf­ari karlaliðs fé­lags­ins, en hann tók við KA fyr­ir síðasta sum­ar. 

Óli Stefán var ráðinn til KA í októ­ber 2018 og gerði þá þriggja ára samn­ing, en hann hafði áður stýrt Grinda­vík í þrjú tíma­bil og m.a. komið liðinu upp úr 1. deild­inni og upp í efstu deild. Þar á und­an stýrði hann Sindra í tvö tíma­bil. 

KA hafnaði í fimmta sæti síðasta sum­ar og er ár­ang­ur­inn sá besti síðan liðið fór upp í efstu deild árið 2017. Byrj­un KA-liðsins í sum­ar hef­ur hins­veg­ar valdið von­brigðum og eru KA-menn aðeins með þrjú stig eft­ir fimm leiki og án sig­urs. Þá hef­ur KA aðeins skorað fimm mörk, en ekk­ert lið hef­ur skorað færri mörk til þessa.  

Gengi KA það sem af er tímabili er ekki ásætt­an­legt og telja báðir aðilar nauðsyn­legt að gera þess­ar breyt­ing­ar til að liðið nái sér á strik og sýni sinn rétta styrk. Liðið náði fimmta sæti und­ir stjórn Óla Stefáns í fyrra sem er besti árang­ur félags­ins síðan félagið kom aft­ur upp í deild hinna bestu á Íslandi.

Stjórn Knatt­spyrnu­deild­ar KA þakk­ar Óla Stefáni fyr­ir fram­lag sitt til félags­ins og óskar hon­um velfarnaðar í framtíðinni. Félagið mun nú þegar skoða sín mál varðandi þjálfun liðsins og mun ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu sem fé­lagið sendi frá sér. 

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert