Risastór yfirlýsing í Kópavogi

Dóra María Lárusdóttir úr Val og Sveindís Jane Jónsdóttir hjá …
Dóra María Lárusdóttir úr Val og Sveindís Jane Jónsdóttir hjá Breiðabliki eigast við á Kópavogsvelli í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Breiðablik vann afar sterk­an 4:0-sig­ur á Val í stór­leik í Pepsi Max-deild­inni í fót­bolta í kvöld. Er Breiðablik nú með 15 stig eft­ir fimm leiki, fullt hús stiga, og Val­ur með 16 stig eft­ir sjö leiki.

Er tapið það fyrsta í deild­inni hjá Val síðan liðið tapaði fyr­ir Þór/​KA þann 17. sept­em­ber 2018. Gætu úr­slit­in haft mikið að segja um hvort liðið verði Íslands­meist­ari í haust, þar sem aðeins munaði tveim­ur stig­um á liðunum er Val­ur varð meist­ari á síðasta tíma­bili. 

Breiðablik byrjaði af mikl­um krafti og fékk nokk­ur góð færi fram­an af. Sandra Sig­urðardótt­ir var svo sann­ar­lega betri en eng­inn á milli stang­anna og sá til þess að Breiðabliki næði ekki að skora. Besta færið fékk Berg­lind Björg Þor­valds­dótt­ir strax á 2. mín­útu er hún slapp ein í gegn en Sandra sá við henni.

Hinum meg­in tókst Valskon­um að skapa sér ágæt­is­færi þegar leið á fyrri hálfleik­inn, en illa gekk að reyna al­menni­lega á Sonný Láru Þrá­ins­dótt­ur í marki Breiðabliks og var staðan í leik­hléi því marka­laus. Bæði lið reyndu að sækja í hálfleikn­um þrátt fyr­ir marka­leysið og fengu þau t.a.m. fimm horn­spyrn­ur hvort á fyrstu 45 mín­út­un­um.

Seinni hálfleik­ur­inn byrjaði væg­ast sagt með lát­um því Svein­dís Jane Jóns­dótt­ir kom Breiðabliki yfir eft­ir rúm­ar 30 sek­únd­ur. Agla María Al­berts­dótt­ir fór upp vinstri kant­inn og átti fyr­ir­gjöf á Svein­dísi sem skilaði bolt­an­um af ör­yggi í netið. 

Sveindís Jane Jónsdóttir og Agla María Albertsdóttir léku báðar gríðarlega …
Svein­dís Jane Jóns­dótt­ir og Agla María Al­berts­dótt­ir léku báðar gríðarlega vel. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Aðeins ör­fá­um sek­únd­um síðar var Svein­dís búin að skora aft­ur. Sókn­ar­maður­inn slapp í gegn eft­ir send­ingu Berg­lind­ar Bjarg­ar Þor­vals­dótt­ur og skoraði af ör­yggi fram­hjá Söndru í marki Vals og staðan orðin 2:0. 

Valskon­ur sóttu í sig veðrið eft­ir mörk­in tvö, en Sonný Lára sá við Valskon­um hvað eft­ir annað. Var hún iðulega vel staðsett og var með svarið við öll­um til­raun­um Vals­kvenna, sem voru fjöl­marg­ar. 

Breiðablik refsaði hinum meg­in því Svein­dís Jane slapp í gegn á 77. mín­útu og skoraði af ör­yggi fram­hjá Söndru eft­ir huggu­lega send­ingu Öglu Maríu. Var markið það þriðja hjá Svein­dísi og stoðsend­ing núm­er tvö hjá Öglu. 

Agla bætti við þriðju stoðsend­ing­unni rétt fyr­ir leiks­lok er hún sendi inn fyr­ir á Berg­lindi Björgu Þor­vals­dótt­ur sem kláraði af ör­yggi og risa­stór 4:0-sig­ur Breiðabliks varð staðreynd. 

Fyrsti lands­leik­ur­inn ætti að koma fljót­lega

Breiðablik hef­ur verið besta lið tíma­bils­ins til þessa og koma úr­slit­in ekki endi­lega mikið á óvart. Blikar hafa skorað mikið í sum­ar og enn ekki fengið eitt ein­asta mark á sig. Hef­ur Breiðablik ein­fald­lega verið miklu meira sann­fær­andi í sín­um leikj­um. 

Sonný Lára Þráinsdóttir hafði nóg að gera í markinu.
Sonný Lára Þrá­ins­dótt­ir hafði nóg að gera í mark­inu. Ljós­mynd/​Sig­fús Gunn­ar

Svein­dís Jane Jóns­dótt­ir var einn allra besti leikmaður síðasta sum­ars, þótt hún hafi fallið með Kefla­vík. Hún sýndi það í kvöld að hún á heima í besta liði lands­ins og hún á skilið að spila leik sem þenn­an. Svein­dís er enn þá bara 19 ára og hef­ur skorað sex mörk í fimm leikj­um í deild­inni til þessa. Það er al­veg ljóst að hún er framtíðar landsliðsmaður og ætti hún að spila sinn fyrsta A-lands­leik fljót­lega. 

Þá má ekki gleyma þætti Öglu Maríu Al­berts­dótt­ur. Svein­dís Jane fær kannski fyr­ir­sagn­irn­ar en Agla lagði upp þrjú mörk og lagði mikið á sig. Þá spilaði Sonný Lára Þrá­ins­dótt­ir virki­lega vel í mark­inu og varði um 15 skot, sem þykir gott í hand­bolta. Breiðablik er farið að minna und­ir­ritaðan á kvennalið Fram í hand­bolta, en Fram var lang­besta liðið í vet­ur, eft­ir að Val­ur tók af þeim alla titl­ana á síðasta tíma­bili. Fram­ar­ar voru virki­lega hungraðir í all­an vet­ur og Breiðablik verður það líka. Það er erfitt að sjá hvaða lið ætl­ar sér að skora á móti Breiðabliki og hvað þá vinna. 

Of mikið um ein­stak­lings­fram­tök

Valskon­ur voru langt frá sínu besta, enda ekki van­ar að tapa 0:4. Breiðablik komst hvað eft­ir annað bak við varn­ar­línu Vals­ara og átti ekki í mikl­um erfiðleik­um með að skapa færi. Valskon­ur sköpuðu sér ein­hver færi, en flest­ar til­raun­irn­ar voru lang­skot sem Sonný Lára varði ör­ugg­lega. Þegar fór að blása á móti hætti Val­ur að spila sinn leik og leik­menn reyndu að gera hlut­ina upp á spýt­ur, sem er aldrei góðs viti. 

Elín Metta Jensen spilar oftast betur.
Elín Metta Jen­sen spil­ar oft­ast bet­ur. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Valskon­ur eru ekki að ná að ógna nægi­lega mikið og vinstri kantstaðan er orðin vesen eft­ir að í ljós kom að Fann­dís Friðriks­dótt­ir verður ekki meira með. Hlín Ei­ríks­dótt­ir og Elín Metta Jen­sen eru gríðarlega sterk­ar, en þær þurfa meiri hjálp frá leik­mönn­un­um í kring­um sig. Elín hef­ur oft verið betri, en besti kafli henn­ar í leikn­um var þegar hún dró sig mikið út á hægri kant­inn. Gerði hún lítið í fram­lín­unni og skapaði sér lítið. 

Skák og mát

Mikið var um taktísk­ar breyt­ing­ar hjá liðunum á meðan á leik stóð og hvað eft­ir annað skiptu leik­menn um stöður og úr varð ákveðin skák hjá þjálf­ur­um liðanna. Í þetta skiptið mátaði þjálf­arat­eymi Breiðabliks and­stæðing­inn illa. Stór­sig­ur og virðist fátt geta komið í veg fyr­ir að Breiðablik standi uppi sem sig­ur­veg­ari í þessu Íslands­móti, þrátt fyr­ir að nóg sé eft­ir. 

Breiðablik 4:0 Val­ur opna loka
skorar Sveindís Jane Jónsdóttir (46. mín.)
skorar Sveindís Jane Jónsdóttir (47. mín.)
skorar Sveindís Jane Jónsdóttir (77. mín.)
skorar Berglind Björg Þorvaldsdóttir (87. mín.)
Mörk
fær gult spjald Sveindís Jane Jónsdóttir (22. mín.)
fær gult spjald Hildur Þóra Hákonardóttir (61. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (67. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Breiðablik fór á kostum í seinni hálfleik!
90
Það verða að minnsta kosti tvær mínútur í uppbótartíma. Dómarinn ætlar ekki að láta Valskonur þjást of lengi.
90 Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik) kemur inn á
90 Andrea Rán Hauksdóttir (Breiðablik) fer af velli
89 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik) á skot framhjá
Sleppur upp hægri kantinn og kemur sér í gott færi en skotið er framhjá. Óheppin þarna.
87 MARK! Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik) skorar
4:0 - Agla með þriðju stoðsendinguna! Sendir inn fyrir á Berglindi sem skorar af öryggi framhjá Söndru. Sýning hjá Breiðabliki!
86 Málfríður Erna Sigurðardóttir (Valur) kemur inn á
86 Hallbera Guðný Gísladóttir (Valur) fer af velli
Lá eftir meidd rétt áðan.
86 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Breiðablik) á skot framhjá
Lætur vaða af 25 metra færi, nokkuð langt yfir.
82 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik) kemur inn á
82 Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðablik) fer af velli
Hennar besti dagur! Fær heiðursskiptingu.
82 Bergdís Fanney Einarsdóttir (Valur) kemur inn á
82 Diljá Ýr Zomers (Valur) fer af velli
Alls ekki hennar besti dagur.
81 Elín Metta Jensen (Valur) á skot framhjá
Af 20 metra færi eða svo, rétt framhjá.
80 Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðablik) á skot sem er varið
Fer framhjá Lillý Rut og lætur vaða, Sandra ver. Sveindís er ekki södd!
77 MARK! Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðablik) skorar
3:0 - Þetta er stór yfirlýsing hjá Breiðabliki! Heimakonur eru að valta yfir Val í toppslagnum. Agla María með sendinguna á Sveindísi sem klárar af stakri snilld framhjá Söndru. Þrenna!
74 Hlín Eiríksdóttir (Valur) á skot sem er varið
Af 20 metra færi eða svo, enn og aftur í fangið á Sonný. Hún er búin að verja meira en handboltamarkverðir gera oft.
72 Breiðablik fær hornspyrnu
Sandra grípur boltann.
71 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik) á skot sem er varið
Boltinn datt fyrir hana í teignum en skotið er ekki nógu gott og Sandra slær boltann aftur fyrir.
69 Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðablik) á skot framhjá
Reynir við þrennuna. Fær boltann á hægri kantinum, sækir inn og leggur boltann með vinstri rétt framhjá.
68 Elín Metta Jensen (Valur) á skot sem er varið
Endurtekið efni; Elín Metta nú með skotið en Sonný er rosalega vel staðsett og ver enn á ný.
67 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Valur) fær gult spjald
Of sein í Sveindísi.
67 Hlín Eiríksdóttir (Valur) á skot sem er varið
Fast skot en sem fyrr ver Sonný.
65 Arna Eiríksdóttir (Valur) kemur inn á
65 Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur) fer af velli
65 Ída Marín Hermannsdóttir (Valur) kemur inn á
65 Dóra María Lárusdóttir (Valur) fer af velli
63 Guðný Árnadóttir (Valur) á skot sem er varið
Af 20 metra færi eða svo eftir hornið, beint í fangið á Sonný.
63 Valur fær hornspyrnu
62 Hlín Eiríksdóttir (Valur) á skot sem er varið
Leikur á varnarmann og neglir að marki, Sonný ver enn og aftur. Þetta hlýtur að enda með marki hjá Val.
61 Hildur Þóra Hákonardóttir (Breiðablik) fær gult spjald
Togar í Diljá, klárt spjald.
59 Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur) á skot sem er varið
Valskonur vinna boltann á miðjunni og Ásdís kemst í fínt færi en skotið er framhjá. Valskonur miklu betri síðustu tíu mínútur.
59 Lillý Rut Hlynsdóttir (Valur) á skalla sem er varinn
Eftir hornið - Sonný gerir vel í að verja.
59 Valur fær hornspyrnu
58 Guðný Árnadóttir (Valur) á skot sem er varið
Fast skot eftir hornið en Sonný gerir mjög vel í að verja þetta. Valskonur ætla sér að minnka muninn sem fyrst.
57 Valur fær hornspyrnu
Kraftur í Val eftir mörkin tvö. Skiljanlega eru Blikar aðeins rólegri.
55 Diljá Ýr Zomers (Valur) á skot sem er varið
Fær boltann á vinstri kantinum, sækir að marki og lætur vaða, boltinn beint í fangið á Sonný.
55
Berglind Björg er við það að sleppa í gegn en Hlín bjargar á síðustu stundu. Þarna vann Hlín vel til baka og gerði þetta afar vel.
54 Valur fær hornspyrnu
Sonný Lára missir boltann klaufalega aftur fyrir. Heppin að missa hann ekki í eigið mark þarna.
53 Diljá Ýr Zomers (Valur) á skalla sem er varinn
Aftur eftir sendingu frá Málfríði, aftur beint á Sonný.
52 Diljá Ýr Zomers (Valur) á skalla sem er varinn
Málfríður með fyrirgjöf á Diljá sem skallar mest upp í loftið og þetta er auðvelt fyrir Sonný.
49 Hlín Eiríksdóttir (Valur) á skalla sem fer framhjá
Færið er erfitt og hún skallar framhjá. Valskonur eru slegnar eftir þessi tvö mörk.
47 MARK! Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðablik) skorar
2:0 - Jahérna hér! Sveindís sleppur í gegn eftir sendingu frá Berglindi og skorar aftur. Ótrúleg byrjun á þessum seinni hálfleik og Breiðablik er komið í afar góða stöðu. Það voru örfáar sekúndur á milli markanna hjá Sveindísi.
46 MARK! Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðablik) skorar
1:0 - Þetta tók 36 sekúndur í seinni hálfleik! Agla María brunar upp vinstri kantinn og á svo stórhættulega fyrirgjöf og boltinn fer framhjá öllum nema Sveindísi sem skorar af öryggi á fjærstönginni. Huggulegt!
46 Seinni hálfleikur hafinn
Breiðablik byrjar með boltann í seinni hálfleik.
45 Hálfleikur
Bæði lið búin að fá fín færi, sérstaklega fyrstu 25 mínúturnar eða svo. Það eru mikil gæði í þessum leik, enda virkilega góð lið að mætast. Þetta verður mjög áhugavert í seinni hálfleik.
45 Breiðablik fær hornspyrnu
Berglind Björg við það að sleppa í gegn en Guðný verst mjög vel og bjargar í horn.
45 Heiðdís Lillýjardóttir (Breiðablik) á skot framhjá
Miðvörðurinn með miðvarðarskot. Fékk boltann eftir hornið og setti hann langt framhjá utan teigs.
45 Breiðablik fær hornspyrnu
5:4 í hornum. 0:0 í mörkum.
40 Lillý Rut Hlynsdóttir (Valur) á skot sem er varið
Í góðu færi í teignum eftir hornið en skotið er ekki sérstakt. Sonný er vel staðsett og ver þetta örugglega.
40 Valur fær hornspyrnu
37
Hafrún Rakel liggur eftir. Hún varð fyrir hnjaski í tæklingu. Tæklingin var hörð, en fullkomlega lögleg.
36 Valur fær hornspyrnu
Hildur Þóra gerir rosalega vel! Elín Metta er að sleppa í gegn og á leiðinni í dauðafæri þegar Hildur Þóra kemur á fleygiferð og tæklingin er fullkomin. Ef þessi tækling hefði klikkað hefði Hildur fengið rautt spjald.
35 Breiðablik fær hornspyrnu
Sveindís Jane fer upp hægri kantinn og vinnur horn.
33 Valur fær hornspyrnu
Hlín gerir vel, leikur á Hafrúnu og á svo sendinguna fyrir á Diljá sem skýtur í varnarmann og aftur fyrir.
31 Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðablik) á skot framhjá
Leikur á Málfríði og er í fínu færi, en framhjá. Frekar þröngt.
28 Breiðablik fær hornspyrnu
Agla með skot í varnarmann og aftur fyrir.
25 Hlín Eiríksdóttir (Valur) á skalla sem er varinn
Hallbera með góða fyrirgjöf en Hlín skallar í lærið á sér og þaðan fer boltinn í fangið á Sonný. Mikið fjör í þessum leik enda tvö bestu lið landsins að etja kappi.
24 Agla María Albertsdóttir (Breiðablik) á skot sem er varið
Fer illa með Hallberu og lætur svo vaða, en boltinn í fangið á Söndru sem er vel staðsett. Sandra hefur haft nóg að gera og gert það allt saman mjög vel.
23 Diljá Ýr Zomers (Valur) á skalla sem er varinn
Alveg ein í teignum á fjærstöng en hún hittir boltann illa. Diljá er tvisvar búin að fara illa með góð tækifæri í teignum hjá Breiðabliki.
22 Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðablik) fær gult spjald
Var of nálægt þegar Valskonur tóku innkast. Rosalega sérstakur dómur þar sem Sveindís snéri baki í þetta allt saman og vissi ekki neitt.
21
Nú eru Sveindís Jane og Agla María búnar að skipta um kant hjá Breiðabliki. Mikil skák hjá þjálfurum liðanna.
20 Valur fær hornspyrnu
Elín gerir vel upp hægri kantinn og nær í horn. Hún hefur dregið sig til hægri síðustu mínútur og verið áberandi.
17
Færi! Elín Metta með fyrirgjöf og Diljá hristir af sér varnarmann og er ein gegn Sonný, en hún missir boltann of langt frá sér og markvörðurinn nær til hans. Þetta var virkilega gott færi sem Diljá fór illa með.
16 Hlín Eiríksdóttir (Valur) á skalla sem fer framhjá
Dóra María með hornið og Hlín skallar yfir úr fínasta færi. Fyrsta tilraun Valskvenna.
15 Valur fær hornspyrnu
Diljá gerir vel í að ná í fyrstu hornspyrnu Vals.
15
Guðný með langa sendingu út úr vörn Vals og Elín Metta vinnur kapphlaupið var varnarmenn Breiðabliks en flaggið fer á loft. Í fyrsta skipti sem Valskonur koma boltanum inn í teiginn hjá Breiðabliki.
12 Breiðablik fær hornspyrnu
Agla með sendingu í Málfríði Önnu og aftur fyrir. - Blikar taka hornið stutt og sóknin rennur að lokum út í sandinn.
12 Agla María Albertsdóttir (Breiðablik) á skot sem er varið
Málfríður Anna missir boltann klaufalega og Agla fer upp vinstri kantinn og lætur vaða en boltinn beint í fangið á Söndru. Þriðja markvarslan hjá Söndru á fyrstu tólf mínútunum.
8
Diljá Ýr Zomers byrjaði á vinstri kantinum og Hlín Eiríks á hægri hjá Val, en þær eru búnar að skipta. Mun meiri kraftur í Breiðabliki fyrstu mínúturnar.
5 Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðablik) á skot sem er varið
Fær boltann á hægri kantinum og fer inn á völlinn og lætur vaða, góð tilraun en Sandra ver vel. Mikill kraftur í Blikum í upphafi og Sandra hefur í tvígang varið mjög vel.
2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik) á skot sem er varið
Virkilega gott færi! Hafrún Rakel með stórkostlega stungusendingu inn fyrir á Berglindi sem er ein gegn Söndru en markvörðurinn gerir gríðarlega vel og bjargar. Það hefði verið rosalega sterkt fyrir Blika að skora svona snemma.
1 Leikur hafinn
Valskonur byrja með boltann og sækja í átt að Fífunni.
0
Fanndís Friðriksdóttir er ekki með Val og verður ekkert meira með liðinu í sumar þar sem hún er með barni. Við óskum Fanndísi innilega til hamingju.
0
Leikmenn ganga nú til búningsklefa og ræða við þjálfarana í síðasta sinn fyrir leikinn. Þetta er að fara að bresta á. Það er virkilega fínt veður í Kópavogi og góðar aðstæður til að spila góðan fótbolta.
0
Bæði lið gera eina breytingu frá síðasta deildarleik. Elísa Viðarsdóttir er í banni hjá Val og Málfríður Anna Eiríksdóttir kemur inn í hennar stað. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir kemur inn í lið Breiðabliks í staðinn fyrir Rek Hönnudóttur sem fer á bekkinn.
0
Breiðablik gerði góða ferð til Vestmannaeyja í síðustu umferð og vann 4:0-sigur á ÍBV.
0
Valur gerði jafntefli við Fylki í síðustu umferð. Elísa Viðarsdóttir fékk rautt spjald strax í upphafi leiks og Fylkir skoraði fyrsta markið. Valskonur gerðu hinsvegar vel í að jafna leikinn og tryggja sér stig eftir að Elín Metta jafnaði.
0
Það vantar ekki hæfileika sóknarmenn í þessi lið. Elín Metta Jensen er með átta mörk í sex leikjum og Berglind Björg Þorvaldsdóttir með sex mörk í fjórum leikjum.
0
Liðin gerðu jafntefli í báðum innbyrðisviðureignum síðasta sumar. Fyrri leikurinn á Hlíðarenda endaði með 2:2-jafntefli og seinni leikurinn á Kópavogsvelli 1:1. Valur komst í 2:0 í fyrri leiknum og 1:0 í seinni leiknum.
0
Valur hefur leikið tveimur leikjum meira en Breiðablik í sumar og er í toppsætinu með 16 stig. Breiðablik er í öðru sæti með tólf stig eftir fjóra leiki, fullt hús stiga. Hefur Breiðablik skorað 15 mörk og ekki fengið eitt einasta á sig.
0
Er um algjöran stórleik að ræða, en bæði lið fóru taplaus í gegnum síðasta tímabil. Varð Valur að lokum meistari eftir mikla baráttu liðanna.
0
Gott kvöld og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og Vals í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta.
Sjá meira
Sjá allt

Breiðablik: (4-3-3) Mark: Sonný Lára Þráinsdóttir. Vörn: Hildur Þóra Hákonardóttir, Kristín Dís Árnadóttir, Heiðdís Lillýjardóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir. Miðja: Andrea Rán Hauksdóttir (Bergþóra Sól Ásmundsdóttir 90), Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir. Sókn: Sveindís Jane Jónsdóttir (Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir 82), Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Agla María Albertsdóttir.
Varamenn: Íris Dögg Gunnarsdóttir (M), Bergþóra Sól Ásmundsdóttir, Guðrún Gyða Haralz, Esther Rós Arnarsdóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Vigdís Edda Friðriksdóttir.

Valur: (4-3-3) Mark: Sandra Sigurðardóttir. Vörn: Málfríður Anna Eiríksdóttir, Guðný Árnadóttir, Lillý Rut Hlynsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir (Málfríður Erna Sigurðardóttir 86). Miðja: Ásdís Karen Halldórsdóttir (Arna Eiríksdóttir 65), Dóra María Lárusdóttir (Ída Marín Hermannsdóttir 65), Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Sókn: Hlín Eiríksdóttir, Elín Metta Jensen, Diljá Ýr Zomers (Bergdís Fanney Einarsdóttir 82).
Varamenn: Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (M), Aldís Guðlaugsdóttir (M), Arna Eiríksdóttir, Ída Marín Hermannsdóttir, Bergdís Fanney Einarsdóttir, Katla Tryggvadóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir.

Skot: Breiðablik 15 (10) - Valur 17 (14)
Horn: Valur 9 - Breiðablik 6.

Lýsandi: Jóhann Ingi Hafþórsson
Völlur: Kópavogsvöllur
Áhorfendafjöldi: 683

Leikur hefst
21. júlí 2020 19:15

Aðstæður:
Léttskýjað, hlýtt og kjöraðstæður til að spila fótbolta.

Dómari: Elías Ingi Árnason
Aðstoðardómarar: Egill Guðvarður Guðlaugsson og Bergur Daði Ágústsson

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert