Baráttusigur HK-inga á Blikum

Ívar Örn Jónsson skallar frá marki HK í leiknum í …
Ívar Örn Jónsson skallar frá marki HK í leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

HK vann óvænt­an sig­ur á Breiðabliki, 1:0, í upp­gjöri Kópa­vogsliðanna í úr­vals­deild karla í knatt­spyrnu, Pepsi Max-deild­inni, í Kórn­um í kvöld.

Birn­ir Snær Inga­son skoraði sig­ur­mark HK sem vann í fyrsta sinn í fimm leikj­um og en nú komið með 8 stig í ní­unda sæti deild­ar­inn­ar.

Blik­um hef­ur hins­veg­ar ekki tek­ist að vinna í fimm leikj­um í röð eft­ir góða byrj­un á mót­inu og síga niður töfl­una með 11 stig.

Breiðablik sótti mun meira frá byrj­un leiks en gekk illa að skapa sér mark­tæki­færi gegn sterk­um varn­ar­leik HK.

Það var HK sem fékk fyrsta færið á 7. mín­útu þegar Val­geir Val­geirs­son átti skalla af stuttu færi eft­ir fyr­ir­gjöf Ívars Arn­ar Jóns­son­ar en Ant­on Ari Ein­ars­son varði vel.

HK komst yfir á 21. mín­útu þegar Ant­on Ari gerði stór mis­tök. Hann átti mis­heppnaða send­ingu frá marki, beint á Birni Snæ Inga­son sem tók við bolt­an­um rétt utan víta­teigs, lék á Damir Mum­in­ovic og sendi bolt­ann með föstu skoti í vinstra hornið, 1:0.

Blikar sótti af krafti eft­ir þetta og fengu hverja horn­spyrn­una á fæt­ur öðru. Þeir fengu þó aðeins eitt færi up­p­úr því, Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son átti hörku­skot hægra meg­in úr víta­teign­um sem Sig­urður Hrann­ar Björns­son í marki HK varði.

HK náði að kom­ast fram­ar á völl­inn á lokakafla fyrri hálfleiks, Arnþór Ari Atla­son var hárs­breidd frá því að kom­ast í bolt­ann í dauðafæri og Ívar Örn Jóns­son átti skot úr auka­spyrnu sem Ant­on Ari varði ör­ugg­lega. Staðan var 1:0 í hálfleik.

Blikar komust í færi strax á fyrstu mín­útu síðari hálfleiks, Al­ex­and­er Helgi Sig­urðar­son átti fast skot hægra meg­in úr víta­teig HK en Sig­urður Hrann­ar varði ör­ugg­lega.

Thom­as Mikk­el­sen var síðan hárs­breidd frá því að jafna á 64. mín­útu þegar hann renndi sér í bolt­ann í markteign­um eft­ir send­ingu Gísla Eyj­ólfs­son­ar en hann fór fram­hjá stöng­inni hægra meg­in.

Blikar sóttu linnu­lítið eft­ir því sem leið á seinni hálfleik­inn. Kwame Quee skallaði fram­hjá marki HK eft­ir auka­spyrnu á 83. mín­útu.

HK fékk óvænt færi á 88. mín­útu eft­ir fyr­ir­gjöf frá hægri, Atli Arn­ar­son stýrði bolt­an­um á markið af stuttu færi en beint á Ant­on í mark­inu.

Blikar pressuðu lát­laust í fimm mín­útna upp­bót­ar­tíma þar sem Krist­inn Stein­dórs­son fékk gott færi en skaut í varn­ar­mann og horn. Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son átti síðan mjög gott færi en skaut yfir markið. HK hélt út og fagnaði bar­átt­u­sigri þegar flautað var til leiks­loka.

HK 1:0 Breiðablik opna loka
skorar Birnir Snær Ingason (21. mín.)
Mörk
fær gult spjald Guðmundur Þór Júlíusson (8. mín.)
fær gult spjald Jón Arnar Barðdal (34. mín.)
fær gult spjald Ívar Örn Jónsson (54. mín.)
fær gult spjald Sigurður Hrannar Björnsson (68. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Thomas Mikkelsen (42. mín.)
fær gult spjald Damir Muminovic (55. mín.)
fær gult spjald Gísli Eyjólfsson (76. mín.)
fær gult spjald Alexander Helgi Sigurðarson (86. mín.)
mín.
90 Leik lokið
HK sigrar Breiðablik 1:0
90 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) á skot framhjá
Sneri sér í teignum og skaut yfir mark HK úr góðu færi!
90
Stanslaus pressa!
90 Breiðablik fær hornspyrnu
90 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Í HK-ing og rétt framhjá markinu!
90 Breiðablik fær hornspyrnu
90
Blikar sækja án afláts og HK-ingar verjast með kjafti og klóm
90
5 mínútum bætt við
89 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot framhjá
Misheppnað skot af 20 m færi, hátt yfir markið
87 Atli Arnarson (HK) á skot sem er varið
Viðstöðulaust frá markteig en beint á Anton í markinu.
87 Ásgeir Marteinsson (HK) kemur inn á
87 Valgeir Valgeirsson (HK) fer af velli
86 Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) fær gult spjald
Braut á Ólafi Erni Eyjólfssyni sem var á leið í hraða sókn HK
83 Kwame Quee (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
Eftir aukaspyrnu Olivers frá hægri, skallar af markteig en framhjá vinstra megin.
80 Ólafur Örn Eyjólfsson (HK) kemur inn á
80 Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK) fer af velli
79 Breiðablik fær hornspyrnu
Ásgeir Börkur kemst fyrir fyrirgjöfina og sest svo á völlinn. Nú er hann á leið útaf.
77 Kwame Quee (Breiðablik) kemur inn á
Sóknarsinnuð skipting
77 Damir Muminovic (Breiðablik) fer af velli
76 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) fær gult spjald
Fyrir að keyra Valgeir Valgeirsson niður út við hliðarlínu
75 Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Aukaspyrna Blika tæpa 30 metra frá markinu. Fast skot og Sigurður kastar sér og slær boltann út á kant.
73 Brynjólfur Willumsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Fyrir utan vítateig, í varnarmann sem tekur kraftinn úr skotinu og Sigurður grípur örugglega í marki HK.
68 Sigurður Hrannar Björnsson (HK) fær gult spjald
Fyrir tafir. Hljóp langt út úr markinu til að fagna Ívari fyrir tæklinguna!
67
Ívar Örn Jónsson stöðvar Höskuld sem var að komast í dauðafæri við vítateiginn og krækir í markspyrnu.
64 Thomas Mikkelsen (Breiðablik) á skot framhjá
Stýrir boltanum að markinu úr dauðafæri í markteignum en framhjá stönginni hægra megin!
62 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) kemur inn á
62 Davíð Ingvarsson (Breiðablik) fer af velli
61 Ívar Örn Jónsson (HK) á skot sem er varið
Fast skot úr aukaspyrnunni, Anton ver, heldur ekki boltanum en gómar hann síðan.
60
Jón Arnar Barðdal er felldur rétt utan vítateigs Blika, til hægri. Aukaspyrna á hættulegum stað.
60
Ásgeir Börkur er kominn aftur inná hjá HK.
59 Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) á skot framhjá
Reyndi skot af 20 m færi en vel framhjá markinu.
58
Valgeir Valgeirsson brýst alla leið inná markteig Blika. Dettur þar, vill vítaspyrnu en Egill dómari er ekki á sama máli.
56
Ásgeir Börkur sest á völlinn eftir að hafa komist fyrir langa sendingu Blika fram völlinn. Þarf aðhlynningu. Líklega á leið af velli. Það yrði áfall fyrir HK en Ásgeir hefur verið gríðarlega drjúgur í varnarleik liðsins.
55 Damir Muminovic (Breiðablik) fær gult spjald
Skellti Birni Snæ út við hliðarlínu, eftir að kantmaðurinn hafði klobbað hann
54 Brynjólfur Willumsson (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
Eftir aukaspyrnu frá hornfánanum hægra megin en nær ekki að stýra boltanum á markið.
54 Ívar Örn Jónsson (HK) fær gult spjald
Fyrir brot á Brynjólfi upp við hornfánann
53
Löng og þung sókn Blika sem leita að glufum á vörn HK.
50
Hættuleg aukaspyrna Blika. Dæmd rangstaða á þá en Ásgeir Börkur og Sigurður Hrannar markvörður HK rekast saman þegar Ásgeir skallar boltann í burtu. Smá hlé á leiknum.
46 Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) á skot sem er varið
Hörkuskot hægra megin úr vítateignum en Sigurður ver vel.
46 Seinni hálfleikur hafinn
HK byrjar með boltann í seinni hálfleik.
45 Hálfleikur
HK fer inn í leikhléið með 1:0 forystu eftir harða baráttu gegn Blikunum sem hafa sótt miklu meira en ekki skapað sér mikið af færum. Birnir Snær Ingason með eina mark leiksins til þessas.
45
Einni mínútu bætt við
42 Thomas Mikkelsen (Breiðablik) fær gult spjald
Setti fótinn fyrir þegar Sigurður markvörður HK spyrnti frá marki.
41 Ívar Örn Jónsson (HK) á skot sem er varið
HK fær aukaspyrnu 25-30 metra frá marki Blika eftir brot á Jóni Arnari Barðdal. Fast skot Ívars en Anton ver örugglega í hægra horninu niðri.
39
Arnþór Ari Atlason í dauðafæri í markteig Blika eftir hornspyrnu Ívars en nær ekki að koma boltanum á markið. Kom aðeins of aftarlega til að Arnþór næði í boltann.
38 HK fær hornspyrnu
Nú hefur HK náð að létta á pressunni og byggja aðeins upp. Valgeir krækir í hornspyrnu.
35 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Hörkuskot hægra megin úr teignum á nærstöngina en Sigurður ver og boltinn fer síðan afturfyrir í markspyrnu.
34 Jón Arnar Barðdal (HK) fær gult spjald
Fyrir að keyra harkalega í Róbert Orra Þorkelsson sem liggur eftir
33 Breiðablik fær hornspyrnu
Enn eitt hornið! HK-ingar ná að hreinsa langt fram og létta á pressunni
32 Breiðablik fær hornspyrnu
Enn eitt hornið eftir stórsókn Blika. Nú spyrnir Höskuldur frá hægri.
31 Breiðablik fær hornspyrnu
Föst fyrirgjöf Höskuldar í gegnum vítateiginn hjá HK - horn hinum megin
29 Breiðablik fær hornspyrnu
Ívar kemst fyrir skot eða fyrirgjöf Höskuldar frá hægri og í horn. Ótrúlegt - þriðja horn Davíðs sem fer nákvæmlega eins og tvær þær fyrri - yfir alla og afturfyrir endamörk.
25 Breiðablik fær hornspyrnu
Eftir fyrirgjöf Höskulds frá hægri. Önnur nákvæmlega eins hornspyrna Davíðs fyrir Blika, hátt yfir alla í teignum og afturfyrir endamörkin hinum megin.
24
Blikar hafa sótt mun meira og reyna nú að gefa í eftir að hafa fengið á sig markið. HK-ingar verjast af krafti.
21 MARK! Birnir Snær Ingason (HK) skorar
1:0 - Anton Ari Einarsson í marki Blika gerir stór mistök. Slæm sending hans út frá markinu, beint á Birni sem stingur sér fallega framhjá Damir Muminovic og hamrar boltann í vinstra hornið!
19
Leifur Andri og Thomas Mikkelsen eigast við á vítateigslínu HK. Dæmt á Mikkelsen - þetta gat verið á hvorn sem var!
16 Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) á skot framhjá
Hröð sókn Blika endar með skoti hátt, mjög hátt yfir mark HK
15 Breiðablik fær hornspyrnu
Eftir gríðarlegan sóknarþunga Blika þar sem Kristinn og Höskuldur leituðu ákaft að skotfæri í vítateignum. Hornspyrnan er hinsvegar misheppnuð, fer yfir alla í teignum og HK á markspyrnu.
10
Góður sprettur Höskuldar Gunnlaugssonar af hægri kantinum og inní vítateig HK en sending hans ratar að lokum ekki á samherja
8 Guðmundur Þór Júlíusson (HK) fær gult spjald
Stöðvaði hraða sókn Blika með því að brjóta á Mikkelsen.
7 HK fær hornspyrnu
7 Valgeir Valgeirsson (HK) á skalla sem er varinn
Hörkuskalli af markteig eftir fyrirgjöf Ívars Arnar Jónssonar frá vinstri og Anton slær boltann yfir slána
4 Breiðablik fær hornspyrnu
Höskuldur reyndi að senda fyrir frá hægri, í Ívar Örn Jónsson og í horn. HK nær að koma boltanum í burtu eftir hornið.
3
Hættuleg sending Höskuldar frá hægri endamörkum inní markteiginn þar sem Sigurður Hrannar gómar boltann í annarri tilraun.
3 Ívar Örn Jónsson (HK) á skot framhjá
Ívar skaut beint úr aukaspyrnunni en framhjá markinu vinstra megin.
2
HK fær aukaspyrnu um 30 metra frá marki Blika, fyrir miðju.
1 Leikur hafinn
Egill Arnar Sigurþórsson flautar til leiks, Blikar byrja með boltann.
0
Liðin ganga inn á völlinn, þetta fer að byrja. Stúkan er smám saman að þéttast enda alltaf mikill áhugi fyrir Kópavogsslagnum.
0
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá tapinu gegn Val. Alexander Helgi Sigurðarson, Róbert Orri Þorkelsson og Davíð Ingvarsson koma inn í liðið en á bekkinn setjast þeir Elfar Freyr Helgason, Andri Rafn Yeoman og Kwame Quee.
0
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum við Stjörnuna. Jón Arnar Barðdal er fremsti maður í stað Bjarna Gunnarssonar sem er meiddur og Ívar Örn Jónsson kemur fyrir Hörð Árnason í stöðu vinstri bakvarðar.
0
HK fékk fjögur stig gegn grönnum sínum í deildinni í fyrra. Liðin gerðu jafntefli í Kórnum, 2:2, þar sem Blikar náðu stigi með tveimur mörkum á lokamínútunum. Ásgeir Marteinsson og Björn Berg Bryde skoruðu fyrir HK en Thomas Mikkelsen og Viktor Örn Margeirsson fyrir Breiðablik. Seinni leikinn á Kópavogsvelli vann HK 2:1 þar sem Atli Arnarson skoraði bæði mörk HK en Þórir Guðjónsson minnkaði muninn fyrir Breiðablik.
0
HK er í tíunda sæti með fimm stig og Breiðablik í fjórða sæti með ellefu stig. HK hefur ekki unnið í fimm leikjum í röð, frá 3:0 sigrinum gegn KR í 2. umferð, og Blikar hafa ekki unnið í fjórum síðustu leikjunum eftir þrjá sigra í byrjun móts.
0
Gott kvöld og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá Kópavogsslag HK og Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla í fótbolta.
Sjá meira
Sjá allt

HK: (4-3-3) Mark: Sigurður Hrannar Björnsson. Vörn: Birkir Valur Jónsson, Guðmundur Þór Júlíusson, Leifur Andri Leifsson, Ívar Örn Jónsson. Miðja: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Ólafur Örn Eyjólfsson 80), Arnþór Ari Atlason, Atli Arnarson. Sókn: Valgeir Valgeirsson (Ásgeir Marteinsson 87), Jón Arnar Barðdal, Birnir Snær Ingason.
Varamenn: Hjörvar Daði Arnarsson (M), Ásgeir Marteinsson, Ólafur Örn Eyjólfsson, Hörður Árnason, Ari Sigurpálsson, Þorsteinn Örn Bernharðsson, Stefan Ljubicic.

Breiðablik: (3-5-2) Mark: Anton Ari Einarsson. Vörn: Damir Muminovic (Kwame Quee 77), Viktor Örn Margeirsson, Róbert Orri Þorkelsson. Miðja: Höskuldur Gunnlaugsson, Alexander Helgi Sigurðarson, Kristinn Steindórsson, Oliver Sigurjónsson, Davíð Ingvarsson (Gísli Eyjólfsson 62). Sókn: Brynjólfur Willumsson, Thomas Mikkelsen.
Varamenn: Gunnleifur Gunnleifsson (M), Elfar Freyr Helgason, Gísli Eyjólfsson, Hlynur Freyr Karlsson, Andri Rafn Yeoman, Benedikt V. Warén, Kwame Quee.

Skot: Breiðablik 12 (5) - HK 6 (5)
Horn: HK 2 - Breiðablik 10.

Lýsandi: Víðir Sigurðsson
Völlur: Kórinn

Leikur hefst
23. júlí 2020 20:15

Aðstæður:
Gervigras innanhúss, 15 stiga hiti

Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Aðstoðardómarar: Egill Guðvarður Guðlaugsson og Ragnar Þór Bender

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert