Gæti verið á Íslandi til æviloka

Fred Saraiva í leik Fram og Aftureldingar fyrr á leiktíðinni.
Fred Saraiva í leik Fram og Aftureldingar fyrr á leiktíðinni. mbl.is/Arnþór Birkisson

Bras­il­íumaður­inn Frederico Bello Sarai­va er á sínu þriðja tíma­bili á Íslandi en fram­herj­inn hef­ur leikið list­ir sín­ar með fyrstu­deild­arliði Fram í Safa­mýr­inni frá 2018. Sarai­va, eða Fred eins og hann er gjarn­an kallaður, er upp­runa­lega frá Suður-Bras­il­íu þar sem knatt­spyrnu­fer­il­inn hófst í aka­demíu stórliðsins Grem­io.

Aka­demí­an hjá Grem­io hef­ur alið af sér knatt­spyrn­u­séní á borð við Ronald­in­ho og Emer­son, sem báðir gerðu garðinn fræg­an í Evr­ópu, spiluðu helst með stórliðum á Spáni og Ítal­íu. Þar varð líka til fyrsti Bras­il­íumaður­inn sem átti eft­ir að eiga heim­kynni sín í Safa­mýri.

„Ég fór að heim­an 14 ára til að elta draum­inn um að verða at­vinnumaður. Ég byrjaði í ung­linga­aka­demíu Grem­io en náði aldrei að spila fyr­ir aðalliðið. Ég færð mig svo um set og spilaði í fjórðu deild­inni í Bras­il­íu,“ sagði Fred í sam­tali við blaðamann mbl.is. „Draum­ur­inn var alltaf að spila í Evr­ópu, þegar tæki­færið bauðst hugsaði ég mig ekki um tvisvar, enda hafði ég aldrei farið út fyr­ir Bras­il­íu til að spila.“

Ekki kynnst öðru eins og hvassviðri í Grinda­vík

Jafn­vel þótt Íslands­för­in hafi kostað rifr­ildi við fjöl­skyld­una hef­ur ferðin verið þess virði. „Ég þekkti landið en ekki fót­bolt­ann. Ég elska fjöll­in og ís­lensku nátt­úr­una, mig langaði til að koma og þurfti að ríf­ast við föður minn til að gera það! Ég sé ekki eft­ir því að hafa komið, ég elska að vera hérna.

Fred kom til Íslands í mars 2018 og lagði þá af stað frá Sao Pau­lo í heima­land­inu í 32 stiga hita og lenti í Kefla­vík í fjög­urra gráðu frosti. Síðan þá hef­ur hann spilað í alls kyns veðri, nú síðast fyr­ir stuttu í belj­andi roki í Grinda­vík. „Við sát­um inni í bún­ings­klefa eft­ir leik, horfðum hver á ann­an og hlóg­um. Það var ekki hægt að spila fót­bolta,“ rifjar hann upp en heima­menn í Grinda­vík skoruðu markið sitt, í 1:1-jafn­tefli, beint úr horn­spyrnu þar sem hvín­andi rokið greip bolt­ann og dró hann inn í markið.

Fred umkringdur Þórsurum í Safamýrinni.
Fred um­kringd­ur Þórsur­um í Safa­mýr­inni. mbl.is/Í​ris

Ég hafði aldrei kynnst öðru eins á æv­inni! En svona er þetta, það er líka oft enn snjór þegar við byrj­um að æfa á vor­in. Það er samt frá­bært að vera á Íslandi. Ég sakna fyrst og fremst fjöl­skyld­unn­ar minn­ar í Bras­il­íu en veðurs­ins svo sem aðeins líka!

Útrás í Safa­mýr­inni

Koma Freds til Íslands var hluti af æv­in­týra­legu út­spili Fram­ara sem vildu hrista eitt­hvað upp í hlut­un­um eft­ir mög­ur ár á fót­bolta­vell­in­um. Liðið féll úr úr­vals­deild 2014 og var svo ekki ná­lægt því að kom­ast aft­ur upp næstu ár. Snemma sum­ars 2017 var Ásmundi Arn­ars­syni sagt upp störf­um sem þjálf­ari og við tók Portúgal­inn Pedro Hipólito. Hon­um tókst ekki að snúa gengi liðsins sem átti enn eitt von­brigðasum­arið í fyrstu deild­inni. Fram­ar­ar luku keppni í 9. sæti með 27 stig.

Fyr­ir tíma­bilið 2018 átti hins veg­ar að blása til stór­sókn­ar. Í Safa­mýr­ina komu tveir Bras­il­íu­menn, Fred og Marcao, miðjumaður­inn Tiago Fern­and­es frá Portúgal og Mihajlo Jakimoski frá Makedón­íu. Skemmst er frá því að segja að sum­arið 2018 varð enn verra, Fram varð aft­ur í 9. sæti en nú með 24 stig og um tíma í bullandi fall­bar­áttu.

Pedro Hipólito, góðvinur Rui Faria.
Pedro Hipólito, góðvin­ur Rui Faria. mbl.is/​Val­g­arður Gísla­son

Fred, sem er eini er­lendi leikmaður­inn sem eft­ir er í Fram, ber Hipólito þó sög­una vel. „Hann er frá­bær þjálf­ari, elsk­ar fót­bolta, vildi alltaf meira og öskraði enda­laust á okk­ur á æf­ing­um.“ Arftaki Portú­gal­ans var göm­ul Fram-kempa, Jón Þórir Sveins­son, einn leikja­hæsti leikmaður í sögu fé­lags­ins, varð Íslands­meist­ari þris­var með Fram og bikar­meist­ari þríveg­is einnig á gull­ald­arár­un­um 1985 til 1990.

Þeir eru ólík­ir, viður­kenn­ir Fred. „Þeir eru ólík­ir en báðir góðir þjálf­ar­ar. Nonni er yf­ir­leitt ró­leg­ur og alltaf fynd­inn, þótt hann geti al­veg æst sig líka!“

Gengi liðsins er ólíkt líka. Það rík­ir óvenju­mik­il bjart­sýni í Fram nú til dags og mik­il stemn­ing hef­ur mynd­ast í kring­um liðið, sem er að mikli leyti byggt upp á ung­um upp­öld­um leik­mönn­um fé­lags­ins. Fred er nú eini er­lendi leikmaður­inn sem eft­ir er og er það varla grátið af stuðnings­mönn­um liðsins. Und­ir­ritaður held­ur að hann spili það sem Íslend­ing­ar kalla oft bras­il­ísk­an bíla­stæðafót­bolta. Ég veit reynd­ar ekki al­veg ná­kvæm­lega hvað það þýðir annað en að um ein­hvers kon­ar af­bök­un af suður­am­er­ísk­um leikstíl er að ræða, að ís­lensk­um hætti. Hvað sem því líður þá er Bras­il­íumaður­inn Fred skemmtikraft­ur, flink­ur með bolt­ann og bú­inn að skora fimm mörk í sjö leikj­um í sum­ar. Alls hef­ur hann skorað 23 mörk í 59 leikj­um fyr­ir Fram í deild og bik­ar.

Get verið hér það sem eft­ir er æv­inn­ar

Fred seg­ir fót­bolt­ann á Íslandi tölu­vert frá­brugðinn því sem hann ólst upp við. „Þetta er öðru­vísi; meiri harka, meiri hraði. Í Bras­il­íu snýst allt um að stjórna leikn­um og senda til hliðar. Ég er hrif­inn af ís­lensku leiðinni. Hér þarftu að vera til­bú­inn að berj­ast og hlaupa í 90 mín­út­ur,“ sagði Fred en hann tel­ur Framliðið núna vera það sterk­asta sem hann hef­ur leikið með.

Fram vann 6:1-sigur á Þór í síðasta deildarleik.
Fram vann 6:1-sig­ur á Þór í síðasta deild­ar­leik. mbl.is/Í​ris

„Þetta er okk­ar besta lið á þess­um þrem­ur árum sem ég hef verið hérna. Við miss­um nokkra leik­menn í vet­ur en fáum frá­bæra leik­menn inn, Al­bert, Þórir og Al­ex­and­er hafa all­ir komið með mik­il gæði inn í liðið.“

Fram­ar­ar eru í 4. sæti eft­ir átta um­ferðir með 17 stig, tveim­ur stig­um frá toppliði Leikn­is frá Reykja­vík. Fred von­ast til að vera áfram í Safa­mýr­inni á næstu leiktíð, en þá í úr­vals­deild­inni. Fred verður vænt­an­lega mik­il­væg­ur topp­bar­áttu­von­um liðsins. Hann hef­ur misst af ein­um leik í sum­ar og var það eina tapið, 4:1 gegn Leikn­ismönn­um. Þá var það Bras­il­íumaður­inn sjálf­ur sem hjálpaði Fram að slá út úr­vals­deild­arlið Fylk­is í Mjólk­ur­bik­arn­um í síðustu viku, tryggði liðinu fram­leng­ingu með jöfn­un­ar­marki sínu, 1:1, í upp­bót­ar­tíma og skoraði svo úr úr­slita­spyrn­unni í víta­spyrnu­keppni.

„Ég held að við get­um spilað í úr­vals­deild­inni. Við mæt­um þess­um liðum á und­ir­bún­ings­tíma­bil­inu og þetta eru erfiðir leik­ir, auðvitað, en við stönd­um í þess­um liðum. Ég vil vera áfram í Fram, mér líður vel þar og ég vil vera áfram á Íslandi. Ég gæti verið hérna það sem eft­ir er æv­inn­ar,“ sagði Fred í sam­tali við mbl.is.

mbl.is/Í​ris
mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert