Blikar upp í annað sætið

Ingvar Jónsson horfir vonsvikinn á eftir boltanum í netinu í …
Ingvar Jónsson horfir vonsvikinn á eftir boltanum í netinu í Fossvoginum í kvöld. mbl.is/Íris

Breiðablik sigraði Vík­ing, 4:2, í 10. um­ferð Pepsi Max-deild­ar karla í knatt­spyrnu í Vík­inni í kvöld. Blikar eru eft­ir leik­inn í öðru sæti deild­ar­inn­ar með 17 stig en Vík­ing­ar eru í sjö­unda sæti með 13 stig.

Fyrri hálfleik­ur var bráðfjör­ug­ur en Krist­inn Stein­dórs­son skoraði fyrsta mark leiks­ins á 17. mín­útu með fal­legu skoti. Vík­ing­ar tóku miðju í fram­hald­inu og Brynj­ólf­ur Darri Will­umsson stal bolt­an­um af varn­ar­manni þeirra og fiskaði víti. Hann skoraði sjálf­ur úr vít­inu og því breytt­ist staðan úr 0:0 í 2:0 fyr­ir Breiðablik á nokkr­um sek­únd­um.

Óttar Magnús Karls­son minnkaði mun­inn fyr­ir Vík­inga með góðu skoti á 34. mín­útu en það var svo Gísli Eyj­ólfs­son sem skoraði síðasta og lang­fal­leg­asta mark fyrri hálfleiks á 39. mín­útu. Hann fékk bolt­ann um 30 metra frá marki og þrumaði hon­um í slá og inn við sam­skeyt­in. Frá­bært mark og staðan 3:1 fyr­ir Breiðablik að lokn­um fyrri hálfleik. 

Fyr­irliði Vík­inga, Sölvi Geir Ottesen, minnkaði mun­inn í 2:3 þegar hann skoraði með góðum skalla eft­ir horn­spyrnu frá vinstri á 51. mín­útu. 

Brynj­ólf­ur inn­siglaði sig­ur Blika þegar hann skoraði úr víta­spyrnu sem hann fiskaði sjálf­ur á 90. mín­útu. Vík­ing­ur­inn Atli Bark­ar­son fékk rautt spjald fyr­ir brotið og luku Vík­ing­ar því leikn­um 10 á móti 11 Blik­um.

Frá­bær leik­ur Brynj­ólfs Darra

Eft­ir held­ur rýra upp­skeru lengi vel í júlí virðast Blikarn­ir vera að hrökkva í gang. Leik­menn liðsins voru bar­áttuglaðir og ákveðnir í kvöld ogl­étu það ekki á sig fá þó lyk­il­menn eins og Damir Mum­in­ovic og Thom­as Mikk­el­sen væru fjarri góðu gamni í kvöld.

Breiðablik er komið upp í annað sætið, fimm stig­um á eft­ir toppliði Vals. Haldi liðið áfram á þess­ari braut geta græn­ir í Kópa­vogi látið sig dreyma um titil­inn, hvenær svo sem mót­inu lýk­ur í ár.

Liðsheild­in hjá Blik­um var sterk en Gísli Eyj­ólfs­son og Brynj­ólf­ur Darri Will­umsson voru fremst­ir meðal jafn­ingja. Brynj­ólf­ur skoraði úr tveim­ur víta­spyrn­um og var gríðarlega dug­leg­ur í fremstu víg­línu. Reynd­ar vakti það at­hygli að hann virt­ist nán­ast aldrei fá neitt fyr­ir sinn snúð, sama hversu mikið var sparkað og togað í hann.

Gísli skoraði svo lík­lega mark árs­ins þegar hann negldi bolt­an­um í slá og inn af 30 metra færi. 

Vík­ing­ar sakna Hall­dórs Smára og Kára

Vík­ing­ar sakna greini­lega Hall­dórs Smára Sig­urðsson­ar og Kára Árna­son­ar úr vörn­inni en þeir eru báðir meidd­ir. Varn­ar­leik­ur liðsins var hálf óör­ugg­ur all­an tím­ann og sést það í því að liðið fékk á sig fjög­ur mörk.

Vík­ing­ar ætluðu sér stóra hluti í sum­ar en eru nú í sjö­unda sæti deild­ar­inn­ar og verða að gjöra svo vel að stoppa í lek­ann í vörn­inni ef þeir ætla að berj­ast á „rétt­um“ enda töfl­unn­ar í haust og vet­ur.

Vík­ing­ur R. 2:4 Breiðablik opna loka
skorar Óttar Magnús Karlsson (34. mín.)
skorar Sölvi Geir Ottesen (51. mín.)
Mörk
skorar Kristinn Steindórsson (17. mín.)
skorar úr víti Brynjólfur Willumsson (18. mín.)
skorar Gísli Eyjólfsson (39. mín.)
skorar úr víti Brynjólfur Willumsson (90. mín.)
fær gult spjald Ingvar Jónsson (20. mín.)
fær gult spjald Júlíus Magnússon (48. mín.)
fær rautt spjald Atli Barkarson (90. mín.)
fær gult spjald Nikolaj Hansen (90. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Alexander Helgi Sigurðarson (20. mín.)
fær gult spjald Kristinn Steindórsson (50. mín.)
fær gult spjald Elfar Freyr Helgason (82. mín.)
fær gult spjald Viktor Örn Margeirsson (90. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Blikar fagna góðum 4:2-sigri.
90 Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik) fær gult spjald
Sami hasar.
90 Nikolaj Hansen (Víkingur R.) fær gult spjald
Smá hasar og Hansen fær spjald.
90 Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) á skalla sem er varinn
90 MARK! Brynjólfur Willumsson (Breiðablik) skorar úr víti
2:4 - Öruggt, eins og vítið í fyrri hálfleik.
90 Atli Barkarson (Víkingur R.) fær rautt spjald
Fýkur af velli fyrir brotið.
90 Breiðablik fær víti
Brynjólfur Darri fellur í baráttu við varnarmann Víkings og eftir smá umhugsunarfrest dæmir Erlndur vítaspyrnu.
87 Adam Ægir Pálsson (Víkingur R.) kemur inn á
87 Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) fer af velli
87 Kwame Quee (Breiðablik) kemur inn á
87 Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) fer af velli
82 Elfar Freyr Helgason (Breiðablik) fær gult spjald
Brýtur á Óttari og fær gult spjald.
80 Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) kemur inn á
80 Kristall Máni Ingason (Víkingur R.) fer af velli
77 Víkingur R. fær hornspyrnu
Sem ekkert verður úr.
76 Víkingur R. fær hornspyrnu
Víkingar fá aðra hornspyrnu.
76 Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.) á skot framhjá
Rétt framhjá úr aukaspyrnu.
75
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, fær sér sæti í tómlegri stúkunni. Hann hefur verið rekinn af bekknum þegar hann mótmælti marki Brynjólfs, sem var dæmt af, áðan.
72
Vá, þetta er nú meiri steypan. Fyrst vilja Blikar fá víti en fá ekkert. Svo fær Brynjólfur boltann skyndilega einn á auðum sjó og skorar í annarri tilraun eftir að Ingvar ver frá honum. Blikar fagna marki en eftir smá fundahöld flaggar línuvörðurinn; Brynjólfur er dæmdur rangstæður.
69 Breiðablik fær hornspyrnu
Sem ekkert verður úr.
67 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) á skot framhjá
Langt framhjá.
66 Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik) kemur inn á
66 Davíð Ingvarsson (Breiðablik) fer af velli
65 Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.) á skot framhjá
Hátt yfir markið úr aukaspyrnu rétt utan vítateigs.
62 Víkingur R. fær hornspyrnu
Blikar komu boltanum loks í burtu eftir þriðju hornspyrnuna.
61 Víkingur R. fær hornspyrnu
61 Víkingur R. fær hornspyrnu
59 Víkingur R. fær hornspyrnu
Sem ekkert verður úr.
58 Atli Hrafn Andrason (Breiðablik) kemur inn á
58 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) fer af velli
57 Nikolaj Hansen (Víkingur R.) á skot sem er varið
Dauðafæri! Hansen fær boltann í markteignum eftir þunga sókn Víkinga. Hann þrumar að marki en Anton Ari eða varnarmenn Blika henda sér fyrir boltann.
56
Víkingar heimta vítaspyrnu eftir að Elfar Freyr virðist rífa Nikolaj Hansen niður í teignum. Erlendur Eiríksson dómari lætur sér fátt um finnast. Það var lykt af þessu.
51 MARK! Sölvi Geir Ottesen (Víkingur R.) skorar
2:3 - Stangar boltann af krafti í hornið eftir hornspyrnu Ágústs frá vinstri.
51 Víkingur R. fær hornspyrnu
50 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) fær gult spjald
Fyrir brot.
48 Júlíus Magnússon (Víkingur R.) fær gult spjald
Brýtur á Gísla Eyjólfssyni og fær réttilega gult spjald.
48 Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.) á skot framhjá
46 Seinni hálfleikur hafinn
Blikar byrja með boltann í seinni hálfleik.
45 Hálfleikur
Fyrri hálfleik lokið og staðan 3:1 fyrir gestina úr Kópavogi að honum loknum.
45 Víkingur R. fær hornspyrnu
Sem ekkert verður úr.
44 Davíð Ingvarsson (Breiðablik) á skot framhjá
Skýtur yfir markið úr úrvalsfæri eftir góða sókn og sendingu frá Kristni Steindórssyni. Þarna hefði Davíð auðveldlega getað bætt fjórða marki Blika við.
39 MARK! Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) skorar
1:3 - Vávává, þetta er rosalegt. Gísli fær boltann svona 25-30 metra frá marki, snýr sér við og þrumar að marki. Skotið er nánast fullkomið, sláin inn rétt við samskeytin. Geggjað mark!
35 Breiðablik fær hornspyrnu
Hornspyrna Davíðs frá hægri skoppar ofan á þverslánni á marki Víkinga. Aldrei hætta, gætu Víkingar sagt.
34 MARK! Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.) skorar
1:2 - Kristall Máni laumar boltanum á Óttar sem skorar með góðu skoti úr miðjum vítateignum.
32 Brynjólfur Willumsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Alexandar laumar boltanum inn fyrir á Brynjólf sem er í úrvalsfæri, reynir að vippa yfir Ingvar í marki Víkings en markvörðurinn sér við honum.
27 Breiðablik fær hornspyrnu
Sem ekkert verður úr.
26 Brynjólfur Willumsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Kemst nánast í gegnum vörn Víkinga eftir fallega sendingu frá Kristni Steindórssyni. Nær skoti úr þröngu færi en Ingvar ver.
26 Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.) á skot framhjá
Laust skot úr aukaspyrnu.
23 Víkingur R. fær hornspyrnu
Aftur skallar Elfar boltann aftur fyrir sig en nú fá Víkingar innkast.
22 Víkingur R. fær hornspyrnu
Elfar skallar boltann aftur fyrir endamörk. Víkingar fá aðra hornspyrnu.
20 Ingvar Jónsson (Víkingur R.) fær gult spjald
Markvörðurinn fékk gult spjald þegar hann braut á Brynjólfi Darra þegar vítaspyrnan var dæmd.
20 Davíð Örn Atlason (Víkingur R.) á skot sem er varið
Nær skoti úr miðjum teignum eftir smá klafs en boltinn fer beint á Anton Ara í marki Blika.
20 Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) fær gult spjald
Fyrir brot úti á miðjum velli.
18 MARK! Brynjólfur Willumsson (Breiðablik) skorar úr víti
0:2 - Öruggt víti og þar með er sóknarmaðurinn spræki kominn á blað í markaskorun.
18 Breiðablik fær víti
Víkingar taka miðju og Brynjólfur stelur boltanum af Viktori í vörn Víkinga. Hann ætlar að leika á Ingvar í marki Víkinga, sem fellir sóknarmanninn. Ótrúlegar mínútur, eða sekúndur, hérna í Víkinni.
17 MARK! Kristinn Steindórsson (Breiðablik) skorar
0:1 - Fær boltann utan teigs og setur hann snyrtilega í hornið. Fallegt mark!
13 Erlingur Agnarsson (Víkingur R.) á skot sem er varið
Laust skot úr miðjum teignum eftir ágæta sókn. Fyrsta skotið á markið hérna í kvöld.
13
Óttar Magnús fór niður í teignum og vildi fá eitthvað fyrir sinn snúð en ekkert er dæmt.
12 Víkingur R. fær hornspyrnu
12 Víkingur R. fær hornspyrnu
4
Þetta fer frekar rólega af stað. Heimamenn meira með boltann en Blikar bíða átekta.
1 Leikur hafinn
Heimamenn byrja með boltann.
0
Liðin rölta inn á völlinn, sitt í hvoru lagi, og leikurinn hefst innan skamms.
0
Vallarþulurinn lætur áhorfendaleysið ekki trufla sig í því að spila gömul og góð þjóðhátíðarlög af þvílíkum krafti að það mætti halda að stúkan væri þétt setin.
0
Eins og komið hefur fram einu sinni eða tvisvar er leikið fyrir luktum dyrum þessa dagana vegna kórónuveirufaraldursins.
0
Víkingur er í sjöunda sæti með þrettán stig og Breiðablik í sjötta með fjórtán.
0
Gott kvöld og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Víkings Reykjavík og Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla í fótbolta.
Sjá meira
Sjá allt

Víkingur R.: (4-3-3) Mark: Ingvar Jónsson. Vörn: Davíð Örn Atlason, Sölvi Geir Ottesen, Viktor Örlygur Andrason (Adam Ægir Pálsson 87), Atli Barkarson. Miðja: Júlíus Magnússon, Kristall Máni Ingason (Helgi Guðjónsson 80), Nikolaj Hansen. Sókn: Erlingur Agnarsson, Óttar Magnús Karlsson, Ágúst Eðvald Hlynsson.
Varamenn: (M), Helgi Guðjónsson, Dofri Snorrason, Þórður Ingason, Adam Ægir Pálsson, Sigurður Steinar Björnsson, Tómas Guðmundsson, Halldór J.S. Þórðarson.

Breiðablik: (3-5-2) Mark: Anton Ari Einarsson. Vörn: Oliver Sigurjónsson, Elfar Freyr Helgason, Róbert Orri Þorkelsson. Miðja: Davíð Ingvarsson (Viktor Örn Margeirsson 66), Andri Rafn Yeoman, Alexander Helgi Sigurðarson (Kwame Quee 87), Gísli Eyjólfsson, Höskuldur Gunnlaugsson. Sókn: Brynjólfur Willumsson, Kristinn Steindórsson (Atli Hrafn Andrason 58).
Varamenn: Gunnleifur Gunnleifsson (M), Atli Hrafn Andrason, Viktor Örn Margeirsson, Stefán Ingi Sigurðarson, Benedikt V. Warén, Ólafur Guðmundsson, Kwame Quee.

Skot: Breiðablik 8 (6) - Víkingur R. 10 (6)
Horn: Víkingur R. 12 - Breiðablik 3.

Lýsandi: Jóhann Ólafsson
Völlur: Víkingsvöllur

Leikur hefst
16. ágú. 2020 19:15

Aðstæður:
Gervigrasið vænt og grænt. 15 stiga hiti.

Dómari: Erlendur Eiríksson
Aðstoðardómarar: Bryngeir Valdimarsson og Sveinn Þórður Þórðarson

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka