Grænir geta látið sig dreyma

Brynjólfur Willumsson var áberandi í gær.
Brynjólfur Willumsson var áberandi í gær. mbl.is/Íris

Breiðablik hef­ur svarað þriggja leikja tap­hrinu í Pepsi Max-deild karla í fót­bolta í síðasta mánuði með stæl en liðið vann sinn ann­an leik í röð í gær­kvöld. Breiðablik heim­sótti þá Vík­inga í Foss­vog­inn og vann 4:2.

Fór Breiðablik fyr­ir vikið upp í annað sæti deild­ar­inn­ar þar sem liðið hef­ur 17 stig, eins og KR og FH, fimm stig­um minna en topplið Vals. Mikið hef­ur verið rætt og ritað um Brynj­ólf And­er­sen Will­umsson hjá Breiðabliki í sum­ar og ekki alltaf á já­kvæðu nót­un­um. Brynj­ólf­ur lét verk­in tala í gær­kvöld, skoraði tvö mörk og varn­ar­menn Vík­inga fengu aldrei frið frá strákn­um tví­tuga.

„Breiðablik er komið upp í annað sætið, fimm stig­um á eft­ir toppliði Vals. Haldi liðið áfram á þess­ari braut geta græn­ir í Kópa­vogi látið sig dreyma um titil­inn, hvenær svo sem mót­inu lýk­ur í ár. Liðsheild­in hjá Blik­um var sterk en Gísli Eyj­ólfs­son og Brynj­ólf­ur Darri Will­umsson voru fremst­ir meðal jafn­ingja. Brynj­ólf­ur skoraði úr tveim­ur víta­spyrn­um og var gríðarlega dug­leg­ur í fremstu víg­línu. Reynd­ar vakti það at­hygli að hann virt­ist nán­ast aldrei fá neitt fyr­ir sinn snúð, sama hversu mikið var sparkað og togað í hann,“ skrifaði Jó­hann Ólafs­son m.a. um leik­inn á mbl.is.

*Krist­inn Stein­dórs­son kom Breiðabliki á bragðið með sínu 40. marki fyr­ir liðið í efstu deild. Er hann fyrsti leikmaður­inn til að skora 40 mörk fyr­ir Breiðablik í deild þeirra bestu.

Sjáðu um­fjöll­un­ina um Pepsi Max-deild karla á íþrótt­asíðum Morg­un­blaðsins sem kom út í morg­un. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka