Við tökum þá bara þrjú stig í Slóveníu

Sölvi Geir Ottesen fyrirliði Víkinga.
Sölvi Geir Ottesen fyrirliði Víkinga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er frekar svekktur, við ætluðum að koma hingað til að ná í þrjú stig en ef við byrjum eins og við gerðum í dag þá eigum við jafnvel ekki meira skilið,“ sagði Sölvi Geir Ottesen fyrirliði Víkinga eftir 1:1 jafntefli gegn Fjölni í Grafarvogi í dag þegar leikið var í efstu deild karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni.

„Við sýndum þegar dró á seinni hálfleikinn að við gætum skapað fínustu færi og hefðum hæglega getað stolið þessum sigri en því fór sem fór og nú er spennandi verkefni í Evrópu næst.  Við sýndum góða takta í dag og getum tekið fullt af góðum köflum úr leiknum, bætt síðan við í leiknum í Slóveníu og allur hugur okkar er á þeim leik núna en við hugsuðum ekkert um Evrópuleikinn fyrir þennan leik, við tökum þá bara þrjú stig þar.  Það var fínt að spila á grasi í dag til að venja okkur við það.“  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert