Stjörnumenn áfram taplausir

Alex Þór Hauksson og Djair Parfitt-Williams eigast við í kvöld.
Alex Þór Hauksson og Djair Parfitt-Williams eigast við í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjarnan er eina taplausa liðið í Pepsi Max-deild karla í fótbolta eftir 1:1-jafntelfi við Fylki á útivelli í kvöld. 

Fylkismenn byrjuðu betur og sköpuðu sér fín færi fyrsta hálftímann. Ekki tókst þeim að koma boltanum í netið þó og Stjörnumenn nýttu sér það og komust yfir á 37. mínútu með marki Hilmars Árna Halldórssonar á 37. mínútu eftir sendingu Halldórs Orra Björnssonar. 

Var staðan í hálfleik 1:0. Mikið jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik, en það voru heimamenn sem skoruðu eina markið er Ásgeir Eyþórsson stangaði boltann í netið eftir hornspyrnu á 77. mínútu. 

Fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir fínar tilraunir beggja liða á lokakaflanum. Stjarnan er í þriðja sæti með 19 stig og Fylkir í sjötta sæti með 16 stig. 

Stjarnan getur aðeins jafnað Val

Stjarnan hefur síðustu vikur verið í bestu stöðu allra liða deildarinnar, en Garðbæingar hafa þurft að elta önnur lið þar sem þeir fóru í sóttkví og drógust aftur úr. Dýrkeypt jafntefli á móti Gróttu og Fylki hafa gert það að verkum að þeir geta nú aðeins jafnað Val á stigum með sigri í leiknum sem þeir eiga til góða, í staðinn fyrir að taka fram úr Hliðarendaliðinu. 

Stjörnumenn hafa leikið sjö leiki í röð í öllum keppnum án þess að halda hreinu og mörkin sem Stjarnan fær á sig hafa kostað þá stig. Það vantar alvöruframherja til að skora mörkin. Valur er með Patrick Pedersen, Breiðablik með Thomas Mikkelsen og Stjarnan með Emil Atlason og Guðjón Baldvinsson. 

Guðjón og Emil eru góðir leikmenn, en þeir eru ekki hreinræktaðir markaskorarar, sem er eitthvað sem Stjarnan saknar. Stjarnan hefur gert þrjú 1:1-jafntefli í síðustu fjórum leikjum og í öllum tilvikum hefur liðið skorað fyrsta markið. Stjarnan hefur missti niður eins marks forskot í fjórum leikjum í röð, en í eitt skiptið náð að bjarga sigrinum. 

Fylkismenn dala

Eftir fjóra sigra í röð og mikið umtal hefur Fylkir aðeins unnið einn sigur af síðustu sex. Það er erfitt að vinna leiki í efstu deild, en ef þú getur ekki unnið, sjáðu þá til þess að þú tapar ekki og það hafa Fylkismenn gert vel. Þeir eru að safna örugglega í púkkið og er ljóst að Fylkismenn verða ekki í hættu þegar í lokaumferðirnar er komið. Þeir eru hins vegar ólíklegir til að berjast um eitthvað. 

Það stefnir í enn eitt tímabilið um miðja deild hjá Fylki og það er ekki alslæmt í eins sterkri deild. 

Fylkir 1:1 Stjarnan opna loka
90. mín. Djair Parfitt-Williams (Fylkir) á skot framhjá Dansar framhjá nokkrum Stjörnumönnum í teignum en hittir boltann svo illa. Fimm mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka