Arnþór og Brynjar í banni hjá HK

Ragnar Bragi Sveinsson er kominn í leikbann.
Ragnar Bragi Sveinsson er kominn í leikbann. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrír leikmenn úr efstu deild karla og tveir úr efstu deild kvenna voru úrskurðaðir í leikbann þegar aganefnd KSÍ kom saman í dag. 

Ragnar Bragi Sveinsson úr Fylki fékk brottvísun gegn Gróttu og fékk eins leiks bann. Halldór Orri Björnsson úr Stjörnunni fékk brottvísun gegn KA og fékk eins leiks bann. Þeir Arnþór Ari Atlason úr HK og Birkir Heimisson úr Val eru komnir í leikbann vegna fjögurra áminninga. 

Við þetta má bæta að Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK fær eins leiks bann fyrir brottvísun gegn Val. 

Álfhildur Rósa Kjartansdóttir úr Þrótti og Eva Núra Abrahamsdóttir úr FH fá eins leiks bann af sömu ástæðu, hefur þeim fjórum sinnum verið sýnt gula spjaldið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert