Óttast ekki andstæðinginn

Erik Hamrén, landsliðsþjálfari.
Erik Hamrén, landsliðsþjálfari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Erik Hamrén, landsliðsþjálf­ari í knatt­spyrnu, og miðvörður­inn Kári Árna­son sátu fyr­ir svör­um á blaðamanna­fundi í Laug­ar­daln­um í dag vegna leiks­ins gegn Englandi í Þjóðadeild UEFA á Laug­ar­dals­velli á morg­un. Hamrén seg­ist ekki ótt­ast and­stæðing­inn þótt sterk­ur sé og fasta­menn vanti í ís­lenska liðið. 

„Þetta hef­ur verið góð vika enda langt síðan við spiluðum síðast. Við stönd­um frammi fyr­ir áskor­un­um en ég hlakka til leiks­ins,“ sagði Hamrén en hann og Kári sátu fyr­ir svör­um í öðru her­bergi og var fund­ur­inn í gegn­um fjar­fund­ar­búnað svo öll­um sótt­varnakröf­um UEFA væri mætt. 

All­ir ættu að taka þátt í æf­ing­unni í dag að sögn Hamréns. Smá­vægi­leg meiðsli má finna hér og þar en all­ir eru til­bún­ir í æf­ing­una.  

Spurður hvort hann ótt­ist að tapa illa gegn sterku liði þegar ís­lenska liðið er laskað svaraði Hamrén því til að ótti stjórnaði hon­um ekki. „Ég ótt­ast ekki and­stæðing­inn. Ef ég gerði það ætti ég að hætta í bolt­an­um. En maður verður að bera virðingu fyr­ir getu and­stæðing­anna. Fót­bolt­inn get­ur verið und­ar­leg­ur eins og við sáum á úr­slit­um Bayern og Barcelona á dög­un­um. Í Þjóðadeild­inni síðast sýnd­um við stund­um ágæta frammistöðu þótt leik­irn­ir hafi tap­ast og gerðum það einnig í síðustu undan­keppni þegar okk­ur vantaði menn.“

Úrslit­in gegn Englandi á EM 2016 eru nefnd til sög­unn­ar og Hamrén spurður hvort hægt sé að koma knatt­spyrnu­heim­in­um á óvart öðru sinni. „Þau úr­slit voru afar óvænt í huga margra í knatt­spyrnu­heim­in­um. Ekki er auðvelt að toppa það. Ef horft er til úr­slita hjá Eng­lend­ing­um og leik­manna­hóps­ins hjá þeim þá ættu þeir að vinna. En úr­slit eru ekki alltaf eft­ir bók­inni í knatt­spyrn­unni. Ég von­ast eft­ir óvænt­um úr­slit­um. Við þurf­um að spila þétt til að vinna leik­inn. Einnig þurfa menn að standa sig í stöðunni maður á móti manni ásamt því að liðsvinn­an sé í lagi. Við get­um ekki bara legið í vörn og þurf­um einnig að hafa kjark til að gera eitt­hvað við bolt­ann þegar við höf­um hann,“ sagði Erik Hamrén. 

Hrífst af ungu leik­mönn­un­um

Kári Árna­son seg­ir and­ann í hópn­um góðan og kvart­ar ekki yfir hót­eld­völ­inni: „Nei þetta er í raun ekki ólíkt öðrum verk­efn­um. Við höf­um reynd­ar átt frí­tíma í öðrum verk­efn­um þar sem hægt hef­ur verið að gera meira. En þegar öllu er á botn­inn hvolft ein­beita menn sér að verk­efn­inu. And­inn er góður enda er hann alltaf góður. Það kem­ur maður í manns stað. Þetta er tæki­færi fyr­ir unga leik­menn til að sýna hvað þeir geta. Von­andi geta þeir gert það,“ sagði Kári og spurður út í nýliðana seg­ist hann hafa hrif­ist af þeim. 

„Þeir hafa stimplað sig mjög vel inn í hóp­inn. Ég er mjög hrif­inn af þeim báðum. Andri Fann­ar og Jón Dag­ur hafa báðir heillað mig mjög mikið á æf­ing­um. Sýna sam­visku­semi og gæði sem þarf í þetta. Framtíðin er björt hjá þeim og von­andi fáum við að sjá meira af þeim í næstu leikj­um.“

Kári Árnason og Guðlaugur Victor Pálsson á landsliðsæfingu í vikunni.
Kári Árna­son og Guðlaug­ur Victor Páls­son á landsliðsæfingu í vik­unni. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Kári var spurður hvað hon­um þætti um að liðsfé­lag­ar hans gæfu ekki kost á sér. „Ég er alltaf svekkt­ur ef ein­hverj­ir kom­ast ekki. Við erum ekki það heppn­ir að geta valið úr enda­laus­um hópi leik­manna. Það var auðvitað svekkj­andi. Þessi til­felli eru mis­mun­andi og ég get ekki al­hæft um ástæður þess að menn ákveða að koma ekki.“

Þegar Kári er beðinn að bera sam­an enska liðið nú og enska liðið árið 2016 þá seg­ir hann Eng­lend­inga vera með yngra lið í þetta skiptið. „Að ein­hverju leyti eru þetta sömu menn en þetta er yngra lið á heild­ina litið og hlaupa­get­an er meiri. Fram­lín­an er á heims­mæli­kv­arða en við þekkj­um þá vel og ætt­um að vera til­bún­ir í verk­efnið,“ sagði Kári sem ekki mun njóta stuðnings ís­lenskra áhorf­enda í þetta skiptið. 

„Þetta hjálp­ar okk­ur ekki. Það er alltaf gam­an að spila fyr­ir fram­an fólk hér heima og við töp­um ekki oft á Laug­ar­dals­velli. Við þurf­um á stuðningi að halda gegn stóru liði eins og þessu og því væri gott að hafa áhorf­end­ur með sér í liði.“

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert