Erik Hamrén, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, og miðvörðurinn Kári Árnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag vegna leiksins gegn Englandi í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli á morgun. Hamrén segist ekki óttast andstæðinginn þótt sterkur sé og fastamenn vanti í íslenska liðið.
„Þetta hefur verið góð vika enda langt síðan við spiluðum síðast. Við stöndum frammi fyrir áskorunum en ég hlakka til leiksins,“ sagði Hamrén en hann og Kári sátu fyrir svörum í öðru herbergi og var fundurinn í gegnum fjarfundarbúnað svo öllum sóttvarnakröfum UEFA væri mætt.
Allir ættu að taka þátt í æfingunni í dag að sögn Hamréns. Smávægileg meiðsli má finna hér og þar en allir eru tilbúnir í æfinguna.
Spurður hvort hann óttist að tapa illa gegn sterku liði þegar íslenska liðið er laskað svaraði Hamrén því til að ótti stjórnaði honum ekki. „Ég óttast ekki andstæðinginn. Ef ég gerði það ætti ég að hætta í boltanum. En maður verður að bera virðingu fyrir getu andstæðinganna. Fótboltinn getur verið undarlegur eins og við sáum á úrslitum Bayern og Barcelona á dögunum. Í Þjóðadeildinni síðast sýndum við stundum ágæta frammistöðu þótt leikirnir hafi tapast og gerðum það einnig í síðustu undankeppni þegar okkur vantaði menn.“
Úrslitin gegn Englandi á EM 2016 eru nefnd til sögunnar og Hamrén spurður hvort hægt sé að koma knattspyrnuheiminum á óvart öðru sinni. „Þau úrslit voru afar óvænt í huga margra í knattspyrnuheiminum. Ekki er auðvelt að toppa það. Ef horft er til úrslita hjá Englendingum og leikmannahópsins hjá þeim þá ættu þeir að vinna. En úrslit eru ekki alltaf eftir bókinni í knattspyrnunni. Ég vonast eftir óvæntum úrslitum. Við þurfum að spila þétt til að vinna leikinn. Einnig þurfa menn að standa sig í stöðunni maður á móti manni ásamt því að liðsvinnan sé í lagi. Við getum ekki bara legið í vörn og þurfum einnig að hafa kjark til að gera eitthvað við boltann þegar við höfum hann,“ sagði Erik Hamrén.
Kári Árnason segir andann í hópnum góðan og kvartar ekki yfir hóteldvölinni: „Nei þetta er í raun ekki ólíkt öðrum verkefnum. Við höfum reyndar átt frítíma í öðrum verkefnum þar sem hægt hefur verið að gera meira. En þegar öllu er á botninn hvolft einbeita menn sér að verkefninu. Andinn er góður enda er hann alltaf góður. Það kemur maður í manns stað. Þetta er tækifæri fyrir unga leikmenn til að sýna hvað þeir geta. Vonandi geta þeir gert það,“ sagði Kári og spurður út í nýliðana segist hann hafa hrifist af þeim.
„Þeir hafa stimplað sig mjög vel inn í hópinn. Ég er mjög hrifinn af þeim báðum. Andri Fannar og Jón Dagur hafa báðir heillað mig mjög mikið á æfingum. Sýna samviskusemi og gæði sem þarf í þetta. Framtíðin er björt hjá þeim og vonandi fáum við að sjá meira af þeim í næstu leikjum.“
Kári var spurður hvað honum þætti um að liðsfélagar hans gæfu ekki kost á sér. „Ég er alltaf svekktur ef einhverjir komast ekki. Við erum ekki það heppnir að geta valið úr endalausum hópi leikmanna. Það var auðvitað svekkjandi. Þessi tilfelli eru mismunandi og ég get ekki alhæft um ástæður þess að menn ákveða að koma ekki.“
Þegar Kári er beðinn að bera saman enska liðið nú og enska liðið árið 2016 þá segir hann Englendinga vera með yngra lið í þetta skiptið. „Að einhverju leyti eru þetta sömu menn en þetta er yngra lið á heildina litið og hlaupagetan er meiri. Framlínan er á heimsmælikvarða en við þekkjum þá vel og ættum að vera tilbúnir í verkefnið,“ sagði Kári sem ekki mun njóta stuðnings íslenskra áhorfenda í þetta skiptið.
„Þetta hjálpar okkur ekki. Það er alltaf gaman að spila fyrir framan fólk hér heima og við töpum ekki oft á Laugardalsvelli. Við þurfum á stuðningi að halda gegn stóru liði eins og þessu og því væri gott að hafa áhorfendur með sér í liði.“
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |