Sannfærandi Blikar upp í annað sæti

Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði fyrir miðju fagnar með félögum sínum í …
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði fyrir miðju fagnar með félögum sínum í Breiðabliki í Grafarvoginum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breiðablik vann sannfærandi 4:1-sigur á botnliði Fjölnis á Extra-vellinum í 15. umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu í dag. Blikar fóru upp í annað sætið með sigrinum en Fjölnir er enn í neðsta sæti og bíður eftir sínum fyrsta sigurleik í sumar.

Blikar voru eldsnöggir að taka forystuna, Thomas Mikkelsen skoraði á fjórðu mínútu af stuttu færi eftir fyrirgjöf Höskuldar Gunnlaugssonar sem spilaði sinn 100. leik í efstu deild hérlendis. Staðan var svo orðin 2:0 á 39. mínútu. Mikkelsen hafði skotið í þverslá eftir fyrirgjöf Viktors Karls Einarssonar en Alexander Helgi Sigurðarson fylgdi eftir og skoraði af stuttu færi.

Fjölnismenn blésu smá spennu í leikinn í síðari hálfleik þegar Grétar Snær Gunnarsson minnkaði muninn eftir sendingu Sigurpáls Melbergs Pálssonar á 65. mínútu. Það reyndist þó skammlíft er danski framherjinn kom Blikum aftur í tveggja marka forystu með glæsilegu marki á 76. mínútu. Skoraði með viðstöðulausu skoti eftir fyrirgjöf frá Atla Hrafni Andrasyni. Viktor Karl Einarsson bætti svo við fjórða marki gestanna fjórum mínútum síðar eftir undirbúning Gísla Eyjólfssonar.

Með sigrinum skella Blikar sér í annað sæti deildarinnar, fara upp fyrir Stjörnuna og Fylki en Garðbæingar eiga þó leik til góða. Breiðablik er með 23 stig, fimm stigum frá toppliði Vals. Fjölnir er áfram á botninum með fjögur stig, sjö stigum frá öruggu sæti.

Guðmundur Karl Guðmundsson með boltann í Grafarvoginum í dag. Gísli …
Guðmundur Karl Guðmundsson með boltann í Grafarvoginum í dag. Gísli Eyjólfsson fylgir honum eftir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Fjölnir 1:4 Breiðablik opna loka
90. mín. Leik lokið Sannfærandi sigur Blika á botnliðinu og þeir skella sér upp í annað sæti deildarinnar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert