Ísland var grátlega nálægt því að ná í stig gegn Englandi er liðin mættust í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á Laugardalsvelli í dag, en lokatölur urðu 1:0, Englandi í vil.
Raheem Sterling skoraði sigurmarkið úr víti á lokamínútunni en Birkir Bjarnason hitti ekki markið úr víti strax í næstu sókn. James Ward-Prowse, leikmaður Southampton, traðkaði á vítapunktinum áður en Birkir tók vítið.
Mynd af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.
Ward-Prowse digging up the penalty spot right before Iceland's miss 👀 👏🏼 #ThreeLions #NationsLeague pic.twitter.com/lJg5Zbl8Ce
— talkSPORT (@talkSPORT) September 5, 2020