Bíðum eftir næstu sóttkví

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks.
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég er fyrst og fremst ánægður með stig­in þrjú því þegar allt kem­ur til alls snýst þetta um að vinna fót­bolta­leiki,“ sagði Þor­steinn Hall­dórs­son, þjálf­ari Breiðabliks, í sam­tali við mbl.is eft­ir 4:0-sig­ur liðsins gegn Þrótti í úr­vals­deild kvenna í knatt­spyrnu, Pepsi Max-deild­inni, á Eim­skipsvell­in­um í Laug­ar­daln­um í kvöld.

„Þrótt­araliðið er virki­lega gott lið með mjög öfl­uga sókn­ar­menn og við hefðum hæg­lega getað fengið á okk­ur mark í byrj­un leiks. Að sama skapi feng­um við líka færi til þess að skora mörk í upp­hafi leiks en þar sem þeim tókst ekki að skora á fyrstu fimmtán mín­út­um leiks­ins fannst mér þetta nokkuð ör­uggt.

Ég held að það sé ekki hægt að segja að fyrsta markið hafi gefið okk­ur aukakraft því ég held að það hafi frek­ar dregið tenn­urn­ar úr þeim. Trú­in minnkaði aðeins hjá þeim held ég við það að fá á sig mark og það ein­kenn­ir oft lið sem eru að ganga í gegn­um smá mótvind ef svo má segja og þær skapa lítið eft­ir það.“

Berg­lind Björg Þor­valds­dótt­ir er far­in til Frakk­lands og Svein­dís Jane Jóns­dótt­ir lék sem fremsti maður í dag en Rakel Hönnu­dótt­ir tók að sér stöðu fremsta manns í tap­inu gegn Sel­fossi á dög­un­um.

„Við sköpuðum slatta af fær­um í dag en auðvitað mun það taka smá tíma að ná aft­ur upp takt­in­um sem var í liðinu en þetta var ágæt­lega spilaður leik­ur af okk­ar hálfu.

Það sem breyt­ist kannski mest er að Rakel [Hönnu­dótt­ir] kem­ur inn í liðið og hún er frá­bær leikmaður. Ég hef þess vegna ekki áhyggj­ur af því þannig séð en við mun­um vissu­lega þurfa að fara dýpra inn í hóp­inn núna.

Við kölluðum tvær stelp­ur til baka úr láni frá Augna­bliki, eina eldri og aðra yngri. Þeir leik­menn sem hafa verið að spila minna þurfa því kannski að stíga aðeins upp núna. Við vor­um með stelpu á bekk í byrj­un sum­ars sem var með A-lands­leiki á bak­inu og það er kannski stærsta breyt­ing­in í þessu, breidd­in er ekki sú sama.“

Sveindís Jane Jónsdóttir á fleygiferð í Laugardalnum í kvöld.
Svein­dís Jane Jóns­dótt­ir á fleygi­ferð í Laug­ar­daln­um í kvöld. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Sér­stak­ar aðstæður

Það er leikið þétt þessa dag­ana en Breiðablik mæt­ir Stjörn­unni á miðviku­dag­inn kem­ur og svo heim­sæk­ir liðið Þór/​KA á sunnu­dag­inn.

„Ég held að við séum bara í ágæt­is gír. Það kem­ur alltaf ein­hver óvænt pása inn í þetta og maður bíður bara eft­ir næstu sótt­kví núna hjá ein­hverj­um.

Það er spilað þétt þessa dagna og þetta verða fjór­ir leik­ir hjá okk­ur á tólf eða þrett­án dög­um. Svo kem­ur lands­leikja­hlé og ég á von á því að það verði slatti af okk­ar leik­mönn­um í hópn­um.

Aðrir leik­menn fá hins veg­ar kær­komið frí og ættu að geta hlaðið batte­rí­in eitt­hvað á þeim tíma. Það kem­ur svo aft­ur törn eft­ir lands­leik­ina og svo aft­ur hlé þegar Val­ur fer í Evr­ópu­keppn­ina sem er hund­leiðin­legt auðvitað en þetta eru sér­stak­ar aðstæður.

Maður er samt sem áður ekki að kvarta á meðan vel geng­ur og ég vona fyrst og fremst að leik­menn mæti heil­ir heilsu til leiks eft­ir lands­leikja­hléið,“ bætti Þor­steinn við í sam­tali við mbl.is.

Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir.
Andrea Rán Snæ­feld Hauks­dótt­ir. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert