„Ég er fyrst og fremst ánægður með stigin þrjú því þegar allt kemur til alls snýst þetta um að vinna fótboltaleiki,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við mbl.is eftir 4:0-sigur liðsins gegn Þrótti í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, á Eimskipsvellinum í Laugardalnum í kvöld.
„Þróttaraliðið er virkilega gott lið með mjög öfluga sóknarmenn og við hefðum hæglega getað fengið á okkur mark í byrjun leiks. Að sama skapi fengum við líka færi til þess að skora mörk í upphafi leiks en þar sem þeim tókst ekki að skora á fyrstu fimmtán mínútum leiksins fannst mér þetta nokkuð öruggt.
Ég held að það sé ekki hægt að segja að fyrsta markið hafi gefið okkur aukakraft því ég held að það hafi frekar dregið tennurnar úr þeim. Trúin minnkaði aðeins hjá þeim held ég við það að fá á sig mark og það einkennir oft lið sem eru að ganga í gegnum smá mótvind ef svo má segja og þær skapa lítið eftir það.“
Berglind Björg Þorvaldsdóttir er farin til Frakklands og Sveindís Jane Jónsdóttir lék sem fremsti maður í dag en Rakel Hönnudóttir tók að sér stöðu fremsta manns í tapinu gegn Selfossi á dögunum.
„Við sköpuðum slatta af færum í dag en auðvitað mun það taka smá tíma að ná aftur upp taktinum sem var í liðinu en þetta var ágætlega spilaður leikur af okkar hálfu.
Það sem breytist kannski mest er að Rakel [Hönnudóttir] kemur inn í liðið og hún er frábær leikmaður. Ég hef þess vegna ekki áhyggjur af því þannig séð en við munum vissulega þurfa að fara dýpra inn í hópinn núna.
Við kölluðum tvær stelpur til baka úr láni frá Augnabliki, eina eldri og aðra yngri. Þeir leikmenn sem hafa verið að spila minna þurfa því kannski að stíga aðeins upp núna. Við vorum með stelpu á bekk í byrjun sumars sem var með A-landsleiki á bakinu og það er kannski stærsta breytingin í þessu, breiddin er ekki sú sama.“
Það er leikið þétt þessa dagana en Breiðablik mætir Stjörnunni á miðvikudaginn kemur og svo heimsækir liðið Þór/KA á sunnudaginn.
„Ég held að við séum bara í ágætis gír. Það kemur alltaf einhver óvænt pása inn í þetta og maður bíður bara eftir næstu sóttkví núna hjá einhverjum.
Það er spilað þétt þessa dagna og þetta verða fjórir leikir hjá okkur á tólf eða þrettán dögum. Svo kemur landsleikjahlé og ég á von á því að það verði slatti af okkar leikmönnum í hópnum.
Aðrir leikmenn fá hins vegar kærkomið frí og ættu að geta hlaðið batteríin eitthvað á þeim tíma. Það kemur svo aftur törn eftir landsleikina og svo aftur hlé þegar Valur fer í Evrópukeppnina sem er hundleiðinlegt auðvitað en þetta eru sérstakar aðstæður.
Maður er samt sem áður ekki að kvarta á meðan vel gengur og ég vona fyrst og fremst að leikmenn mæti heilir heilsu til leiks eftir landsleikjahléið,“ bætti Þorsteinn við í samtali við mbl.is.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |