„Stelpurnar börðust eins og ljón í kvöld og ég er virkilega ánægður með vinnuframlag leikmanna minna,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, í samtali við mbl.is eftir 4:0-tap liðsins gegn Breiðabliki í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, á Eimskipsvellinum í Laugardalnum í kvöld.
„Þetta var frábær fyrri hálfleikur af okkar hálfu og við fengum frábær færi til þess að skora en okkur tókst ekki að nýta þau. Það var viðbúið að þær myndu vera með yfirhöndina í síðari hálfleik en mér fannst mitt lið samt sem áður eiga skilið að skora mark í kvöld en svona er þetta stundum.
Maður veit aldrei í fótbolta og þess vegna er erfitt að segja hvernig leikurinn hefði þróast ef við hefðum nýtt tvö af þessum dauðafærum sem við fengum í fyrri hálfleik. 2:0-forysta er allt annað en 1:0 og kannski hefðum við getað haldið það út.
Eftir að þær setja annað markið á okkur í síðari hálfleik þá varð þetta virkilega erfitt enda ekki mörg lið sem koma til baka gegn þeim eftir að hafa lent 2:0 undir. Við hættum hins vegar aldrei og ég er stoltur af stelpunum.“
Þjálfarinn tók nokkra lykilmenn af velli í síðari hálfleik en liðið fær Þór/KA í heimsókn á miðvikudaginn kemur.
„Ég ákvað að taka nokkra lykilmenn af velli í síðari hálfleik þar sem þær hafa verið að glíma við meiðsli. Ég vildi líka gefa yngri leikmönnum tækifæri á að spila enda er knattspyrna liðsíþrótt og það er mikilvægt að nýta þann hóp sem maður hefur.
Ef við höldum okkur uppi í deildinni þá verður það ekki eingöngu þeim ellefu leikmönnum sem hafa byrjað flesta leiki sumarsins að þakka. Það verður öllum hópnum, sem telur um átján til tuttugu leikmenn, að þakka ef það tekst.“
Nik er ósáttur með dómgæsluna í sumar en hans lið hefur fengið 32 gul spjöld á tímabilinu.
„Við erum svo sannarlega að skapa okkur færi en það sem hefur vantað er einfaldlega smá heppni og að hlutirnir falli með okkur ef svo má segja. Vonandi fara hlutirnir að falla með okkur í síðustu leikjum tímabilsins en eins og staðan er í dag eru margir leikmenn í hópnum í vandræðum vegna fjölda gulra spjalda.
Ég held að ekkert lið í deildinni hafi fengið fleiri gul spjöld en við og í hreinskilni sagt finnst mér meirihluti þeirra ekki einu sinni verðskuldaður. Í leikjum okkar gegn stærstu liðum deildarinnar fáum við gult spjald strax við fyrsta brot. Önnur lið fá þrjá til fjóra sénsa og svo eru lið eins og Valur sem fá tíu til tólf sénsa.
Það er ekkert samræmi í dómgæslunni og maður fær það stundum á tilfinninguna að dómararnir séu að búa til sínar eigin leikreglur. Það er pirrandi þegar dómararnir hafa of mikil áhrif á leikina eins og hjá okkur núna því við erum með marga leikmenn á gulu spjaldi sem þurfa að fara varlega í næstu leikjum vegna ósamræmis í dómgæslunni.“
Þróttarar eru í áttunda sæti deildarinnar með 10 stig en fram undan eru mikilvægir heimaleikir gegn Þór/KA, FH, KR og Stjörnunni.
„Markmiðið var alltaf að halda sæti sínu í deildinni og við erum með örlögin í eigin höndum. Við erum búin að spila tvisvar gegn þremur efstu liðum deildarinnar sem er jákvætt. Núna tekur í raun við okkar eigið tímabil gegn liðunum í kringum okkur og það eru leikir sem við verðum einfaldlega að vinna ef við ætlum okkur að spila áfram í efstu deild,“ bætti Nik við í samtali við mbl.is.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |