Dómararnir búa til sínar eigin leikreglur

Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttara.
Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttara. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

„Stelp­urn­ar börðust eins og ljón í kvöld og ég er virki­lega ánægður með vinnu­fram­lag leik­manna minna,“ sagði Nik Cham­berlain, þjálf­ari Þrótt­ar, í sam­tali við mbl.is eft­ir 4:0-tap liðsins gegn Breiðabliki í úr­vals­deild kvenna í knatt­spyrnu, Pepsi Max-deild­inni, á Eim­skipsvell­in­um í Laug­ar­daln­um í kvöld.

„Þetta var frá­bær fyrri hálfleik­ur af okk­ar hálfu og við feng­um frá­bær færi til þess að skora en okk­ur tókst ekki að nýta þau. Það var viðbúið að þær myndu vera með yf­ir­hönd­ina í síðari hálfleik en mér fannst mitt lið samt sem áður eiga skilið að skora mark í kvöld en svona er þetta stund­um.

Maður veit aldrei í fót­bolta og þess vegna er erfitt að segja hvernig leik­ur­inn hefði þró­ast ef við hefðum nýtt tvö af þess­um dauðafær­um sem við feng­um í fyrri hálfleik. 2:0-for­ysta er allt annað en 1:0 og kannski hefðum við getað haldið það út.

Eft­ir að þær setja annað markið á okk­ur í síðari hálfleik þá varð þetta virki­lega erfitt enda ekki mörg lið sem koma til baka gegn þeim eft­ir að hafa lent 2:0 und­ir. Við hætt­um hins veg­ar aldrei og ég er stolt­ur af stelp­un­um.“

Þjálf­ar­inn tók nokkra lyk­il­menn af velli í síðari hálfleik en liðið fær Þór/​KA í heim­sókn á miðviku­dag­inn kem­ur.

„Ég ákvað að taka nokkra lyk­il­menn af velli í síðari hálfleik þar sem þær hafa verið að glíma við meiðsli. Ég vildi líka gefa yngri leik­mönn­um tæki­færi á að spila enda er knatt­spyrna liðsíþrótt og það er mik­il­vægt að nýta þann hóp sem maður hef­ur.

Ef við höld­um okk­ur uppi í deild­inni þá verður það ekki ein­göngu þeim ell­efu leik­mönn­um sem hafa byrjað flesta leiki sum­ars­ins að þakka. Það verður öll­um hópn­um, sem tel­ur um átján til tutt­ugu leik­menn, að þakka ef það tekst.“

Stephanie Ribeiro í baráttunni við Kristínu Dís Árnadóttir í Laugardalnum …
Stephanie Ri­beiro í bar­átt­unni við Krist­ínu Dís Árna­dótt­ir í Laug­ar­daln­um í kvöld. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Með ör­lög­in í eig­in hönd­um

Nik er ósátt­ur með dómgæsl­una í sum­ar en hans lið hef­ur fengið 32 gul spjöld á tíma­bil­inu.

„Við erum svo sann­ar­lega að skapa okk­ur færi en það sem hef­ur vantað er ein­fald­lega smá heppni og að hlut­irn­ir falli með okk­ur ef svo má segja. Von­andi fara hlut­irn­ir að falla með okk­ur í síðustu leikj­um tíma­bils­ins en eins og staðan er í dag eru marg­ir leik­menn í hópn­um í vand­ræðum vegna fjölda gulra spjalda.

Ég held að ekk­ert lið í deild­inni hafi fengið fleiri gul spjöld en við og í hrein­skilni sagt finnst mér meiri­hluti þeirra ekki einu sinni verðskuldaður. Í leikj­um okk­ar gegn stærstu liðum deild­ar­inn­ar fáum við gult spjald strax við fyrsta brot. Önnur lið fá þrjá til fjóra sénsa og svo eru lið eins og Val­ur sem fá tíu til tólf sénsa.

Það er ekk­ert sam­ræmi í dómgæsl­unni og maður fær það stund­um á til­finn­ing­una að dóm­ar­arn­ir séu að búa til sín­ar eig­in leik­regl­ur. Það er pirr­andi þegar dóm­ar­arn­ir hafa of mik­il áhrif á leik­ina eins og hjá okk­ur núna því við erum með marga leik­menn á gulu spjaldi sem þurfa að fara var­lega í næstu leikj­um vegna ósam­ræm­is í dómgæsl­unni.“

Þrótt­ar­ar eru í átt­unda sæti deild­ar­inn­ar með 10 stig en fram und­an eru mik­il­væg­ir heima­leik­ir gegn Þór/​KA, FH, KR og Stjörn­unni.

„Mark­miðið var alltaf að halda sæti sínu í deild­inni og við erum með ör­lög­in í eig­in hönd­um. Við erum búin að spila tvisvar gegn þrem­ur efstu liðum deild­ar­inn­ar sem er já­kvætt. Núna tek­ur í raun við okk­ar eigið tíma­bil gegn liðunum í kring­um okk­ur og það eru leik­ir sem við verðum ein­fald­lega að vinna ef við ætl­um okk­ur að spila áfram í efstu deild,“ bætti Nik við í sam­tali við mbl.is.

Andrea Rut Bjarnadóttir var fyrirliði Þróttara í kvöld í fjarveru …
Andrea Rut Bjarna­dótt­ir var fyr­irliði Þrótt­ara í kvöld í fjar­veru Álf­hild­ar Rósu Kjart­ans­dótt­ir sem tók út leik­bann. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert