FH hafði betur gegn hægfara KR-ingum

Katrín Ásbjörnsdóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir eigast við.
Katrín Ásbjörnsdóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir eigast við. mbl.is/Kristinn Magnússon

FH vann sinn þriðja sig­ur í úr­vals­deild kvenna í knatt­spyrnu, Pepsi Max-deild­inni, þegar liðið fékk KR í heim­sókn í 13. um­ferð deild­ar­inn­ar á Kaplakrika­völl í Hafnar­f­irði í dag.

Leikn­um lauk með 4:2-sigri Hafn­f­irðinga sem leiddu með tveim­ur mörk­um gegn engu i hálfleik.

Phoenetia Brow­ne kom FH yfir á 29. mín­útu eft­ir frá­bæra send­ingu Val­gerðar Óskar Vals­dótt­ir inn fyr­ir vörn KR. Brow­ne tók mjög vel á móti bolt­an­um, hafði bet­ur í bar­átt­unni við Ing­unni Har­alds­dótt­ur fyr­irliða KR, og setti bolt­ann fram hjá Ingi­björgu Val­geirs­dótt­ur í marki KR.

Helena Ósk Hálf­dán­ar­dótt­ir bætti við öðru marki FH fjór­um mín­út­um síðar, þegar hún skoraði af stuttu færi út teign­um eft­ir horn­spyrnu.

Ing­unn Har­alds­sdótt­ir minnkaði mun­inn fyr­ir KR á 62. mín­útu með skalla eft­ir horn­spyrnu Krist­ín­ar Ernu Sig­ur­lás­dótt­ur en Maddy Gonza­lez kom FH tveim­ur mörk­um á nýj­an leik með hnit­miðuðu skoti úr teign­um eft­ir að KR mistókst að hreinsa bolt­ann frá marki.

Alma Mat­hiesen minnkaði mun­inn fyr­ir KR á nýj­an leik þegar hún vippaði bolt­an­um yfir Telmu Ívars­dótt­ur í marki FH eft­ir frá­bæra send­ingu Guðmundu Brynju Óla­dótt­ur.

Það var hins veg­ar Andrea Mist Páls­dótt­ir sem inn­siglaði sig­ur FH með marki beint úr auka­spyrnu frá vinstri á 82. mín­útu en Ingi­björg í marki KR átti að gera miklu bet­ur þar.

FH fer með sigr­in­um upp í ní­unda sætið og úr botnsæt­inu en liðið er með 9 stig eft­ir tólf leiki.

KR er hins veg­ar í neðsta sæti deild­ar­inn­ar með 7 stig en liðið hef­ur leikið níu leiki í sum­ar.

Telma Ívarsdóttir, markvörður FH, átti góðan leik.
Telma Ívars­dótt­ir, markvörður FH, átti góðan leik. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Himna­send­ing frá Banda­ríkj­un­um

Það var fátt sem benti til þess að FH væri að fara vinna marga knatt­spyrnu­leiki fyr­ir rúm­um ein­um og hálf­um mánuði síðan þegar liðið tapaði 1:0 á heim­velli fyr­ir ÍBV. Sókn­ar­leik­ur liðsins var afar slak­ur og liðið hafði aðeins unnið einn deild­ar­leik og skorað tvö mörk. Liðið hef­ur hins veg­ar unnið tvo af síðustu þrem­ur deild­ar­leikj­um sín­um og virðist vera finna takt­inn.

Til­koma Phoenetia Brow­ne hef­ur gjör­breytt allri ásýnd liðsins og hún er nú þegar orðin lang mik­il­væg­asti leikmaður Hafn­f­irðinga. Hún hef­ur nú skorað 3 mörk í fjór­um leikj­um fyr­ir FH í sum­ar en frá því að hún lék sinn fyrsta leik fyr­ir fé­lagið, gegn Breiðabliki 16. ág­úst, hef­ur liðið skorað sjö mörk í fjór­um leikj­um.

Hún er góð í að halda bolta, góð að taka leik­menn á og gríðarlega sterk. Hún ger­ir líka aðra leik­menn FH mun betri og það er miklu meira sjálfs­traust í liðinu þegar hún er í fremstu víg­línu. Þá hef­ur Maddy Gonza­lez einnig stigið upp með til­komu Brow­ne, sem og Andrea Mist Páls­dótt­ir og Sig­ríður Lára Garðars­dótt­ir sem eru já­kvæðar frétt­ir fyr­ir Hafn­f­irðinga.

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir sækir að marki FH-inga.
Þór­dís Hrönn Sig­fús­dótt­ir sæk­ir að marki FH-inga. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hæg­ir Vest­ur­bæ­ing­ar

Þetta var fyrsti deild­ar­leik­ur KR-liðsins eft­ir sótt­kví en liðið vann FH í átta liða úr­slit­um bik­ar­keppn­inn­ar, ein­mitt á Kaplakrika­velli hinn 3. sept­em­ber síðastliðinn. Vest­ur­bæ­ing­ar hafa þurft að fara fjór­um sinn­um í sótt­kví í sum­ar, tvisvar þar sem að aðili tengd­ur liðinu, hef­ur smit­ast af kór­ónu­veirunni sem er með öllu óá­sætt­an­legt.

Jó­hann­es Karl Sig­ur­steins­son, þjálf­ari KR, mætti kok­hraust­ur í viðtal fyrr í sum­ar þar sem að hann talaði um að kvenna­bolti í dag snér­ist um miklu meira en bara hraða. Hann virðist alla­vega ekki vera bú­inn að finna formúl­una fyr­ir því hvernig lið hans á að sækja stig án þess að vera með hraðasta liðiðið í deild­inni.

Guðmunda Brynja Óla­dótt­ir lék sinn fyrsta leik í sum­ar eft­ir að hafa slitið kross­band á síðasta keppn­istíamb­ili. Það eru góðar frétt­ir fyr­ir KR. Hún er bæði frá­bær leikmaður sem býr yfir ákveðnum hraða, eitt­hvað sem KR liðið sár­lega vant­ar, því það er erfitt að skora fót­bolta­mörk ef að and­stæðing­ur­inn nær alltaf að hlaupa uppi sókn­ar­menn­ina þína.

FH 4:2 KR opna loka
skorar Phoenetia Brow­ne (29. mín.)
skorar Helena Ósk Hálfdánardóttir (33. mín.)
skorar Maddy Gonzalez (67. mín.)
skorar Andrea Mist Pálsdóttir (82. mín.)
Mörk
skorar Ingunn Haraldsdóttir (62. mín.)
skorar Alma Mathiesen (70. mín.)
fær gult spjald Helena Ósk Hálfdánardóttir (59. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (55. mín.)
fær gult spjald Katrín Ómarsdóttir (89. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Leik lokið með sanngjörnum sigri FH sem fer úr botnsætinu með sigri dagsins.
89 FH fær hornspyrnu
89 Katrín Ómarsdóttir (KR) fær gult spjald
Fyrir brot.
86 Phoenetia Brow­ne (FH) á skot framhjá
Hörkuskot en boltinn sleikir stöngina.
84 Maddy Gonzalez (FH) á skot framhjá
Lætur vaða með vinstri fæti en boltinn allan tímann á leiðinni fram hjá markinu.
82 MARK! Andrea Mist Pálsdóttir (FH) skorar
4:2 - ANDREA AÐ KLÁRA ÞETTA! Aukaspyrna frá hægri, æfingabolti, en Ingibjörg eins og trúður í markinu og missir boltann í netið. Skelfilegt hjá markverðinum en FH-ingar hins vegar að fara langleiðina með að klára leikinn.
81 Andrea Mist Pálsdóttir (FH) á skot framhjá
Fínasta tilraun úr aukaspyrnu frá hægri en boltinn rétt yfir markið.
75 Kristín Erla Ó. Johnson (KR) kemur inn á
75 Kristín Erna Sigurlásdóttir (KR) fer af velli
71 Birta Georgsdóttir (FH) kemur inn á
71 Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH) fer af velli
70 MARK! Alma Mathiesen (KR) skorar
3:2 - KR SVARAR STRAX! Guðmunda Brynja með geggjaða sendingu inn fyrir á Ölmu sem lyftir boltanum snyrilega yfir Telmu sem var komin frekar langt út úr markinu.
69 Lára Kristín Pedersen (KR) á skot framhjá
Lára Kristín lætur vaða af 35 metra færi en boltinn allan tímann á leiðinni yfir markið.
67 MARK! Maddy Gonzalez (FH) skorar
3:1 - FH NÆR AFTUR TVEGGJA MARKA FORSKOTI! Angela Beard nær ekki að hreinsa frá marki, kingsar boltann, og hann dettur fyrir Gonzalez sem nýtir færið vel.
66 Katrín Ásbjörnsdóttir (KR) á skot framhjá
Flott fyrirgjöf en Katrín reynir að klippa boltann einhvernvegin og færið rennur út í sandinn. Klaufalegt.
65
KR-ingar hafa byrjað seinni hálfleikinn betur. Uppskáru vel og minnkuðu muninn og eru með stjórn á leiknum þessa stundina.
62 MARK! Ingunn Haraldsdóttir (KR) skorar
2:1 - KR MINNKAR MUNINN! Kristín Erna með flotta hornspyrnu frá vinstri og Ingunn er ein og óvölduð á nærstönginni og stangar boltann í netið.
61 KR fær hornspyrnu
59 Guðmunda Brynja Óladóttir (KR) á skot framhjá
Fínasta skot úr þröngu færi en boltinn í hliðarnetið!
59 Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH) fær gult spjald
Gott brot. Stöðvar skyndisókn.
56 KR fær hornspyrnu
55 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (KR) fær gult spjald
Fyrir tuð.
54
Stórhætta við mark FH-inga en Valgerður Ósk fórnar sér í þetta, kemst fyrir skot KR-inga, og liggur eftir í kjölfarið.
50
Þetta fer rólega af stað, líkt og fyrri hálfleikurinn.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Þá er þetta komið af stað aftur. Ein breyting í hálfleik. Guðmunda Brynja inn í sínum fyrsta leik í sumar en hún sleit krossband síðasta sumar.
46 Guðmunda Brynja Óladóttir (KR) kemur inn á
46 Hildur Björg Kristjánsdóttir (KR) fer af velli
45 Hálfleikur
Hálfleikur í Kaplakrika og það eru Hafnfirðingar sem leiða sanngjarnt með tveimur mörkum gegn engu.
45
+1 mínúta í uppbótartíma.
45 Laufey Björnsdóttir (KR) kemur inn á
45 Rebekka Sverrisdóttir (KR) fer af velli
43 Kristín Erna Sigurlásdóttir (KR) á skot sem er varið
Kristín Erna með fast skot eftir vel útfærða sókn KR en Telma ver mjög vel.
40 Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH) á skot framhjá
Flott sókn hjá FH-liðinu. Boltinn endar hjá Helenu sem köttar inn á völlinn og lætur bara vaða en boltinn fram hjá.
37 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (KR) á skot sem er varið
Þórdís Hrönn með flottan sprett upp völlinn en skot hennar fer beint á Telmu í markinu.
37 Phoenetia Brow­ne (FH) á skot framhjá
KR tapar boltanum á hættulegum stað. Browne lætur bara vaða af 35 metra færi en boltinn allan tímann á leiðinni fram hjá.
33 MARK! Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH) skorar
2:0 - FH-INGAR TVÖFALDA FORYSTU SÍNA! Browne með skalla í átt að marki eftir hornspyrnu. Boltinn dettur fyrir Helenu Ósk í teignum og hún ýtir honum yfir línuna eftir mikinn darraðadans í vítateig Vesturbæinga.
32 FH fær hornspyrnu
31 FH fær hornspyrnu
31 Sigríður Lára Garðarsdóttir (FH) á skot framhjá
DAUÐAFÆRI! Sísí nánast inn í markinu en skotið fram hjá! Skelfilega illa farið með gott færi.
29 MARK! Phoenetia Brow­ne (FH) skorar
1:0 - FH KEMST YFIR! Valgerður Ósk með frábæran bolta yfir vörn KR-inga. Browne tekur vel á móti boltanum, Ingunn á ekki möguleika í návíginu og Browne skorar af miklu öryggi.
27 Andrea Mist Pálsdóttir (FH) á skot framhjá
Nú er það Andrea Mist sem minnir á sig en skotið af 30 metra færi er gjörsamlega afleitt.
26 Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH) á skot framhjá
FÆRI! Browne með flottan sprett upp hægri kantinn, leggur boltann út í teiginn, og þar er Helena mætt á nærsvæðinu en skotið rétt fram hjá.
25 Sigríður Lára Garðarsdóttir (FH) á skot framhjá
Sigríður Lára lætur vaða út teignum en boltinn allan tímann á leiðinni yfir markið.
25 FH fær hornspyrnu
24 KR fær hornspyrnu
Fjórar hornspyrnur í röð. Allar á nærsvæðið.
23 KR fær hornspyrnu
22 KR fær hornspyrnu
21 KR fær hornspyrnu
15 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (KR) á skot framhjá
Þórdís Hrönn lætur vaða beint úr aukspyrnu en boltinn rétt yfir markið.
14 Katrín Ásbjörnsdóttir (KR) á skot sem er varið
VÁ! Katrín kemur sér í fína stöðu í teignum en skot hennar með vinstri fæti er mjög vel varið af Telmu í markinu.
12
Við bíðum ennþá róleg eftir fyrsta marktækifæri leiksins.
7 FH fær hornspyrnu
5
Þetta fer rólega af stað. Mikið miðjumoð.
1 Leikur hafinn
Þá er þetta komið af stað og það eru Hafnfirðingar sem hefja leik.
0
Um er að ræða botnslag deildarinnar. FH-ingar eru neðstir með sex stig eftir 11 leiki en KR-ingar eru sæti ofar með sjö stig og hafa aðeins spilað átta leiki.
0
Velkomin með mbl.is á Kaplakrikavöll þar sem FH tekur á móti KR í Pepsi Max-deild kvenna.
Sjá meira
Sjá allt

FH: (4-3-3) Mark: Telma Ívarsdóttir. Vörn: Erna Guðrún Magnúsdóttir, Ingibjörg Rún Óladóttir, Taylor Sekyra, Valgerður Ósk Valsdóttir. Miðja: Andrea Mist Pálsdóttir, Rannveig Bjarnadóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir. Sókn: Helena Ósk Hálfdánardóttir (Birta Georgsdóttir 71), Phoenetia Brow­ne, Maddy Gonzalez.
Varamenn: Þóra Rún Óladóttir (M), Elísa Lana Sigurjónsdóttir, Birta Stefánsdóttir, Tinna Sól Þórsdóttir, Andrea Marý Sigurjónsdóttir, Birta Georgsdóttir, Arna Sigurðardóttir.

KR: (4-3-3) Mark: Ingibjörg Valgeirsdóttir. Vörn: Rebekka Sverrisdóttir (Laufey Björnsdóttir 45), Ingunn Haraldsdóttir, Angela Beard, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir. Miðja: Katrín Ásbjörnsdóttir, Lára Kristín Pedersen, Katrín Ómarsdóttir. Sókn: Alma Mathiesen, Kristín Erna Sigurlásdóttir (Kristín Erla Ó. Johnson 75), Hildur Björg Kristjánsdóttir (Guðmunda Brynja Óladóttir 46).
Varamenn: Björk Björnsdóttir (M), Kristín Erla Ó. Johnson, Laufey Björnsdóttir, Hugrún Lilja Ólafsdóttir, Guðmunda Brynja Óladóttir, Margrét Edda Lian Bjarnadóttir, Kristín Sverrisdóttir.

Skot: FH 13 (4) - KR 9 (5)
Horn: FH 5 - KR 6.

Lýsandi: Bjarni Helgason
Völlur: Kaplakrikavöllur

Leikur hefst
6. sept. 2020 14:00

Aðstæður:
12° stiga hiti, skýjað, rigning og smá gola.

Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Aðstoðardómarar: Andri Vigfússon og Friðleifur Kr Friðleifsson

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert