„Þetta var grautfúlt,“ sagði Katrín Ómarsdóttir, leikmaður KR, í samtali við mbl.is eftir 4:2-tap liðsins gegn FH í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í dag.
„Mér fannst þetta fjórða mark þeirra gera út um leikinn. Miðað við það hvernig leikurinn spilaðist hefði ég verið sátt með stigið en FH-liðið var mjög öflugt í dag og þær voru mun betri núna en á fimmtudaginn til dæmis þegar við unnum þær í bikarkeppninni.
Við byrjum ágætlega en svo, eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn, fórum við að missa boltann frá okkur á hættulegum stöðum á vellinum og þetta var allt of opið hjá okkur. Þær skora tvö mörk sem skrifast einfaldlega á okkur þar sem við gerðum ekki nægilega vel í varnarvinnunni.
Mér fannst við koma vel inn í seinni hálfleikinn og Guðmunda Brynja kemur inn með kraft enda frábær leikmaður. Hún gerir mikið fyrir okkur sóknarlega en heilt yfir vorum við einfaldlega bara slakar og FH-liðið gott.“
KR-liðið er nýkomið úr fjórðu sóttkvínni í sumar og Katrín velti því fyrir sér hvort það hefði ekki áhrif á liðið.
„Ég þyrfti að horfa aftur á leikinn en mér fannst ég og Lára Kristín báðar ansi oft lausar á miðjunni. Það var ekki verið að spila boltanum á okkur og það er alveg pæling hvort þessar sóttkvíar séu farnar að hafa áhrif á okkur.
Að sama skapi tókum við margar lélegar ákvarðanir, nokkuð sem maður getur unnið með á æfingasvæðinu og kemur með ákveðnum takti í liðinu, og það má alveg velta því fyrir sér hvort það hafi ekki áhrif þegar maður æfir ekkert í tíu daga en mætir svo beint í leik.“
KR vermir nú botnsætið með sjö stig eftir níu leiki en liðið á þrjá leiki til góða á FH, sem er í níunda sætinu með níu stig.
„Við erum með allt of gott lið til þess að fara niður um deild. Ég er þess vegna ekki stressuð enn sem komið er yfir stöðunni sem við erum í þar sem við erum búnar að vera í þessum pakka undanfarin þrjú ár.
Við eigum að geta rifið okkur upp og ég hef fulla trú á því að við munum gera það,“ bætti Katrín við í samtali við mbl.is.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |