Fjórða sóttkvíin gæti haft áhrif

Katrín Ómarsdóttir, miðjumaður KR.
Katrín Ómarsdóttir, miðjumaður KR. Embl.is/ggert Jóhannesson

„Þetta var graut­fúlt,“ sagði Katrín Ómars­dótt­ir, leikmaður KR, í sam­tali við mbl.is eft­ir 4:2-tap liðsins gegn FH í úr­vals­deild kvenna í knatt­spyrnu, Pepsi Max-deild­inni, á Kaplakrika­velli í Hafnar­f­irði í dag.

„Mér fannst þetta fjórða mark þeirra gera út um leik­inn. Miðað við það hvernig leik­ur­inn spilaðist hefði ég verið sátt með stigið en FH-liðið var mjög öfl­ugt í dag og þær voru mun betri núna en á fimmtu­dag­inn til dæm­is þegar við unn­um þær í bik­ar­keppn­inni.

Við byrj­um ágæt­lega en svo, eft­ir því sem leið á fyrri hálfleik­inn, fór­um við að missa bolt­ann frá okk­ur á hættu­leg­um stöðum á vell­in­um og þetta var allt of opið hjá okk­ur. Þær skora tvö mörk sem skrif­ast ein­fald­lega á okk­ur þar sem við gerðum ekki nægi­lega vel í varn­ar­vinn­unni.

Mér fannst við koma vel inn í seinni hálfleik­inn og Guðmunda Brynja kem­ur inn með kraft enda frá­bær leikmaður. Hún ger­ir mikið fyr­ir okk­ur sókn­ar­lega en heilt yfir vor­um við ein­fald­lega bara slak­ar og FH-liðið gott.“

KR-liðið er ný­komið úr fjórðu sótt­kvínni í sum­ar og Katrín velti því fyr­ir sér hvort það hefði ekki áhrif á liðið.

„Ég þyrfti að horfa aft­ur á leik­inn en mér fannst ég og Lára Krist­ín báðar ansi oft laus­ar á miðjunni. Það var ekki verið að spila bolt­an­um á okk­ur og það er al­veg pæl­ing hvort þess­ar sótt­kví­ar séu farn­ar að hafa áhrif á okk­ur.

Að sama skapi tók­um við marg­ar lé­leg­ar ákv­arðanir, nokkuð sem maður get­ur unnið með á æf­inga­svæðinu og kem­ur með ákveðnum takti í liðinu, og það má al­veg velta því fyr­ir sér hvort það hafi ekki áhrif þegar maður æfir ekk­ert í tíu daga en mæt­ir svo beint í leik.“

KR verm­ir nú botnsætið með sjö stig eft­ir níu leiki en liðið á þrjá leiki til góða á FH, sem er í ní­unda sæt­inu með níu stig.

„Við erum með allt of gott lið til þess að fara niður um deild. Ég er þess vegna ekki stressuð enn sem komið er yfir stöðunni sem við erum í þar sem við erum bún­ar að vera í þess­um pakka und­an­far­in þrjú ár.

Við eig­um að geta rifið okk­ur upp og ég hef fulla trú á því að við mun­um gera það,“ bætti Katrín við í sam­tali við mbl.is.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert