Kem úr hörðustu Þórsfjölskyldunni á Akureyri

Andrea Mist Pálsdóttir, til hægri, gekk til liðs við FH …
Andrea Mist Pálsdóttir, til hægri, gekk til liðs við FH frá Þór/KA fyrir keppnistímabilið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er mjög sátt með þenn­an sig­ur og þetta voru virki­lega kær­kom­in þrjú stig,“ sagði Andrea Mist Páls­dótt­ir, leikmaður FH, í sam­tali við mbl.is eft­ir 4:2-sig­ur liðsins gegn KR í úr­vals­deild kvenna í knatt­spyrnu, Pepsi Max-deild­inni, á Kaplakrika­velli í Hafnar­f­irði í dag.

„Mér fannst við vera með þenn­an leik nán­ast all­an tím­ann og ég fann það strax inni í klefa fyr­ir leik að stemn­ing­in í hópn­um var virki­lega góð. Mér fannst við vera með góða stjórn á þessu nán­ast all­an tím­ann en við mætt­um hins veg­ar held­ur kæru­laus­ar til leiks út í síðari hálfleik­inn. Sem bet­ur fer kom­um við sterk­ari til baka eft­ir að þær minnka mun­inn, náum að setja tvö mörk og landa sigri.

Phoenetia Brow­ne er frá­bær leikmaður og það gef­ur okk­ur því­líkt mikið að vera með leik­mann í liðinu sem get­ur haldið bolta fremst á vell­in­um. Það er eitt af því sem hef­ur vantað í okk­ar leik í sum­ar en hún er virki­lega góð og við erum afar sátt með að fá hana inn í þetta hjá okk­ur núna.“

FH hef­ur unnið þrjá leiki í deild­inni í sum­ar en liðið er í ní­unda sæti úr­vals­deild­ar­inn­ar með níu stig.

„Ef ég á að vera al­veg hrein­skil­in þá átti ég ekki von á því að þetta yrði svona mikið ströggl hjá okk­ur í sum­ar. Maður stend­ur hins veg­ar og fell­ur með sín­um ákvörðunum en við erum all­an dag­inn að fara að halda okk­ur í þess­ari deild, svo mikið er víst.“

Andrea Mist skoraði fjórða mark FH í dag og fagnaði með því að kyssa FH-merkið á bún­ingi sín­um.

„Ég elska þenn­an klúbb og ég vildi sýna stuðnings­mönn­um að ég legg mig alltaf 150% fram fyr­ir það fé­lag sem ég spila með. Þetta mark var þess vegna fyr­ir fólkið í stúk­unni.

FH er mitt fé­lag í dag en ég kem úr hörðustu Þórs­fjöl­skyldu á Ak­ur­eyri þannig að það verður að sjálf­sögðu erfitt að mæta Þór/​KA eft­ir tvær vik­ur en ég er FH-ing­ur í dag,“ sagði Andrea í sam­tali við mbl.is.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert