„Ég er mjög sátt með þennan sigur og þetta voru virkilega kærkomin þrjú stig,“ sagði Andrea Mist Pálsdóttir, leikmaður FH, í samtali við mbl.is eftir 4:2-sigur liðsins gegn KR í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í dag.
„Mér fannst við vera með þennan leik nánast allan tímann og ég fann það strax inni í klefa fyrir leik að stemningin í hópnum var virkilega góð. Mér fannst við vera með góða stjórn á þessu nánast allan tímann en við mættum hins vegar heldur kærulausar til leiks út í síðari hálfleikinn. Sem betur fer komum við sterkari til baka eftir að þær minnka muninn, náum að setja tvö mörk og landa sigri.
Phoenetia Browne er frábær leikmaður og það gefur okkur þvílíkt mikið að vera með leikmann í liðinu sem getur haldið bolta fremst á vellinum. Það er eitt af því sem hefur vantað í okkar leik í sumar en hún er virkilega góð og við erum afar sátt með að fá hana inn í þetta hjá okkur núna.“
FH hefur unnið þrjá leiki í deildinni í sumar en liðið er í níunda sæti úrvalsdeildarinnar með níu stig.
„Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá átti ég ekki von á því að þetta yrði svona mikið ströggl hjá okkur í sumar. Maður stendur hins vegar og fellur með sínum ákvörðunum en við erum allan daginn að fara að halda okkur í þessari deild, svo mikið er víst.“
Andrea Mist skoraði fjórða mark FH í dag og fagnaði með því að kyssa FH-merkið á búningi sínum.
„Ég elska þennan klúbb og ég vildi sýna stuðningsmönnum að ég legg mig alltaf 150% fram fyrir það félag sem ég spila með. Þetta mark var þess vegna fyrir fólkið í stúkunni.
FH er mitt félag í dag en ég kem úr hörðustu Þórsfjölskyldu á Akureyri þannig að það verður að sjálfsögðu erfitt að mæta Þór/KA eftir tvær vikur en ég er FH-ingur í dag,“ sagði Andrea í samtali við mbl.is.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |