Ótrúleg mörk í Árbænum

Fylkir og Þór/KA eigast við í dag.
Fylkir og Þór/KA eigast við í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Fylk­ir vann 4:2-sig­ur á Þór/​KA í ótrú­leg­um leik í 15. um­ferð Pepsi Max-deild­ar kvenna í knatt­spyrnu í Árbæn­um í dag. Mörk­in voru mörg hver skraut­leg; annaðhvort glæsi­leg eða einkar klaufa­leg.

Arna Sif Ásgríms­dótt­ir kom gest­un­um í for­ystu á 11. mín­útu þegar hún skallaði bolt­ann af löngu færi fram­hjá nokkr­um varn­ar­mönn­um áður en hann lak hrein­lega í markið. Klaufa­legt var það en markið gilti. Eva Rut Ásþórs­dótt­ir jafnaði svo met­in fyr­ir heima­kon­ur á 19. mín­útu með glæsi­legu marki. Lét vaða utan teigs og stýrði bolt­an­um hnit­miðað í blá­hornið uppi, vinstra meg­in.

Síðari hálfleik­ur­inn byrjaði illa fyr­ir norðan­kon­ur. Mar­grét Árna­dótt­ir fékk beint rautt spjald strax í upp­hafi hans fyr­ir að gefa Cecil­íu Rán Rún­ars­dótt­ur í marki Fylk­is oln­boga­skot. Heima­kon­ur nýttu svo liðsmun­inn vel, tóku for­yst­una á 62. mín­útu þegar Þórd­is Elva Ágústs­dótt­ir skoraði af stuttu færi eft­ir fasta fyr­ir­gjöf frá Berg­lindi Rós Ágústs­dótt­ur.

Fimm mín­út­um síðar jafnaði Þór/​KA aft­ur, og aft­ur var markið af klaufa­legri gerðinni. Hulda Björg Hann­es­dótt­ir tók auka­spyrnu ná­lægt miðju, lyfti bolt­an­um inn í teig. Cecil­ía Rán kom út úr marki Fylk­is, missti af bolt­an­um og þaðan rann hann í autt markið. Heima­kon­ur töldu að á Cecil­íu hefði verið brotið en ekk­ert var dæmt.

Fylk­is­kon­ur voru hins veg­ar eld­snögg­ar að end­ur­heimta for­yst­una. Bryn­dís Arna Ní­els­dótt­ir stangaði knött­inn í netið af stuttu færi eft­ir frá­bæra fyr­ir­gjöf frá Berg­lindi frá hægri, önn­ur stoðsend­ing henn­ar í leikn­um. Þær gerðu svo gott sem út um leik­inn á 78. mín­útu með fjórða mark­inu. Bryn­dís skoraði annað mark sitt eft­ir mis­tök frá Lauren Allen í marki Þór/​KA er hún gaf beint á Bryn­dísi, sem skoraði yfir hana í autt markið.

Cecil­ía Rán er einn efni­leg­asta markvörður lands­ins en hún er bara fædd 2003 og á auðvitað ým­ist ólært. Hún er há­vax­in og öfl­ug í markteign­um sín­um en kannski full hvat­vís. Hún rauk út úr stöðu í síðari marki norðan­k­venna, fór í skóg­ar­ferð, og fékk það í bakið. Vissu­lega vinn­ur hún oft­ast þessi ein­vígi, en þarna gerði hún það ekki og gaf mark.

Berg­lind Rós er hins veg­ar svo sann­ar­lega miðjumaður. Hún hef­ur verið að spila sem haf­sent í sum­ar, og reynd­ar á síðustu leiktíð líka, en var færð á miðjuna í dag og það gekk held­ur bet­ur upp. Fyr­irliðinn lagði upp tvö mörk og var vafa­laust besti leikmaður vall­ar­ins, stýrði spil­inu vel og var yf­ir­leitt viðloðinn sókn­ir Fylkis­kvenna.

Fylk­ir er nú með 16 stig, í 4. sæti en fyr­ir neðan Sel­fyss­inga á marka­töl­unni einni. Þór/​KA er búið að tapa fjór­um í röð, er í 7. sæti með 11 stig, tveim­ur stig­um frá fallsæti.

Fylk­ir 4:2 Þór/​KA opna loka
skorar Eva Rut Ásþórsdóttir (19. mín.)
skorar Þórdís Elva Ágústsdóttir (62. mín.)
skorar Bryndís Arna Níelsdóttir (69. mín.)
skorar Bryndís Arna Níelsdóttir (77. mín.)
Mörk
skorar Arna Sif Ásgrímsdóttir (11. mín.)
skorar Hulda Björg Hannesdóttir (67. mín.)
fær gult spjald María Eva Eyjólfsdóttir (12. mín.)
fær gult spjald Hulda Hrund Arnarsdóttir (15. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Arna Sif Ásgrímsdóttir (12. mín.)
fær rautt spjald Margrét Árnadóttir (50. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Verðskuldaður sigur Fylkis í skrautlegum og fjörugum leik.
83 Þór/KA fær hornspyrnu
Aftur er Cecilía í smá vandræðum, missir af boltanum en nær svo að slá hann í burtu eftir að hann hrökklast af varnarmanni.
80 Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir (Þór/KA) kemur inn á
80 Berglind Baldursdóttir (Þór/KA) fer af velli
80 Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Þór/KA) kemur inn á
80 Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA) fer af velli
80 Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Fylkir) kemur inn á
80 Stefanía Ragnarsdóttir (Fylkir) fer af velli
80 Sigrún Salka Hermannsdóttir (Fylkir) kemur inn á
80 Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Fylkir) fer af velli
77 MARK! Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylkir) skorar
4:2 - Skelfileg mistök hjá Allen í markinu og Bryndís skorar sitt annað mark! Allen sparkar bara beint á hana og er þá engan vegin í stöðu. Bryndís tekur sér tíma, stillir miðið og lyftir svo boltanum yfir Allen og í markið.
73 Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Fylkir) á skot í stöng
Fær boltann inn í teig, leikur á tvo varnarmenn með frábærri snertingu og snýr svo boltann í fjærstöngina! Þarna hefðu heimakonur farið langt með að klára leikinn.
69 MARK! Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylkir) skorar
3:2 - Fylkir svarar um hæl! Aftur frábær fyrirgjöf frá Berglindi hægra megin og Bryndís með þrumuskalla af stuttu færi, beint í náhornið.
67 MARK! Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA) skorar
2:2 - Aftur afar klaufalegt mark, Hulda Björg tekur aukaspyrnu nánast frá miðju, Cecilía kemur út í boltann, missir af honum og hann virðist bara renna í autt netið. Fylkiskonur eru ósáttar, telja að það hafi verið brotið á markmanninum.
66 Gabriela Guillén (Þór/KA) kemur inn á
66 María C. Ólafsdóttir Gros (Þór/KA) fer af velli
65 Sara Dögg Ásþórsdóttir (Fylkir) kemur inn á
65 Vesna Elísa Smiljkovic (Fylkir) fer af velli
62 MARK! Þórdís Elva Ágústsdóttir (Fylkir) skorar
2:1 - Frábært mark og Fylkiskonur nýta liðsmuninn. Fyrirliðinn Berglind Rós fer upp hægri kantinn og setur svo boltann fast fyrir, milli varnar og markmanns og Þórdís Elva er gráðug, kastar sér í boltann og tæklar hann hreinlega í netið!
58 Heiða Ragney Viðarsdóttir (Þór/KA) á skot framhjá
55 Þórdís Elva Ágústsdóttir (Fylkir) kemur inn á
55 Hulda Hrund Arnarsdóttir (Fylkir) fer af velli
53 Berglind Rós Ágústsdóttir (Fylkir) á skot framhjá
Þrumuskot rétt yfir markið.
52 Hulda Hrund Arnarsdóttir (Fylkir) á skot sem er varið
Katla með skalla af stuttu færi sem Allen ver og svo Hulda Hrund, þrumar að marki og boltanum er bjargað á línu sýndist mér.
52 Katla María Þórðardóttir (Fylkir) á skalla sem er varinn
51 Fylkir fær hornspyrnu
50 Margrét Árnadóttir (Þór/KA) fær rautt spjald
Beint rautt! Cecilía grípur boltann eftir hornspyrnuna, ætlar svo að losa sig við hann en þá virðist Margrét gefa henni olnbogaskot. Allavega er Jóhann Atli dómari í engum vafa, rekur hana út af um leið!
49 Þór/KA fær hornspyrnu
48 María C. Ólafsdóttir Gros (Þór/KA) á skot sem er varið
Laglegt skot utan teigs, boltinn á leiðinni upp í fjærhornið en Cecelía er hávaxin og nær til boltans.
48 Þór/KA fær hornspyrnu
48 Madeline Gotta (Þór/KA) kemur inn á
Furðulegt er þetta, en Hulda Karen hefur allavega lokið leik hér í dag.
48 Hulda Karen Ingvarsdóttir (Þór/KA) fer af velli
46
Furðulegt! Norðankonur byrja hálfleikinn tíu! Hulda Karen situr í tröppunum við völlinn og virðist fá aðhlynningu frá sjúkraþjálfara.
46 Seinni hálfleikur hafinn
45 Hálfleikur
Hnífjafnt eftir fyrstu 45. Bæði lið búin að eiga ágætis sénsa.
45 Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylkir) á skalla sem er varinn
Eftir aukaspyrnu, skalli af stuttu færi en beint á Allen í markinu.
39 Fylkir fær hornspyrnu
Rennur út í sandinn.
31 Saga Líf Sigurðardóttir (Þór/KA) á skot framhjá
Boltinn berst til Sögu utan teigs sem á ágætt skot, rétt yfir markið.
31 Þór/KA fær hornspyrnu
28 Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA) á skot framhjá
Stingur sér framfyrir varnarmann inn í teig eftir fyrirgjöf frá Maríu en skotvinkillinn er þröngur og hún mokar boltanum yfir.
19 MARK! Eva Rut Ásþórsdóttir (Fylkir) skorar
1:1 - Vá! Eva er með knöttinn einhverja 20-25 metra frá marki, enginn fer í hana og hún stillir bara miðið og stýrir svo knettinum hnitmiðað upp í samskeytin vinstra megin. Óverjandi glæsimark!
17 Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Fylkir) á skot framhjá
Keyrir upp að vítateignum hægra megin en á svo slakt skot, vel yfir markið.
15 Hulda Hrund Arnarsdóttir (Fylkir) fær gult spjald
Hulda stingur sér framhjá varnarmanni inn í teig og ætlar svo að fiska vítaspyrnu. Tilraunin var afar misheppnuð, það kom enginn við hana og Jóhann Atli dómari getur varla annað gert en spjaldað hana fyrir leikaraskap.
12 Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA) fær gult spjald
Brýtur af sér á vallarhelmingi Fylkis og uppsker gult spjald.
12 María Eva Eyjólfsdóttir (Fylkir) fær gult spjald
11 MARK! Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA) skorar
0:1 - Furðumark! Boltinn berst inn í teig og Arna Sif gerir svo sem vel, skallar að marki nokkuð utarlega í teignum. Það voru hins vegar markir leikmenn á milli hennar og marksins en hann virtist einhvernveginn þræða nálaraugað, í gegnum pakkann og í markið!
10
Boltanum er stungið inn á Stefaníu sem keyrir inn í teig, framhjá einum varnarmanni en reynir svo að fara of langt. Allen kemur úr markinu og handsamar boltann.
8
Norðankonur eru almennt harðar í horn að taka og leikurinn hér byrjar eftir því. Mikið um tæklingar og baráttu.
5
Miðjumoð hér í upphafi, liðin skiptast á að vera með boltann. Engin alvöru sókn komin.
1
Fylkiskonur breyta aðeins um kerfi, fyrirliðinn Berglind Rós spilar aðeins framar og er á miðjunni, ekki í hafsent eins og í sumar. Hún er auðvitað að upplagi miðjumaður.
1 Leikur hafinn
Heimakonur taka miðju og leikurinn er hafinn.
0
Liðin gerðu 2:2-jafntefli á Þórsvelli fyrr í sumar. Norðankonur mörðu þar stigið þegar gestirnir skoruðu sjálfsmark undir lok leiks.
0
Fylkir er í fjórða sæti deildarinnar með 16 stig og Þór/KA í sjöunda sæti með 11 stig.
0
Góðan dag og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Fylkis og Þórs/KA í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta.
Sjá meira
Sjá allt

Fylkir: (3-5-2) Mark: Cecilia Rán Rúnarsdóttir. Vörn: Íris Una Þórðardóttir, Katla María Þórðardóttir, María Eva Eyjólfsdóttir. Miðja: Vesna Elísa Smiljkovic (Sara Dögg Ásþórsdóttir 65), Eva Rut Ásþórsdóttir, Berglind Rós Ágústsdóttir, Hulda Hrund Arnarsdóttir (Þórdís Elva Ágústsdóttir 55), Stefanía Ragnarsdóttir (Margrét Björg Ástvaldsdóttir 80). Sókn: Bryndís Arna Níelsdóttir, Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Sigrún Salka Hermannsdóttir 80).
Varamenn: Gunnhildur Ottósdóttir (M), Ísabella Sara Halldórsdóttir, Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir, Margrét Björg Ástvaldsdóttir, Sigrún Salka Hermannsdóttir, Þórdís Elva Ágústsdóttir, Sara Dögg Ásþórsdóttir.

Þór/KA: (4-4-2) Mark: Laurie-Amie Allen. Vörn: Hulda Karen Ingvarsdóttir (Madeline Gotta 48), Arna Sif Ásgrímsdóttir, Hulda Björg Hannesdóttir, Saga Líf Sigurðardóttir. Miðja: María C. Ólafsdóttir Gros (Gabriela Guillén 66), Karen María Sigurgeirsdóttir, Berglind Baldursdóttir (Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir 80), Heiða Ragney Viðarsdóttir. Sókn: Margrét Árnadóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir (Ísfold Marý Sigtryggsdóttir 80).
Varamenn: (M), Madeline Gotta, Gabriela Guillén, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir.

Skot: Fylkir 10 (8) - Þór/KA 6 (3)
Horn: Þór/KA 4 - Fylkir 2.

Lýsandi: Kristófer Kristjánsson
Völlur: Würth-völlurinn

Leikur hefst
6. sept. 2020 14:00

Aðstæður:
Rignir nokkuð í Árbænum. Aðstæður góðar.

Dómari: Jóhann Atli Hafliðason
Aðstoðardómarar: Sveinn Tjörvi Viðarsson og Sigurður Schram

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert