Stjarnan vann á Selfossi

Selfoss og Stjarnan mætast í dag.
Selfoss og Stjarnan mætast í dag. mbl.is/Arnþór Birkisson

Stjarn­an náði í þrjú stig þegar liðið heim­sótti Sel­foss í Pepsi Max-deild kvenna í knatt­spyrnu. Stjarn­an hafði bet­ur 3:2 . 

Sel­foss er með 16 stig og Stjarn­an er nú með 14 stig en úr­slit­in koma tölu­vert á óvart þar sem Sel­foss hef­ur und­an­farið unnið Breiðablik í deild­inni og Val í bik­arn­um. 

Leik­ur­inn byrjaði með lát­um því Betsy Has­sett skoraði fyr­ir Stjörn­una eft­ir aðeins 22 sek­únd­ur. Fylgdi á eft­ir skoti frá Shameeku Fis­hley. 

Fis­hley lagði einnig upp annað markið þegar hún gaf fyr­ir og Aníta Ýr Þor­valds­dótt­ir skoraði af stuttu færi á 10. mín­útu. Stjarn­an byrjaði leik­inn því virki­lega vel. 

Sel­fyss­ing­ar unnu sig inn í leik­inn þegar leið á fyrri hálfleik og minnkuðu mun­inn á 36. mín­útu þegar Barbára Sól Gísla­dótt­ir skoraði eft­ir auka­spyrnu fyr­irliðans Önnur Maríu Friðgeirs­dótt­ur. 

Fis­hley svaraði hins veg­ar með þriðja marki Stjörn­unn­ar á 39. mín­útu og skoraði því eitt og lagði upp tvö mörk í fyrri hálfleik. Fékk góða send­ingu frá Has­sett inn fyr­ir vörn­ina og renndi bolt­an­um í vinstra hornið. 

Í síðari hálfleik þurftu Sel­fyss­ing­ar að bíða lengi eft­ir öðru marki sínu þrátt fyr­ir að sækja tölu­vert. Of lengi til að hleypa veru­legri spennu í leik­inn. Markið kom í upp­bót­ar­tíma og það skoraði Helena Hekla Hlyns­dótt­ir með skalla eft­ir fyr­ir­gjöf frá Magda­lenu Önnu Reim­us en báðar komu þær inn á sem vara­menn. 

Ell­efu horn­spyrn­ur skiluðu litlu

Aðstæður voru erfiðar á Sel­fossi í dag. Rok og rign­ing sem setti veru­leg­an svip á leik­inn. Völl­ur­inn þó góður og eng­in polla­mynd­un sjá­an­leg þrátt fyr­ir mikla rign­ingu. 

Leik­menn Sel­foss virt­ust ekki vera viðbún­ar hættu­leg­um skynd­isókn­um Stjörn­unn­ar en mörk­in þrjú komu eft­ir hraðar sókn­ir. Fyr­ir vikið komst Stjarn­an strax í mjög góða stöðu því liðið var með tveggja marka for­skot eft­ir aðeins tíu mín­útna leik. For­skotið var auk þess tvö mörk fyr­ir síðari hálfleik­inn. Stjarn­an var með vind­inn í bakið í fyrri hálfleik og hafði það ef til vill ein­hver áhrif.

Í siðari hálfleik fór leik­ur­inn fram að tölu­vert miklu leyti á vall­ar­helm­ingi Stjörn­unn­ar. Þá hafði enn frek­ar bætt í bæði vind­inn og rign­ing­una. Því fylgdi þó eng­in stór­skota­hríð að marki gest­anna. Sel­foss skapaði sér fá dauðafæri í leikn­um. Liðið var oft í ágætri stöðu til að búa eitt­hvað til. Fékk ell­efu horn­spyrn­ur og nokkr­ar auka­spyrn­ur sem var hægt að senda inn á teig­inn. Lítið varð úr því. Þær voru óná­kvæm­ar í nokk­ur skipti og í önn­ur skipti réðu varn­ar­menn Garðbæ­ing­ar við til­raun­ir Sel­fyss­inga. Ekki er auðvelt að eiga við Dag­nýju Brynj­ars­dótt­ur í loft­inu en ég man bara eft­ir einu til­felli þar sem hún náði skalla eft­ir horn­spyrnu og þá fór bolt­inn yfir. 

Lið Sel­foss er ekki nægi­lega stöðugt til að gera at­lögu að Íslands­meist­ara­titl­in­um þetta sum­arið. Und­an­farið hef­ur liðið unnið Breiðablik á úti­velli í deild­inni og Val heima í bik­arn­um. Liðið á eft­ir báða leik­ina gegn Val í deild­inni en of mörg stig eru far­in í súg­inn til að liðið nái að stríða Breiðabliki og Val. Nú áttu kannski marg­ir von á því að liðið færi á flug og úr­slit­in í dag komu því sjálfsagt mörg­um á óvart. 

Lið Stjörn­unn­ar gæti átt eft­ir að taka fleiri stig í síðari hluta móts­ins held­ur en í þeim fyrri ef mið er tekið af leikn­um í dag. Vafa­laust er gott fyr­ir unga leik­menn liðsins að fá Mál­fríði Ernu Sig­urðardótt­ur í miðja vörn­ina. Hún get­ur miðlað af sinni reynslu enda með á þriðja hundrað leiki í deild­inni. Markvörður­inn Erin Mc­Leod er ef til vill á niður­leið á sín­um ferli en hún get­ur einnig hjálpað til við að skipu­leggja vörn­ina eins og Mál­fríður. Þegar liðið var á móti vind­in­um í síðari hálfleik þá hefði getað verið hættu­legt fyr­ir Stjörn­una ef Sel­foss hefði náð að skora annað mark tím­an­lega. Þeim tókst hins veg­ar að koma í veg fyr­ir það og markið kom ekki fyrr en í upp­bót­ar­tíma. 

Shameeka Fis­hley og Betsy Has­sett gerðu virki­lega vel í sókn­inni í fyrri hálfleik þegar grunn­ur­inn var lagður að sigr­in­um. Þær fengu hins veg­ar ekki úr miklu að moða í síðari hálfleik eins og leik­ur­inn þróaðist. 

Sel­foss 2:3 Stjarn­an opna loka
skorar Barbára Sól Gísladóttir (36. mín.)
skorar Helena Hekla Hlynsdóttir (90. mín.)
Mörk
skorar Betsy Hassett (1. mín.)
skorar Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (10. mín.)
skorar Shameeka Fishley (39. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Stjarnan nær í þrjú stig á Selfossi.
90 Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss) á skot framhjá
Skot framhjá hægra megin í teignum eftir hornið. Hitti boltann illa.
90 Selfoss fær hornspyrnu
90 MARK! Helena Hekla Hlynsdóttir (Selfoss) skorar
2:3 Varamennirnir áttu þetta mark. Magdalena með góða fyrirgjöf frá hægri. Á fjærstönginni var Helena og skallaði í nærhornið. Marckese var í boltanum en það var ekki nóg.
90
Stjarnan er að landa þremur stigum á Selfossi. Sé ekki heimaliðið skora tvö mörk úr þessu. Liðinu gengur ekki vel að skapa sér færi.
89 Selfoss fær hornspyrnu
83 Magdalena Anna Reimus (Selfoss) á skot sem er varið
Skot úr teignum utarlega hægra megin en Marckese sá við þessu.
83 Selfoss fær hornspyrnu
82 Þóra Jónsdóttir (Selfoss) kemur inn á
82 Karitas Tómasdóttir (Selfoss) fer af velli
78 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (Stjarnan) kemur inn á
78 Angela Caloia (Stjarnan) fer af velli
78 Jana Sól Valdimarsdóttir (Stjarnan) kemur inn á
78 Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan) fer af velli
77
Hættuleg sending inn á teiginn hjá Stjörnunni en Marckese réði við þetta.
74 Helena Hekla Hlynsdóttir (Selfoss) kemur inn á
74 Anna María Friðgeirsdóttir (Selfoss) fer af velli
74 Magdalena Anna Reimus (Selfoss) kemur inn á
74 Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss) fer af velli
73 Anna María Friðgeirsdóttir (Selfoss) á skot sem er varið
Af löngu færi beint á markvörðinn.
72 Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan) á skot framhjá
Reyndi skot utan teigs en lítið varð úr því á móti sterkum vindinum.
70 Selfoss fær hornspyrnu
Frá hægri
64 Selfoss fær hornspyrnu
Garðbæingar náðu að skalla aukaspyrnuna aftur fyrir.
63
Selfoss fær aukaspyrnu hægra megin við vítateig Stjörnunnar. Spurning hvort hægt sé að senda á kollinn á Dagnýju.
59 Selfoss fær hornspyrnu
58 Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss) á skot sem er varið
Lék inn í teiginn vinstra megin og lét vaða en varnarmaður Stjörnunnar komst fyrir skotið. Boltinn barst til Evu að mér sýndist sem náði ekki valdi á honum.
55 Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss) kemur inn á
55 Clara Sigurðardóttir (Selfoss) fer af velli
55
Leikurinn fer nú að mestu fram á vallarhelmingi Stjörnunnar sem leikur á móti vindinum í síðari hálfleik. Bætt hefur bæði í vindinn og rigninguna. Aðstæður eru orðnar verulega erfiðar.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Getur Selfoss snúið taflinu við?
45 Hálfleikur
Óvænt staða að loknum fyrri hálfleik hér á Selfossi. 3:1 fyrir Stjörnuna. Heimaliðið virðist ekki hafa verið viðbúið hættulegum skyndisóknum Stjörnunnar. Shameeka Fishley er búin að skora eitt og leggja upp tvö.
39 MARK! Shameeka Fishley (Stjarnan) skorar
1:3 Góð sending inn fyrir vörnina hjá Hassett á Fishley sem var hægra megin í teignum og renndi boltanum hárnákvæmt í fjærhornið.
36 MARK! Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss) skorar
1:2 Anna María tók aukaspyrnu rétt inn á vallarhelmingi Stjörnunnar og sendi inn á teiginn. Marckese fór út úr markinu og reyndi að ná til boltans og þar var þvaga leikmanna. Barbára fékk boltann og sendi boltann yfir leikmennina í teignum og í netið. Fín afgreiðsla.
34 Selfoss fær hornspyrnu
Frá hægri
31
Hætta við mark Stjörnunnar eftir hornið en boltinn hafnar í höndum Mcleod í markteignum.
31 Selfoss fær hornspyrnu
Frá vinstri.
30 Selfoss fær hornspyrnu
Frá hægri
29 Dagný Brynjarsdóttir (Selfoss) á skalla sem fer framhjá
Kom af miklum krafti á móti boltanum eftir hornspyrnuna en náði ekki að skalla á markið og boltinn fór talsvert yfir markið.
28 Selfoss fær hornspyrnu
Frá hægri
24 Tiffany McCarty (Selfoss) á skot framhjá
Ágæt sókn. Eva Lind fór upp að endamörkum hægra meginn og renndi út í teiginn á McCarthy sem skaut framhjá með vinstri fæti. Hefði getað gert betur þarna.
23
Stjarnan fær aukaspyrnu vinstra megin við vítateiginn.
20
Leikmenn liðanna reyna að halda boltanum niðri og spila. Vindurinn hefur töluverð áhrif ef boltann er sendur upp í loftið.
13 Shameeka Fishley (Stjarnan) á skot framhjá
Skot utan teigs.
13 Stjarnan fær hornspyrnu
Frá hægri
10 MARK! Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan) skorar
0:2 Skyndisókn og mark. Shameeka Fishley búin að leggja upp bæði mörkin. Fór fram kantinn hægra megin og renndi boltanum fyrir markið. Aníta var eini sóknarmaðurinn í teignum og renndi boltanum óáreitt í netið rétt utan markteigs. Vel gert hjá Garðbæingum en ekki merkilegur varnarleikur hjá Selfyssingum.
5
Kjaftshögg fyrir Selfyssinga í upphafi leiks. Forvitnilegt að sjá hvernig liðið vinnur sig út úr þessu.
2 Selfoss fær hornspyrnu
1 MARK! Betsy Hassett (Stjarnan) skorar
0:1 Þvílík byrjun. Mark eftir 22 sekúndur. Fishley lék upp að vítateig hægra megin og skaut föstu skoti sem Marckese varði. Boltinn féll fyrir Betsy Hassett á markteignum vinstra megin og sendi boltann í netið.
1 Leikur hafinn
0
Leiðindaveður hérna á Selfossi í dag eins og víða á landinu. Rok og rigning. Varla hafa margir áhuga á að sitja í stúkunni við þessar aðstæður.
0
Reynsluboltinn Málfríður Erna Sigurðardóttir fer beint í byrjunarliðið hjá Stjörnunni eftir að hafa haft félagaskipti úr Val á dögunum. Leikur væntanlega í miðvarðastöðunni. Gæti haft góð áhrif á unga leikmenn Stjörnunnar í næstu leikjum að fá jafn reyndan leikmann og Málfríði í hópinn.
0
Andinn er væntanlega góður í Selfossliðinu eftir góðan sigur á Val í bikarnum í vikunni.
0
Selfoss er í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig og Stjarnan í sjötta sæti með 11 stig.
0
Góðan dag og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Selfoss og Stjörnunnar í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu.
Sjá meira
Sjá allt

Selfoss: (4-3-3) Mark: Kaylan Marckese. Vörn: Anna María Friðgeirsdóttir (Helena Hekla Hlynsdóttir 74), Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Eva Lind Elíasdóttir (Magdalena Anna Reimus 74). Miðja: Karitas Tómasdóttir (Þóra Jónsdóttir 82), Dagný Brynjarsdóttir, Clara Sigurðardóttir (Unnur Dóra Bergsdóttir 55). Sókn: Barbára Sól Gísladóttir, Tiffany McCarty, Hólmfríður Magnúsdóttir.
Varamenn: Margrét Ósk Borgþórsdóttir (M), Unnur Dóra Bergsdóttir, Selma Friðriksdóttir, Magdalena Anna Reimus, Helena Hekla Hlynsdóttir, Þóra Jónsdóttir, Brynja Líf Jónsdóttir.

Stjarnan: (4-3-3) Mark: Erin McLeod. Vörn: Arna Dís Arnþórsdóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir, Sædís Rún Heiðarsdóttir. Miðja: Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir, Jasmín Erla Ingadóttir, Betsy Hassett. Sókn: Shameeka Fishley, Angela Caloia (Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir 78), Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Jana Sól Valdimarsdóttir 78).
Varamenn: Birta Guðlaugsdóttir (M), Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir, Snædís María Jörundsdóttir, Katrín Mist Kristinsdóttir, Elín Helga Ingadóttir, Gyða Kristín Gunnarsdóttir, Jana Sól Valdimarsdóttir.

Skot: Selfoss 8 (5) - Stjarnan 5 (3)
Horn: Selfoss 11 - Stjarnan 1.

Lýsandi: Kristján Jónsson
Völlur: Jáverk-völlurinn

Leikur hefst
6. sept. 2020 14:00

Aðstæður:
Ansi haustlegt. Rok og rigning. Völlurinn mjög blautur.

Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Aðstoðardómarar: Guðni Freyr Ingvason og Eydís Ragna Einarsdóttir

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert