Valskonur halda efsta sætinu

Það tók Valskon­ur aðeins fimm mín­út­ur að skora og ná yf­ir­hönd­inni gegn ÍBV að Hlíðar­enda í dag, síðan var bara spurn­ing um hvað sig­ur­inn yrði stór og 4:0 dugði til að sigra og halda um leið efsta sæti efstu deild­ar kvenna í fót­bolta, Pepsi Max-deild­inni.

Eyja­stúlk­an Miyah Wat­ford átti fyrsta færið strax á 1. mín­útu en Sandra í marki Vals varði vel. Þar með vissu Valskon­ur að þær þyrftu að vinna fyr­ir stig­un­um og áður en mín­úta var liðin munaði minnstu að Val­ur kæm­ist yfir. Það liðu hins veg­ar fjór­ar mín­út­ur til viðbót­ar þar til Gunn­hild­ur Yrsa Jóns­dótt­ir skoraði fyrsta mark Vals af stuttu færi eft­ir frá­bæra horn­spyrnu Hall­beru Guðnýj­ar Gísla­dótt­ur. Á 18. mín­útu átti síðan Gunn­hild­ur Yrsa skot í slána en á 29. mín­útu gerðu Eyja­kon­ur sjálfs­mark. Tíu mín­út­um síðar skoraði Gunn­hild­ur Yrsa aft­ur, nú af stuttu færi, þegar bolt­inn rann fyr­ir hana eft­ir snögga sókn.

ÍBV skipti í hálfleik út þrem­ur leik­mönn­um, sem höfðu staðið sig ágæt­lega og rætt var um að liðið ætlaði sér að hvíla þá. Reynd­ar var eins og Valskon­ur væru líka að hvíla sig, það vantaði neist­ann og með því að vanda sig hefði liðið getað byrjað strax að bæta við mörk­um. Arna Ei­ríks­dótt­ir náði þó að inn­sigla sig­ur með góðu skalla­marki af stuttu færi eft­ir horn­spyrnu.

Með sigr­in­um halda Valskon­ur efsta sæti deild­ar­inn­ar með fjór­um stig­um meira en Blika­kon­ur, sem eiga leik seinna í dag. Marka­tala Kópa­vogsliðsins er miklu betri og ef það á að saxa á hana hefðu Valskon­ur þurft að láta mun meira til sína taka í seinni hálfleik. ÍBV er eft­ir sem áður í 5. sæti deild­ar­inn­ar.

Val­ur 4:0 ÍBV opna loka
skorar Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (5. mín.)
skorar Valur (29. mín.)
skorar Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (38. mín.)
skorar Arna Eiríksdóttir (81. mín.)
Mörk
fær gult spjald Ída Marín Hermannsdóttir (86. mín.)
fær gult spjald Málfríður Anna Eiríksdóttir (87. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Thelma Sól Óðinsdóttir (78. mín.)
fær gult spjald Kristjana R. Sigurz (90. mín.)
mín.
90 Leik lokið
90 Dóra María Lárusdóttir (Valur) á skot framhjá
Skot á vítateigslínu en fór rétt yfir.
90 Valur fær hornspyrnu
90 Dóra María Lárusdóttir (Valur) á skot sem er varið
Aukaspyrna og markvörður ÍBV sló boltann yfir.
90 Kristjana R. Sigurz (ÍBV) fær gult spjald
90 Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur) á skalla sem fer framhjá
Frábær sending Hallberu og frábært færi en framhjá.
89 Valur fær hornspyrnu
89 Ída Marín Hermannsdóttir (Valur) á skalla sem fer framhjá
Stutt færi en engin hætta.
89 Valur fær hornspyrnu
87 Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur) fær gult spjald
86 Ída Marín Hermannsdóttir (Valur) fær gult spjald
82 Mist Edvardsdóttir (Valur) kemur inn á
82 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Valur) fer af velli
81 MARK! Arna Eiríksdóttir (Valur) skorar
Mark. 4:0. Horn frá vinstri og við fjærstöngin beið Arna og skallaði út við stöng.
81 Valur fær hornspyrnu
80 Inga Dan Ingadóttir (ÍBV) kemur inn á
80 Karlina Miksone (ÍBV) fer af velli
78 Thelma Sól Óðinsdóttir (ÍBV) fær gult spjald
76 Arna Eiríksdóttir (Valur) kemur inn á
76 Guðný Árnadóttir (Valur) fer af velli
76 Ída Marín Hermannsdóttir (Valur) kemur inn á
76 Hlín Eiríksdóttir (Valur) fer af velli
74 Dóra María Lárusdóttir (Valur) á skot framhjá
Gott færi en hún slengdi fætinum í boltann frekar en skjóta hnitmiðað.
66 Dóra María Lárusdóttir (Valur) á skot framhjá
Fékk góða sendingu en skaut yfir.
66 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Valur) á skot framhjá
Aukapyrnu af 20 metra færi og rétt yfir slánna.
64 Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur) kemur inn á
64 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Valur) fer af velli
64 Bergdís Fanney Einarsdóttir (Valur) kemur inn á
64 Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur) fer af velli
57 Þóra Björg Stefánsdóttir (ÍBV) kemur inn á
57 Helena Jónsdóttir (ÍBV) fer af velli
57 Thelma Sól Óðinsdóttir (ÍBV) á skot sem er varið
Laust og beint á Söndru í markinu.
56 Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur) á skot framhjá
Af löngu færi og markvörður ÍBV lét boltann fara framhjá stönginni.
55 Elín Metta Jensen (Valur) á skot sem er varið
Beint á markmann ÍBV.
54 Hallbera Guðný Gísladóttir (Valur) á skot í stöng
Hornspyrnan fór í stöngina nær.
54 Valur fær hornspyrnu
52 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Valur) á skalla sem fer framhjá
Lítil hætta.
48
Svo virðist sem Eyjamenn hafi skipt út þremur leikmönnum, sem hafa staðið sig vel í dag.
47 Valur fær hornspyrnu
46 Seinni hálfleikur hafinn
45 Selma Björt Sigursveinsdóttir (ÍBV) kemur inn á
45 Olga Sevcova (ÍBV) fer af velli
45 Berta Sigursteinsdóttir (ÍBV) kemur inn á
45 Fatma Kara (ÍBV) fer af velli
45 Thelma Sól Óðinsdóttir (ÍBV) kemur inn á
45 Miyah Watford (ÍBV) fer af velli
45 Hálfleikur
44 Hlín Eiríksdóttir (Valur) á skalla sem fer framhjá
Vel yfir markið.
38 MARK! Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Valur) skorar
MARK 3:0. Hlín var með boltann við endalínu vinstra megin og gaf fyrir, markvörður ÍBV náði ekki að halda boltanum sem rann fyrir fætur Gunnhildar, sem skoraði í autt markið.
38 Valur fær hornspyrnu
30 Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur) á skot í þverslá
Mikil þvaga eftir hornið og skot af stuttu færí í slánna.
30 Valur fær hornspyrnu
29 MARK! Valur (Valur) skorar
MARK 2:0. Aukaspyrna frá hægri, boltinn fór í gegnum vörn ÍBV en Eliza Spruntule rak fótinn í boltann, sem fór í vinstra hornið. Sjálfsmark.
25 Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur) á skot sem er varið
Í galopnu færi stutt frá markinu en hitti boltann ekki og varnarmaður ÍBV tók hann.
20 Valur fær hornspyrnu
20
ÍBV gengur illa að byggja upp góðar sóknir og flestir stunguboltarnir enda hjá Söndru í markinu.
18 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Valur) á skot í þverslá
Góð sókn og laust skot frá vítateigslínu, sem fór yfir markvörð ÍBV, í slá og út.
13 Valur fær hornspyrnu
11 Elín Metta Jensen (Valur) á skot sem er varið
Af 40 metra færi og loks rúllaði boltinn hægt til Guðnýjar í markinu. Engin hætta.
5 MARK! Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Valur) skorar
MARK 1:0. Hallbera tók horn frá hægri, boltinn kom niður við marklínu, Guðný markvörður sló boltann út og eftir mikla þvögu skoraði Gunnhildur af stuttu færi.
4 Valur fær hornspyrnu
1 Elín Metta Jensen (Valur) á skot sem er varið
Og strax hinu meginn.
1 Miyah Watford (ÍBV) á skot sem er varið
Fjörið byrjað, úr erfiður færi en Sandra náði í boltann.
1 Leikur hafinn
ÍBV byrjar með boltann og leikur í átt miðbæ Reykjavíkur.
0
Samkvæmt spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanns í deildinni mun Valur enda mótið í þriðja sæti með Selfoss rétt á undan sér og Breiðablik sem meistara. Eyjakonum er spáð 9. sæti og næstsíðasta sæti deildarinnar
0
Valskonur fengu færi á titli í Meistarakeppni KSÍ en þar töpuðu Íslandsmeistararnir 2:1 fyrir bikarmeisturum Selfoss.
0
Hvorugt liðið í dag þarf að spá bikarkeppnina því Valskonur slógu ÍBV út í 16-liða úrslitunum en töpuðu svo sjálfar 1-0 fyrir Selfoss í 8-liða úrsitum
0
Valur og ÍBV léku 30. júní í Eyjum þar sem Valur vann 3:1.
0
ÍBV er í 5. sæti með 16 stig eftir 11 leiki. Unnið 5, gert eitt jafntefli og tapað fimm leikjum. Byrjuðu mótið með sigri en síðan komu fjögur töp í röð. Þá loks fór að rofa til með fjórum sigrum og einu jafntefli en í síðasta leik töpuðu Eyjakonur 1-0 fyrir Stjörnunni.
0
Mega ekki misstíga sig oft því Breiðablik er fast á hæla þeirra með 27 stig en hefur leikið einum leik færra og mun spila við Þrótt í kvöld. Svo er það markatalan. Breiðablik hefur skorað 42 mörk og fengið á sig tvö en Valur hefur skorað 27 og fengið á sig 9. ÍBV hefur skorað 13 mörk og fengið á sig 19.
0
Valskonur eru í efsta sæti deildarinnar með 28 stig. Hafa spilað 11 leiki, unnið 9 af þeim, gert eitt jafntefli gegn Fylki en 21. júlí kom fyrsta tapið, 4:0 fyrir Blikum. Valur hefur síðan unnið síðustu fjóra leiki sína.
0
Velkomin með mbl.is á Hlíðarenda þar sem Valsarar taka á móti ÍBV í Pepsi Max-deild kvenna.
Sjá meira
Sjá allt

Valur: (4-4-2) Mark: Sandra Sigurðardóttir. Vörn: Elísa Viðarsdóttir, Guðný Árnadóttir (Arna Eiríksdóttir 76), Lillý Rut Hlynsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir. Miðja: Hlín Eiríksdóttir (Ída Marín Hermannsdóttir 76), Dóra María Lárusdóttir, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Málfríður Anna Eiríksdóttir 64), Ásdís Karen Halldórsdóttir (Bergdís Fanney Einarsdóttir 64). Sókn: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Mist Edvardsdóttir 82), Elín Metta Jensen.
Varamenn: Aldís Guðlaugsdóttir (M), Arna Eiríksdóttir, Mist Edvardsdóttir, Ída Marín Hermannsdóttir, Bergdís Fanney Einarsdóttir, Málfríður Anna Eiríksdóttir.

ÍBV: (4-4-2) Mark: Guðný Geirsdóttir. Vörn: Kristjana R. Sigurz, Ragna Sara Magnúsdóttir, Júlíana Sveinsdóttir, Eliza Spruntule. Miðja: Fatma Kara (Berta Sigursteinsdóttir 45), Karlina Miksone (Inga Dan Ingadóttir 80), Hanna Kallmaier, Helena Jónsdóttir (Þóra Björg Stefánsdóttir 57). Sókn: Olga Sevcova (Selma Björt Sigursveinsdóttir 45), Miyah Watford (Thelma Sól Óðinsdóttir 45).
Varamenn: (M), Sunna Einarsdóttir, Thelma Sól Óðinsdóttir, Þóra Björg Stefánsdóttir, Inga Dan Ingadóttir, Berta Sigursteinsdóttir, Selma Björt Sigursveinsdóttir.

Skot: Valur 21 (12) - ÍBV 2 (2)
Horn: Valur 11.

Lýsandi: Stefán Stefánsson
Völlur: Origo-völlurinn
Áhorfendafjöldi: 100.

Leikur hefst
6. sept. 2020 14:00

Aðstæður:
Suðvestan um 6 m/s, hiti um 12 stig, alskýjað. Enginn regnskúr. þegar leikurinn byrjar.

Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Aðstoðardómarar: Daníel Ingi Þórisson og Jakub Marcin Róg

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert