Ekkert lát á jafnteflum hjá Grindavík og ÍBV

Frá leik liðanna á Akureyri í kvöld.
Frá leik liðanna á Akureyri í kvöld. Ljósmynd/Þórir

Kefla­vík sleit sig tveim­ur stig­um frá ÍBV og Grinda­vík í Lengju­deild karla í kvöld en tveir leik­ir voru á dag­skrá. 

Kefl­vík­ing­ar fóru norður í Eyja­fjörð og náðu í þrjú stig gegn Þór þar sem Kefla­vík sigraði 3:1 þrátt fyr­ir að lenda 1:0 und­ir snemma leiks. Álvaro Montejo kom þá Þór yfir á 17. mín­útu en Kefl­vík­ing­ar svöruðu þríveg­is fyr­ir hlé. Josep Arth­ur Gibbs skoraði tví­veg­is og Nacho Heras  skoraði eitt. Hinn ástr­alski Gibbs hef­ur nú skorað 16 mörk í 13 leikj­um fyr­ir Kefl­vík­inga í deild­inni í ár.

Kefla­vík er með 27 stig eft­ir 13 leiki í 2. sæti deild­ar­inn­ar og er fjór­um stig­um á eft­ir Fram. Liðið fór upp fyr­ir Leikni með sigr­in­um í kvöld. Þór er með 20 stig eft­ir 14 leiki í 6. sæti. 

Grinda­vík og ÍBV gerðu 1:1 jafn­tefli en úr­slit­in koma kannski ekki á óvart þar sem þetta var sjö­unda jafn­tefli ÍBV og sjötta jafn­tefli Grinda­vík­ur í deild­inni í sum­ar. 

Sig­urður Bjart­ur Halls­son kom Grinda­vík yfir á 49. mín­útu en Jon­ath­an Glenn jafnaði fyr­ir ÍBV á 63. mín­útu. 

ÍBV er með 25 stig eft­ir 14 leiki í 4. sæti en Grinda­vík með 21 stig eft­ir 13 leiki í 5. sæti. 

Marka­skor­ar­ar sam­kvæmt færsl­um á Úrslit.net. 

Jonathan Glenn skoraði fyrir ÍBV.
Jon­ath­an Glenn skoraði fyr­ir ÍBV. mbl.is/Þ​órir
mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert