„Spila miklu hraðar en Englendingarnir“

Dries Mertens og Guðlaugur Victor Pálsson í leiknum í kvöld.
Dries Mertens og Guðlaugur Victor Pálsson í leiknum í kvöld. AFP

„Við mætt­um virki­lega góðu liði. Þeir voru betri og lítið við því að segja,“ sagði Erik Hamrén, landsliðsþjálf­ari Íslands, í viðtali við Stöð2 Sport í kvöld eft­ir 5:1-tap fyr­ir Belg­íu í Þjóðadeild­inni UEFA.

„Það er aldrei gott að tapa stórt og er slæmt fyr­ir sjálfs­traustið. En við reyn­um að læra af þessu. Mestu máli skipt­ir að standa sig vel í um­spil­inu fyr­ir EM.“

Hamrén var hrein­skil­inn varðandi það að Belgarn­ir væru ein­fald­lega betri. 

„Við byrjuðum vel en þeir eru góðir og við lent­um í vand­ræðum. Sér­stak­lega í stöðunni maður á móti manni. Þegar ork­an minnk­ar og okk­ur skort­ir hraða til að skapa eitt­hvað erum við í vand­ræðum. Við feng­um svör við ýmsu. Sumt af því er já­kvætt en annað nei­kvætt. Sem er ástæðan fyr­ir því að ég vildi skoða nokkra leik­menn. Ég var ánægður með það sem ég sá á móti Englandi en í dag var sumt já­kvætt en annað nei­kvætt. Leik­ur­inn er 90 mín­út­ur og menn æfa með það í huga. En Belgarn­ir eru betri en við og þeir sýndu það í dag. Við þurft­um að elta þá og urðum þreytt­ir þegar leið á. Við hefðum þurft að loka bet­ur eins og okk­ur tókst að gera gegn Englandi. En það er ekki svo ein­falt því Belgarn­ir færa bolt­ann á milli miklu hraðar en Eng­lend­ing­ar,“ sagði Hamrén í út­send­ingu Stöðvar2 Sport. 

Hamrén var spurður út í fyrstu tvö mörk Belga þar sem kom til kasta aðstoðardóm­ar­ans. Jón Guðni reyndi að bjarga á línu í fyrsta mark­inu og í öðru mark­inu vildu ís­lensku varn­ar­menn­irn­ir fá rang­stöðu. 

Ég treysti aðstoðardóm­ar­an­um,“ sagði Hamrén.

Erik Hamrén.
Erik Hamrén. AFP
mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert