Getum tapað fyrir öllum liðum deildarinnar

Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis.
Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta var gríðarlega slök frammistaða og við vor­um ein­fald­lega lé­leg­ar,“ sagði Kjart­an Stef­áns­son, þjálf­ari Fylk­is, í sam­tali við mbl.is eft­ir 3:1-tap liðsins gegn FH í úr­vals­deild kvenna í knatt­spyrnu, Pepsi Max-deild­inni, á Kaplakrika­velli í Hafnar­f­irði í frestuðum leik í 9. um­ferð deild­ar­inn­ar í dag.

„Ég er ósátt­ur með það hvernig við byrj­um leik­inn og það hef­ur vissu­lega smá áhrif þegar Katla María fer út af meidd og Berg­lind Rós þarf að fara í miðvarðastöðuna. Að sama skapi er það eng­in af­sök­un og heilt yfir þá vor­um við virki­lega lé­leg­ar í fyrri hálfleik og þótt seinni hálfleik­ur­inn hafi verið skömm­inni skárri þá er ég samt sem áður ósátt­ur.

Við gef­um þeim tvö mörk þannig að þær eru ekki að skora af því að þær voru að spila frá­bær­lega. Að sama skapi pressuðu þær okk­ur mjög vel og voru ein­fald­lega ákveðan­ari en við. Þær voru til­bún­ar í bar­átt­una, voru betri en við, og áttu sig­ur­inn fylli­lega skil­inn.“

Fylk­is­kon­ur eru áfram í þriðja sæti deild­ar­inn­ar en það hef­ur aðeins vantað upp á stöðug­leik­ann hjá liðinu í sum­ar.

„Við erum lið sem get­ur unnið hvaða lið sem er í deild­inni en að sama skapi get­um við líka tapað fyr­ir öll­um liðunum í deild­inni. Okk­ur hef­ur ekki gengið vel á blautu grasi í sum­ar en það er eng­in af­sök­un og við eig­um að geta spilað miklu betri bolta en við gerðum hér í dag.

Ég vil ekki meina að við höf­um van­metið FH-liðið.  FH er með hörkulið og ég tala nú ekki um eft­ir að þær styrktu sig í glugg­an­um þannig að við viss­um al­veg hvað við vor­um að fara út í þegar að við mætt­um hingað í Kaplakrika.

Eins og áður sagði  byrjaði Fylk­isliðið leik­inn illa og Kjart­an viður­kenn­ir að það hafi aðeins ein­kennt liðið í sum­ar.

„Við erum með ungt lið og okk­ar stærsta vanda­mál í sum­ar hef­ur verið að reyna bregðast við því hvernig við erum að byrja leik­ina okk­ar. Við í þjálf­arat­eym­inu erum búin að prófa allsskon­ar hluti en okk­ur hef­ur ekki tek­ist að finna lausn ennþá,“ bætti Kjart­an við.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert