„Þetta var gríðarlega slök frammistaða og við vorum einfaldlega lélegar,“ sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, í samtali við mbl.is eftir 3:1-tap liðsins gegn FH í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í frestuðum leik í 9. umferð deildarinnar í dag.
„Ég er ósáttur með það hvernig við byrjum leikinn og það hefur vissulega smá áhrif þegar Katla María fer út af meidd og Berglind Rós þarf að fara í miðvarðastöðuna. Að sama skapi er það engin afsökun og heilt yfir þá vorum við virkilega lélegar í fyrri hálfleik og þótt seinni hálfleikurinn hafi verið skömminni skárri þá er ég samt sem áður ósáttur.
Við gefum þeim tvö mörk þannig að þær eru ekki að skora af því að þær voru að spila frábærlega. Að sama skapi pressuðu þær okkur mjög vel og voru einfaldlega ákveðanari en við. Þær voru tilbúnar í baráttuna, voru betri en við, og áttu sigurinn fyllilega skilinn.“
Fylkiskonur eru áfram í þriðja sæti deildarinnar en það hefur aðeins vantað upp á stöðugleikann hjá liðinu í sumar.
„Við erum lið sem getur unnið hvaða lið sem er í deildinni en að sama skapi getum við líka tapað fyrir öllum liðunum í deildinni. Okkur hefur ekki gengið vel á blautu grasi í sumar en það er engin afsökun og við eigum að geta spilað miklu betri bolta en við gerðum hér í dag.
Ég vil ekki meina að við höfum vanmetið FH-liðið. FH er með hörkulið og ég tala nú ekki um eftir að þær styrktu sig í glugganum þannig að við vissum alveg hvað við vorum að fara út í þegar að við mættum hingað í Kaplakrika.
Eins og áður sagði byrjaði Fylkisliðið leikinn illa og Kjartan viðurkennir að það hafi aðeins einkennt liðið í sumar.
„Við erum með ungt lið og okkar stærsta vandamál í sumar hefur verið að reyna bregðast við því hvernig við erum að byrja leikina okkar. Við í þjálfarateyminu erum búin að prófa allsskonar hluti en okkur hefur ekki tekist að finna lausn ennþá,“ bætti Kjartan við.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |