„Þetta hefur verið erfitt ár fyrir alla sem starfa eða koma nálægt knattspyrnuheiminum,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við mbl.is á blaðamannafundi íslenska liðsins í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal í dag.
Þjálfarinn tilkynnti 23 manna leikmannahóp sinn fyrir leikina gegn Lettum og Svíum í undankeppni Evrópumóts kvenna sem fram fara á Laugardalsvellinum 17. og 22. september.
Tveir nýliðar eru í hópnum, þær Barbára Sól Gísladóttir frá Selfossi og Sveindís Jane Jónsdóttir úr Breiðabliki.
„Það er gríðarlega tilhlökkun fyrir þessu verkefni, bæði hjá starfsliðinu og leikmönnunum sjálfum, og fólk getur ekki beðið eftir mánudeginum þegar að við komum öll saman í fyrsta sinn í langan tíma og byrjum að undirbúa okkur fyrir komandi verkefni.
Okkur hefur gengið vel í riðlakeppninni hingað til og erum með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leiki okkar. Markmiðið er svo að tryggja sér sæti á EM í Englandi sem fer fram 2022 og vondi tekst okkur ætlunarverkið.“
Íslenska liðið er með 9 stig eftir fyrstu þrjá leiki sína, jafn mörg stig og Svíþjóð, en Svíarnir eru með talsvert betri markatölu.
„Svíarnir eru gríðarlega sterkir og sigurstranglegasta liðið í okkar riðli ef við segjum það bara eins og það er. Þeir eru sem stendur í fimmta sæti heimslistans og eru með mikla sögu sem lið.
Að sama skapi teljum við möguleika okkar góða gegn þeim og markmiðið fyrir leikina gegn Lettum og Svíum er að sjálfsögðu sigur og ekkert annað.
Við viljum tryggja okkar stöðu í riðlinum og til þess að það takist þurfum við góð úrslit úr þessum leikjum og vonandi tekst það.“
Þrír Selfyssingar eru í hópnum að þessu sinni en liðið er sem stendur í fjórða sæti úrvalsdeildar kvenna, Pepsi Max-deildarinnar.
„Barbára Sól frá Selfossi kemur inn og er annar af tveimur nýliðum í þessum hóp. Hún hefur staðið sig vel í sumar og þá var hún hluti af U19 ára landsliðinu sem stóð sig frábærlega á La Manga í mars. Við höfum fylgst lengi með henni og hún er hluti af þessu U19 ára liði sem við vorum með í ákveðnu ferli.
Því miður komust þær ekki í milliriðil fyrir EM vegna kórónuveirufaraldursins þar sem keppnin var einfaldlega blásin af en U19 ára liðið okkar var afar sterkt og vann meðal annars Þýskaland. Barbára var langt frá því að vera eini leikmaðurinn úr þeim hópi sem við skoðuðum að taka inn í A-landsliðshópinn og framtíðin er björt þar.“
Þá eru reynsluboltarnir Anna Björk Kristjánsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir á sínum stað.
„Dagný er með gríðarlega reynslu og einn af okkar sterkustu leikmönnum í gegnum tíðina. Anna Björk er svo með gríðarlega reynslu og kemur inn í hópinn með hana.
Þær gjörþekkja þessi verkefni sem við erum að fara inn í og eins og ég hef áður sagt þá er reynslan okkur afar dýrmæt. Reynsla við ólíkar aðstæður og við búum sem betur fer að því að vera með marga leikmenn í hópnum sem eru mjög reynslumiklir.“
Jón Þór hefur verið duglegur að taka yngri leikmenn inn í A-landsliðið og hann ítrekar að framtíðin sé björt hjá kvennalandsliðinu.
„Við einbeitum okkur að þeirri keppni sem við erum í núna sem er undankeppni EM. Það er ekkert launungamál að við erum að fylgjast með fleiri leikmönnum og við erum í góðum málum hvað það varðar.
Við erum með stóran hóp af ungum og efnulegum leikmönnum sem koma til greina í íslenska A-landsliðið. Það eru frábærar fréttir fyrir okkur og sýnir einfaldlega breiddina í íslenskum kvennafótbolta í dag.
Þær koma að sjálfsögðu allar til greina í þau verkefni sem framundan eru og við höfum verið að taka inn leikmenn sem hafa verið lykilmenn í yngri landsliðunum og ef þessir leikmenn halda rétt á spilunum er framtíðin svo sannarlega björt hjá þeim,“ bætti Jón Þór Við.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |