Fjölmargir leikmenn sem komu til greina

Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins.
Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta hef­ur verið erfitt ár fyr­ir alla sem starfa eða koma ná­lægt knatt­spyrnu­heim­in­um,“ sagði Jón Þór Hauks­son, þjálf­ari ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu, í sam­tali við mbl.is á blaðamanna­fundi ís­lenska liðsins í höfuðstöðvum KSÍ í Laug­ar­dal í dag.

Þjálf­ar­inn til­kynnti 23 manna leik­manna­hóp sinn fyr­ir leik­ina gegn Lett­um og Sví­um í undan­keppni Evr­ópu­móts kvenna sem fram fara á Laug­ar­dals­vell­in­um 17. og 22. sept­em­ber.

Tveir nýliðar eru í hópn­um, þær Barbára Sól Gísla­dótt­ir frá Sel­fossi og Svein­dís Jane Jóns­dótt­ir úr Breiðabliki.

„Það er gríðarlega til­hlökk­un fyr­ir þessu verk­efni, bæði hjá starfsliðinu og leik­mönn­un­um sjálf­um, og fólk get­ur ekki beðið eft­ir mánu­deg­in­um þegar að við kom­um öll sam­an í fyrsta sinn í lang­an tíma og byrj­um að und­ir­búa okk­ur fyr­ir kom­andi verk­efni.

Okk­ur hef­ur gengið vel í riðlakeppn­inni hingað til og erum með fullt hús stiga eft­ir fyrstu þrjá leiki okk­ar. Mark­miðið er svo að tryggja sér sæti á EM í Englandi sem fer fram 2022 og vondi tekst okk­ur ætl­un­ar­verkið.“

Íslenska liðið er með 9 stig eft­ir fyrstu þrjá leiki sína, jafn mörg stig og Svíþjóð, en Sví­arn­ir eru með tals­vert betri marka­tölu.

„Sví­arn­ir eru gríðarlega sterk­ir og sig­ur­strang­leg­asta liðið í okk­ar riðli ef við segj­um það bara eins og það er. Þeir eru sem stend­ur í fimmta sæti heimslist­ans og eru með mikla sögu sem lið.

Að sama skapi telj­um við mögu­leika okk­ar góða gegn þeim og mark­miðið fyr­ir leik­ina gegn Lett­um og Sví­um er að sjálf­sögðu sig­ur og ekk­ert annað.

Við vilj­um tryggja okk­ar stöðu í riðlin­um og til þess að það tak­ist þurf­um við góð úr­slit úr þess­um leikj­um og von­andi tekst það.“

Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir eru á meðal reynslumestu …
Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir og Dagný Brynj­ars­dótt­ir eru á meðal reynslu­mestu leik­manna ís­lenska liðsins. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Reynsl­an afar dýr­mæta

Þrír Sel­fyss­ing­ar eru í hópn­um að þessu sinni en liðið er sem stend­ur í fjórða sæti úr­vals­deild­ar kvenna, Pepsi Max-deild­ar­inn­ar.

„Barbára Sól frá Sel­fossi kem­ur inn og er ann­ar af tveim­ur nýliðum í þess­um hóp. Hún hef­ur staðið sig vel í sum­ar og þá var hún hluti af U19 ára landsliðinu sem stóð sig frá­bær­lega á La Manga í mars. Við höf­um fylgst lengi með henni og hún er hluti af þessu U19 ára liði sem við vor­um með í ákveðnu ferli.

Því miður komust þær ekki í mill­iriðil fyr­ir EM vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins þar sem keppn­in var ein­fald­lega blás­in af en U19 ára liðið okk­ar var afar sterkt og vann meðal ann­ars Þýska­land. Barbára var langt frá því að vera eini leikmaður­inn úr þeim hópi sem við skoðuðum að taka inn í A-landsliðshóp­inn og framtíðin er björt þar.“

Þá eru reynslu­bolt­arn­ir Anna Björk Kristjáns­dótt­ir og Dagný Brynj­ars­dótt­ir á sín­um stað.

„Dagný er með gríðarlega reynslu og einn af okk­ar sterk­ustu leik­mönn­um í gegn­um tíðina. Anna Björk er svo með gríðarlega reynslu og kem­ur inn í hóp­inn með hana.

Þær gjörþekkja þessi verk­efni sem við erum að fara inn í og eins og ég hef áður sagt þá er reynsl­an okk­ur afar dýr­mæt. Reynsla við ólík­ar aðstæður og við búum sem bet­ur fer að því að vera með marga leik­menn í hópn­um sem eru mjög reynslu­mikl­ir.“

Anna Björk Kristjánsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir eigast við á landsliðsæfingu …
Anna Björk Kristjáns­dótt­ir og Dagný Brynj­ars­dótt­ir eig­ast við á landsliðsæfingu fyr­ir þrem­ur árum síðan. mbl.is/​Golli

Framtíðin björt

Jón Þór hef­ur verið dug­leg­ur að taka yngri leik­menn inn í A-landsliðið og hann ít­rek­ar að framtíðin sé björt hjá kvenna­landsliðinu.

„Við ein­beit­um okk­ur að þeirri keppni sem við erum í núna sem er undan­keppni EM. Það er ekk­ert laun­unga­mál að við erum að fylgj­ast með fleiri leik­mönn­um og við erum í góðum mál­um hvað það varðar.

Við erum með stór­an hóp af ung­um og efnu­leg­um leik­mönn­um sem koma til greina í ís­lenska A-landsliðið. Það eru frá­bær­ar frétt­ir fyr­ir okk­ur og sýn­ir ein­fald­lega breidd­ina í ís­lensk­um kvenna­fót­bolta í dag.

Þær koma að sjálf­sögðu all­ar til greina í þau verk­efni sem framund­an eru og við höf­um verið að taka inn leik­menn sem hafa verið lyk­il­menn í yngri landsliðunum og ef þess­ir leik­menn halda rétt á spil­un­um er framtíðin svo sann­ar­lega björt hjá þeim,“ bætti Jón Þór Við.

Barbára Sól Gísladóttir er nýliði í íslenska landsliðinu.
Barbára Sól Gísla­dótt­ir er nýliði í ís­lenska landsliðinu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert