Sannfærandi FH-ingar í undanúrslit

Pétur Viðarsson bakvörður FH hefur betur gegn Hilmari Árna Halldórssyni …
Pétur Viðarsson bakvörður FH hefur betur gegn Hilmari Árna Halldórssyni Stjörnumanni í leiknum í dag. mbl.is/Eggert

FH varð annað liðið til að tryggja sér sæti í undanúr­slit­um bik­ar­keppni karla í knatt­spyrnu, Mjólk­ur­bik­ars­ins, með því að sigra Stjörn­una, 3:0, í átta liða úr­slit­um keppn­inn­ar í Kaplakrika í dag.

ÍBV er einnig komið í undanúr­slit en seinni tveir leik­ir átta liða úr­slit­anna fara fram í kvöld þegar Breiðablik mæt­ir KR og Val­ur mæt­ir HK.

FH-ing­ar náðu for­yst­unni á 24. mín­útu þegar Þórir Jó­hann Helga­son laumaði bolt­an­um inní miðjan víta­teig­inn á Steven Lennon. Skot­inn virt­ist ná­lægt rang­stöðu en af­greiddi bolt­ann snyrti­lega frá víta­punkti í vinstra hornið, 1:0.

Hilm­ar Árni Hall­dórs­son var nærri því að jafna fyr­ir Stjörn­una á 36. mín­útu þegar hann tók auka­spyrnu rétt utan víta­teigs en átti hörku­skot í stöng.

Í staðinn komust FH-ing­ar í 2:0 með síðustu snert­ingu fyrri hálfleiks. Hörður Ingi Gunn­ars­son slapp inn í víta­teig­inn vinstra meg­in og renndi bolt­an­um þvert inn í markteig­inn þar sem Ólaf­ur Karl Fin­sen sendi bolt­ann í mark síns gamla fé­lags.

Ólafur Karl Finsen skoraði annað mark FH gegn sínu gamla …
Ólaf­ur Karl Fin­sen skoraði annað mark FH gegn sínu gamla fé­lagi í Kaplakrika og skýl­ir hér bolt­an­um frá Alex Þór Hauks­syni fyr­irliða Stjörn­unn­ar. mbl.is/​Eggert

Ólaf­ur var nærri því að bæta við þriðja marki FH á 54. mín­útu þegar hann skaut í stöng úr þröngu færi í markteign­um, upp úr auka­spyrnu.

En á 57. mín­útu komst FH í 3:0 þegar Þórir Jó­hann Helga­son skoraði beint úr auka­spyrnu rétt utan víta­teigs, nokkuð til hægri. Hann skaut í gegn­um gat sem myndaðist í veggn­um hægra meg­in og í mark­hornið nær.

FH-ing­ar misstu Jónatan Inga Jóns­son meidd­an af velli eft­ir um 70 mín­útna leik og hann var flutt­ur brott í sjúkra­bíl. Ekki var ljóst á þeirri stundu um hvernig meiðsli væri að ræða.

Eft­ir það gerðist fátt þar til í upp­bót­ar­tím­an­um þegar Bald­ur Logi Guðlaugs­son slapp einn upp að marki Stjörn­unn­ar en Har­ald­ur Björns­son varði vel frá hon­um og kom í veg fyr­ir að um fjög­urra marka sig­ur yrði að ræða.

FH 3:0 Stjarn­an opna loka
skorar Steven Lennon (24. mín.)
skorar Ólafur Karl Finsen (45. mín.)
skorar Þórir Jóhann Helgason (57. mín.)
Mörk
fær gult spjald Steven Lennon (51. mín.)
fær gult spjald Hörður Ingi Gunnarsson (73. mín.)
fær gult spjald Þórir Jóhann Helgason (82. mín.)
fær gult spjald Morten Beck Guldsmed (85. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Jóhann Laxdal (38. mín.)
fær gult spjald Daníel Laxdal (56. mín.)
fær gult spjald Alex Þór Hauksson (63. mín.)
fær gult spjald Guðjón Pétur Lýðsson (86. mín.)
fær gult spjald Ísak Andri Sigurgeirsson (88. mín.)
mín.
90 Leik lokið
FH-ingar í undanúrslitin á all sannfærandi hátt.
90 Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan) á skalla sem fer framhjá
Skallar hárfínt yfir þverslána eftir hornið. Loksins fékk Stjarnan færi uppúr einhverri af öllum þessum hornspyrnum.
90 Stjarnan fær hornspyrnu
Þetta mun vera 14. hornspyrna Garðbæinga!
90 Baldur Logi Guðlaugsson (FH) á skot sem er varið
Baldur slapp einn uppað marki Stjörnunnar eftir sendingu Atla Guðnasonar en Haraldur sá við honum og varði með fætinum.
90 Stjarnan fær hornspyrnu
90
7 mínútur í uppbótartíma
90 Stjarnan fær hornspyrnu
90 FH fær hornspyrnu
88 Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan) fær gult spjald
Virtist vera að fá spjald fyrir meinta dýfu eftir að hafa farið niður við að reyna að leika á Pétur Viðarsson
87 Stjarnan fær hornspyrnu
Sú þriðja
87 Stjarnan fær hornspyrnu
Og önnur
87 Stjarnan fær hornspyrnu
86 Guðjón Pétur Lýðsson (Stjarnan) fær gult spjald
Togaði niður Baldur Loga
85 Morten Beck Guldsmed (FH) fær gult spjald
85 Jóhann Laxdal (Stjarnan) á skot framhjá
Hittir ekki markið úr dauðafæri í markteignum eftir sendingu frá hægri
82 Atli Guðnason (FH) kemur inn á
82 Björn Daníel Sverrisson (FH) fer af velli
82 Baldur Sigurðsson (FH) kemur inn á
82 Þórir Jóhann Helgason (FH) fer af velli
82 Þórir Jóhann Helgason (FH) fær gult spjald
Sparkaði boltanum burt eftir að dæmd hafði verið aukaspyrna.
79 Stjarnan fær hornspyrnu
78 Stjarnan fær hornspyrnu
77 Baldur Logi Guðlaugsson (FH) kemur inn á
77 Steven Lennon (FH) fer af velli
76
Mesta púðrið virðist farið úr leiknum sem hefur róast niður eftir langt stopp og margar skiptingar. Sigri FH virðist ekki verða ógnað.
73 Hörður Ingi Gunnarsson (FH) fær gult spjald
72
Leikurinn hefur verið stöðvaður í tæpar fimm mínútur vegna meiðsla Jónatans Inga sem er borinn af velli. Á meðan hefur Stjarnan skipt um fjóra leikmenn og FH um tvo. Jónatan var meðhöndlaður mjög varlega - ekki gott að átta sig á um hverskonar meiðsli er að ræða.
70 Morten Beck Guldsmed (FH) kemur inn á
70 Jónatan Ingi Jónsson (FH) fer af velli
70 Logi Tómasson (FH) kemur inn á
70 Ólafur Karl Finsen (FH) fer af velli
69 Halldór Orri Björnsson (Stjarnan) kemur inn á
69 Emil Atlason (Stjarnan) fer af velli
69 Óli Valur Ómarsson (Stjarnan) kemur inn á
69 Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan) fer af velli
69 Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan) kemur inn á
69 Alex Þór Hauksson (Stjarnan) fer af velli
69 Sölvi Snær Guðbjargarson (Stjarnan) kemur inn á
69 Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan) fer af velli
67
Jónatan Ingi Jónsson þarf aðhlynningu
67 Þórir Jóhann Helgason (FH) á skot sem er varið
Lék að vítateig og skaut föstu skoti en Haraldur varði all örugglega.
65 Björn Daníel Sverrisson (FH) á skot framhjá
Reyndi skot beint úr aukaspyrnu við hægra vítateigshornið en vel yfir markið.
63 Alex Þór Hauksson (Stjarnan) fær gult spjald
Fór í dálítið háskalega tæklingu.
60
Staða FH-inga er orðin afar vænleg, svo ekki sé meira sagt. Getur Stjarnan snúið þessu við á síðasta hálftímanum? Þá þyrfti að koma mark fljótlega.
57 MARK! Þórir Jóhann Helgason (FH) skorar
3:0 - Þórir Jóhann tekur aukaspyrnuna sjálfur, eftir að Daníel braut á honum. Rétt utan vítateigs hægra megin. Hilmar Árni er ystur Stjörnumanna í veggnum hægra megin - hann fer til hliðar og Þórir skýtur beint í gatið sem myndast og í markhornið nær!
56 Daníel Laxdal (Stjarnan) fær gult spjald
Braut á Þóri Jóhanni Helgasyni sem hafði leikið illa á hann og var að stinga sér innfyrir hægra megin. Daníel virtist samt taka boltann með góðri tæklingu. Skiljanlega svekktur.
54 Ólafur Karl Finsen (FH) á skot í stöng
Stórhætta uppúr aukaspyrnu Harðar Inga Gunnarssonar frá vinstri kantinum. Haraldur ver í horninu niðri en slær boltann á Ólaf sem er í mjög þröngu færi í markteignum hægra megin og skýtur í stöngina.
51 Steven Lennon (FH) fær gult spjald
Skotinn elti Alex Þór Hauksson inn á vallarhelming FH og braut á honum þar.
49 Stjarnan fær hornspyrnu
Nú er horn frá hægri eftir að Alex Þór Hauksson reyndi skot en í varnarmann FH-inga. Engin hætta uppúr horninu.
48 Stjarnan fær hornspyrnu
Jóhann Laxdal stöðvaður við endamörkin vinstra megin.
47 Hörður Ingi Gunnarsson (FH) á skot framhjá
Skaut með hægri fæti rétt utan vinstra vítateigshorns - og langt framhjá markinu hægra megin.
46
Jónatan Ingi Jónsson er stöðvaður á síðustu stundu við vítateig Stjörnunnar eftir að hann komst inní slaka sendingu á miðjum vallarhelmingi Garðbæinga!
46 Seinni hálfleikur hafinn
Óbreytt lið hefja síðari hálfleikinn.
45 Hálfleikur
Mark Ólafs var það síðasta sem gerðist. Flautað til hálfleiks um leið og Stjörnumenn hafa tekið miðjuna. Góð staða FH-inga í annars jöfnum leik.
45 MARK! Ólafur Karl Finsen (FH) skorar
2:0 - Stjörnumaðurinn fyrrverandi rennir boltanum í tómt mark Garðbæinga eftir flotta sókn og sendingu Harðar Inga Gunnarssonar frá vinstri.
45 Þórir Jóhann Helgason (FH) á skot sem er varið
Hröð sókn endar með skoti Þóris frá vítateig en varnarmaður dregur kraftinn úr því
45 FH fær hornspyrnu
Nú var Daníel kominn að endamörkum vinstra megin og sendi fyrir en FH-ingar skölluðu í horn. Uppúr horninu gómar Gunnar Nielsen markvörður FH boltann.
44 Stjarnan fær hornspyrnu
Aftur horn, nú frá vinstri, eftir að FH-ingur komst fyrir skot Daníels Laxdal.
44 Stjarnan fær hornspyrnu
Eftir að Heiðar reyndi fyrirgjöf frá hægri
43
Ekkert að gerast upp við mörkin þessar mínúturnar en ekkert gefið eftir úti á vellinum.
38 Jóhann Laxdal (Stjarnan) fær gult spjald
Hörkutækling á Pétur Viðarsson á miðlínu vallarins. Smá hasar í kjölfarið og Pétur þarf síðan aðhlynningu en skokkar svo útfyrir völlinn.
36 Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan) á skot í stöng
Hilmar skýtur í stöngina vinstra megin úr aukaspyrnunni og boltinn fer þaðan út á kantin!
36
En þetta er upplagt færi. FH-ingar stöðva Hilmar Árna nánast á vítateigslínunni. Aukaspyrna á besta stað fyrir Stjörnuna.
35
Stjarnan hefur sett talsverða pressu á FH síðustu mínútur en vantað lokasendingarnar.
30 FH fær hornspyrnu
Jónatan Ingi brunaði inn með endalínunni hægra megin, framhjá Jóhanni Laxdal, en Daníel Laxdal stöðvaði hann.
26 Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan) á skot framhjá
Hörkuskot rétt innan vítateigs eftir fyrirgjöf Heiðars frá hægri og slaka hreinsun FH-ings en naumlega yfir þverslána. Gott færi.
24 MARK! Steven Lennon (FH) skorar
1:0 - Þetta lyktaði af rangstöðu en flaggið fer ekki á loft. Lennon fær sendingu frá Þóri Jóhanni í gegnum miðja vörn Stjörnunnar og leggur boltann innanfótar í vinstra hornið.
23
Eggert Gunnþór slapp fyrir horn. Datt með boltann á eigin vítateig en bjargaði málinu sjálfur með því að komast fyrir skottilraun Emils Atlasonar frá vítateig.
20 Emil Atlason (Stjarnan) á skalla sem fer framhjá
Fín fyrirgjöf Þorsteins Ragnarssonar frá hægri en Emil nær ekki að stýra boltanum á markið og hann fer talsvert framhjá hægra megin.
17 Emil Atlason (Stjarnan) á skot sem er varið
Emil með skot frá vítateig, í varnarmann og boltinn skrúfaðist að markinu þar sem Þorsteinn Ragnarsson setti pressu á Gunnar Nielsen markvörð. Dæmd aukaspyrna.
15 Eggert Gunnþór Jónsson (FH) á skalla sem fer framhjá
Eftir hornspyrnuna og framhjá vinstra megin.
15 FH fær hornspyrnu
Þórir Jóhann reyndi fyrirgjöf frá hægri, í varnarmann
14
Góður sóknarkafli FH-inga eftir hornspyrnuna en þeir ná ekki að ógna marki Stjörnunnar.
12 FH fær hornspyrnu
9
Enn góð sókn hjá Stjörnunni, Guðjón Baldvinsson fer að endamörkum vinstra megin og sendir út, Heiðar Ægisson reynir skot rétt utan vítateigs en varnarmaður kemst fyrir hann. Garðbæingar eru líklegir.
7 Stjarnan fær hornspyrnu
Og aðra...
6 Stjarnan fær hornspyrnu
6
Hörkusókn Stjörnunnar en varnarmenn FH stöðva fyrst Emil Atlason og svo Þorstein Ragnarsson á síðustu stundu.
2
Efnileg skyndisókn Stjörnunnar en endar í rangstöðu Jóhanns Laxdal sem var kominn inní vítateig FH vinstra megin.
1 Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn.
0
Fyrstudeildarlið ÍBV er þegar komið í undanúrslit eftir dramatískan sigur á Fram í Eyjum 25. ágúst, 2:1. Í kvöld leikur síðan Breiðablik við KR á Kópavogsvelli og Valur við HK á Hlíðarenda þannig að það verður ljóst seint í kvöld hvaða fjögur lið verða í undanúrslitunum 4. nóvember.
0
Lokaleikir bikarkeppninnar í ár fara ekki fram fyrr en Íslandsmótinu lýkur, eða á að vera lokið. Undanúrslit keppninnar verða leikin miðvikudaginn 4. nóvember, á hlutlausum völlum að þessu sinni, og úrslitaleikurinn verður að vanda háður á Laugardalsvellinum en hann á að fara fram sunnudaginn 8. nóvember.
0
Í bikarkeppni er jafnan allt í húfi, sigurliðið mun áfram eiga möguleika á að vinna titil á tímabilinu og jafnframt að tryggja sér Evrópusæti. Bæði liðin unnu 1. deildarlið í 32ja liða úrslitum, Stjarnan vann heimasigur á Leikni frá Fáskrúðsfirði, 3:0, og FH vann Þrótt 2:1 í Laugardalnum. Í 16-liða úrslitum vann FH annað 1. deildarlið, Þór, 3:1 í Kaplakrika og Stjarnan sló út bikarmeistarana 2019, Víking úr Reykjavík, með 2:1 sigri í Fossvogi.
0
Þetta er önnur heimsókn Stjörnunnar í Kaplakrikann á rúmum þremur vikum. Þeir gerðu góða ferð þangað 17. ágúst og unnu þá FH 2:1 á Íslandsmótinu. Halldór Orri Björnsson skoraði sigurmark Stjörnunnar með síðustu spyrnu leiksins, rétt eftir að Steven Lennon hafði jafnað fyrir tíu FH-inga í uppbótartímanum. Fáum við svipaða dramatík í dag?
0
Þetta er fjögurra þjálfara leikur því Eiður Smári Guðjohnsen og Logi Ólafsson stýra liði FH og þeir Rúnar Páll Sigmundsson og Ólafur Jóhannesson stýra liði Stjörnunnar. Logi og Ólafur hafa báðir verið við stjórnvölinn hjá mótherjunum, FH-ingar voru afar sigursælir undir stjórn Ólafs á sínum tíma og Logi þjálfaði Stjörnuna árið 2013 en síðan tók Rúnar Páll við af honum.
0
Stjarnan lék síðast fyrir ellefu dögum þegar liðið gerði 0:0 jafntefli við KA á Akureyri í úrvalsdeildinni. Þorsteinn Már Ragnarsson kemur inn í liðið eftir að hafa misst af tveimur leikjum, sem og Jóhann Laxdal, en þeir Eyjólfur Héðinsson, Kristófer Konráðsson og Jósef Kristinn Jósefsson eru ekki í hópnum í dag.
0
FH-ingar spila sinn fyrsta leik í fjórtán daga en þeir léku síðast gegn Dunajská Streda í Evrópudeildinni 27. ágúst. Í þeirra hóp vantar Daníel Hafsteinsson og Hjört Loga Valgarðsson en Hjörtur Logi hefur ekki verið með í undanförnum leikjum.
0
Velkomin með mbl.is á leik FH og Stjörnunnar í átta liða úrslitunum í bikarkeppni karla, Mjólkurbikarnum, en leikið er á Kaplakrikavelli.
Sjá meira
Sjá allt

FH: (4-3-3) Mark: Gunnar Nielsen. Vörn: Pétur Viðarsson, Guðmann Þórisson, Guðmundur Kristjánsson, Hörður Ingi Gunnarsson. Miðja: Þórir Jóhann Helgason (Baldur Sigurðsson 82), Eggert Gunnþór Jónsson, Björn Daníel Sverrisson (Atli Guðnason 82). Sókn: Jónatan Ingi Jónsson (Morten Beck Guldsmed 70), Ólafur Karl Finsen (Logi Tómasson 70), Steven Lennon (Baldur Logi Guðlaugsson 77).
Varamenn: Daði Freyr Arnarsson (M), Logi Tómasson, Baldur Sigurðsson, Atli Guðnason, Kristján Gauti Emilsson, Morten Beck Guldsmed, Baldur Logi Guðlaugsson.

Stjarnan: (4-4-2) Mark: Haraldur Björnsson. Vörn: Heiðar Ægisson, Brynjar Gauti Guðjónsson, Daníel Laxdal, Jóhann Laxdal. Miðja: Þorsteinn Már Ragnarsson (Sölvi Snær Guðbjargarson 69), Guðjón Pétur Lýðsson, Alex Þór Hauksson (Ísak Andri Sigurgeirsson 69), Hilmar Árni Halldórsson (Óli Valur Ómarsson 69). Sókn: Emil Atlason (Halldór Orri Björnsson 69), Guðjón Baldvinsson.
Varamenn: Vignir Jóhannesson (M), Halldór Orri Björnsson, Ísak Andri Sigurgeirsson, Sölvi Snær Guðbjargarson, Elís Rafn Björnsson, Björn Berg Bryde, Óli Valur Ómarsson.

Skot: FH 10 (7) - Stjarnan 6 (2)
Horn: FH 5 - Stjarnan 14.

Lýsandi: Víðir Sigurðsson
Völlur: Kaplakriki
Áhorfendafjöldi: 343

Leikur hefst
10. sept. 2020 16:30

Aðstæður:
Milt veður, 11 stiga hiti og létt gola, góður grasvöllur

Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Aðstoðardómarar: Oddur Helgi Guðmundsson og Þórður Arnar Árnason

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert