Tveir nýliðar í landsliðinu fyrir EM-leikina

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir eru í landsliðinu …
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir eru í landsliðinu sem tilkynnt var í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Þór Hauks­son landsliðsþjálf­ari kvenna í knatt­spyrnu til­kynnti rétt í þessu leik­manna­hóp­inn fyr­ir leik­ina gegn Lett­um og Sví­um í undan­keppni Evr­ópu­móts kvenna sem fram fara á Laug­ar­dals­vell­in­um 17. og 22. sept­em­ber.

Tveir nýliðar eru í hópn­um, þær Svein­dís Jane Jóns­dótt­ir úr Breiðabliki og Barbára Sól Gísla­dótt­ir frá Sel­fossi, og þá eru Karólína Lea Vil­hjálms­dótt­ir úr Breiðabliki og Cecil­ía Rán Rún­ars­dótt­ir markvörður Fylk­is í hópn­um en þær hafa leikið einn lands­leik hvor.

Hin reynda Dagný Brynjarsdóttir og nýliðinn Barbára Sól Gísladóttir eru …
Hin reynda Dagný Brynj­ars­dótt­ir og nýliðinn Barbára Sól Gísla­dótt­ir eru í landsliðshópn­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Berg­lind Björg Þor­valds­dótt­ir kem­ur inn í hóp­inn á ný en hún missti af lands­leikj­un­um á Spáni í mars þegar hún komst ekki þangað frá Ítal­íu vegna út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar. Þá koma Anna Björk Kristjáns­dótt­ir, miðjumaður­inn Al­ex­andra Jó­hanns­dótt­ir og markvörður­inn Sonný Lára Þrá­ins­dótt­ir inn í hóp­inn á ný en þær voru ekki í hópn­um í mars.

Fann­dís Friðriks­dótt­ir er í barneigna­fríi og Hild­ur Ant­ons­dótt­ir er frá vegna meiðsla. Þær Sig­ríður Lára Garðars­dótt­ir, Natasha Anasi, Berg­lind Rós Ágústs­dótt­ir, Anna Rakel Pét­urs­dótt­ir og Ingi­björg Val­geirs­dótt­ir voru einnig í hópn­um í mars en eru ekki vald­ar að þessu sinni.

Hóp­ur­inn er þannig skipaður:

Markverðir:
Sandra Sig­urðardótt­ir | Val­ur | 29 leik­ir
Cecil­ía Rán Rún­ars­dótt­ir | Fylk­ir | 1 leik­ur
Sonný Lára Þrá­ins­dótt­ir | Breiðablik | 7 leik­ir

Varn­ar­menn:
Barbára Sól Gísla­dótt­ir | Sel­foss
Guðný Árna­dótt­ir | Val­ur | 7 leik­ir
Ingi­björg Sig­urðardótt­ir | Vål­erenga | 30 leik­ir
Elísa Viðars­dótt­ir | Val­ur | 38 leik­ir
Anna Björk Kristjáns­dótt­ir | Sel­foss | 43 leik­ir
Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir | Rosengård | 84 leik­ir, 6 mörk
Hall­bera Guðný Gísla­dótt­ir | Val­ur | 112 leik­ir, 3 mörk

Miðju­menn:
Gunn­hild­ur Yrsa Jóns­dótt­ir | Val­ur | 71 leik­ur, 10 mörk
Karólína Lea Vil­hjálms­dótt­ir | Breiðablik | 1 leik­ur
Al­ex­andra Jó­hanns­dótt­ir | Breiðablik | 5 leik­ir, 1 mark
Dagný Brynj­ars­dótt­ir | Sel­foss | 88 leik­ir, 26 mörk
Rakel Hönnu­dótt­ir | Breiðablik | 102 leik­ir, 9 mörk
Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir | Lyon | 131 leik­ur, 20 mörk

Sókn­ar­menn:
Svein­dís Jane Jóns­dótt­ir | Breiðablik
Hlín Ei­ríks­dótt­ir | Val­ur | 14 leik­ir, 3 mörk
Svava Rós Guðmunds­dótt­ir | Kristianstad | 22 leik­ir, 1 mark
Agla María Al­berts­dótt­ir | Breiðablik | 30 leik­ir, 2 mörk
Sandra María Jessen | Le­verku­sen | 31 leik­ur, 6 mörk
Berg­lind Björg Þor­valds­dótt­ir | Le Havre | 44 leik­ir, 4 mörk
Elín Metta Jen­sen | Val­ur | 49 leik­ir, 14 mörk

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert