Valsmenn í undanúrslit eftir framlengingu

Sigurður Egill Lárusson skoraði sigurmarkið.
Sigurður Egill Lárusson skoraði sigurmarkið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Val­ur varð í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúr­slit­um Mjólk­ur­bik­ars karla í fót­bolta eft­ir 2:1-sig­ur á HK í fram­lengd­um leik á Origo-vell­in­um á Hlíðar­enda í kvöld. Sig­urður Eg­ill Lárus­son skoraði sig­ur­markið. 

Vals­menn voru mun sterk­ari fram­an af og voru aðeins sex mín­út­ur liðnar á klukk­unni þegar Kaj Leo í Bartals­stovu skoraði fyrst mark leiks­ins með skoti úr teign­um eft­ir und­ir­bún­ing Val­geirs Lund­dals Friðriks­son­ar. 

Val­ur var áfram tölu­vert sterk­ari aðil­inn næstu mín­út­ur og komust HK-ing­ar lítið yfir miðju fyrsta hálf­tím­ann. HK sótti í sig veðrið und­ir lok hálfleiks­ins og komst í fín­ar stöður, en mörk­in urðu ekki fleiri í seinni hálfleik. 

Mikið jafn­ræði var með liðunum í seinni hálfleik og skipt­ust þau á að skapa sér fín færi. Voru HK-ing­ar fyrri til að nýta eitt slíkt þegar varamaður­inn Ásgeir Marteins­son tók auka­spyrnu og setti bolt­ann beint á ann­an vara­mann, Bjarna Gunn­ars­son, sem skoraði með fal­leg­um flugskalla. Reynd­ist það síðasta markið í venju­leg­um leiktíma og því þurfti að fram­lengja. 

Vals­menn voru kraft­mikl­ir í byrj­un fram­leng­ing­ar­inn­ar og sköpuðu fín færi. Eitt þeirra skilaði marki á 102. mín­útu þegar Birk­ir Már Sæv­ars­son skallaði bolt­ann áfram eft­ir lang­an bolta fram, beint á Sig­urð Egil sem slapp inn fyr­ir vörn HK og skoraði und­ir Arn­ar Frey Ólafs­son í marki HK. 

HK-ing­ar reyndu hvað þeir gátu og fengu færi til að jafna met­in. Það besta fékk Bjarni Gunn­ars­son þegar hann slapp einn í gegn á þriðju mín­útu upp­bót­ar­tím­ans í seinni hálfleik fram­leng­ing­ar­inn­ar en fram­herj­inn setti bolt­ann fram­hjá og Vals­menn fögnuðu að lok­um. 

Val­ur 2:1 HK opna loka
skorar Kaj Leo i Bartalsstovu (6. mín.)
skorar Sigurður Egill Lárusson (102. mín.)
Mörk
skorar Bjarni Gunnarsson (87. mín.)
fær gult spjald Birkir Heimisson (49. mín.)
fær gult spjald Rasmus Christiansen (60. mín.)
fær gult spjald Lasse Petry (71. mín.)
fær gult spjald Valgeir Lunddal Friðriksson (79. mín.)
fær gult spjald Haukur Páll Sigurðsson (101. mín.)
fær gult spjald Valur (104. mín.)
fær gult spjald Kristinn Freyr Sigurðsson (114. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Ólafur Örn Eyjólfsson (57. mín.)
fær gult spjald Þórður Þorsteinn Þórðarson (89. mín.)
fær gult spjald HK (90. mín.)
fær gult spjald Atli Arnarson (101. mín.)
fær gult spjald Arnþór Ari Atlason (113. mín.)
mín.
120 Leik lokið
Valsmenn halda út og fara í undanúrslit! Valur, KR, ÍBV og FH eru í pottinum. Fram undan er drátturinn í undanúrslitin.
120
Valsmenn verjast þessu. Komnar 120+3 á klukkuna.
120
120+2. HK fær aukaspyrnu á miðjum vellinum. Síðasti séns og Arnar er kominn fram.
120 Bjarni Gunnarsson (HK) á skot framhjá
FÆRI!!! Atli stingur boltanum inn fyrir á Bjarna sem er einn gegn Hannesi en hann setur boltann framhjá. Þetta var rosalega gott færi, ekki ósvipað því sem Sigurður skoraði úr áðan. Þarna átti Bjarni að sjá til þess að við færum í vítakeppni.
118 Valgeir Valgeirsson (HK) á skot framhjá
HK-ingar spila boltanum við og í teig Valsmanna, að lokum á Valgeir skot en það var samherji að þvælast fyrir sem gerði þetta afar erfitt. HK-ingar eru að falla á tíma.
116 Sigurður Egill Lárusson (Valur) á skot framhjá
Færi! Aron fer upp hægra megin og sendir fyrir á Sigurð sem á skot rétt framhjá markinu. HK-ingar eru enn þá lifandi.
115 Valgeir Valgeirsson (HK) á skot framhjá
Færi! Bjarni leggur boltann á Valgeir sem á hörkuskot rétt utan teigs en hárfínt framhjá fjærstönginni. Fimm mínútur eftir.
115
Ásgeir er við það að sleppa í gegn eftir langan bolta fram frá Arnari Frey en Birkir Már er eldsnöggur að loka á Ásgeir og bjarga.
114 Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) fær gult spjald
Tólfta spjaldið í kvöld. Það tíunda á leikmann. Fór með takkana of hátt á loft.
113 Arnþór Ari Atlason (HK) fær gult spjald
Peysutog á miðsvæðinu. HK-ingar eru orðnir svekktir og pirraðir.
112
Atli Arnarson brýtur á Kristni Frey sem liggur eftir. Atli er rosalega pirraður á Erlendi. Atli verður að passa sig, er á spjaldi.
110 Valur fær hornspyrnu
HK-ingar bjarga. Þeir hafa tíu mínútur til að jafna metin og knýja fram vítaspyrnukeppni.
109 Aron Bjarnason (Valur) á skot sem er varið
Færi! Sleppur í gegn hægra megin í teignum og ætlar að lyfta boltanum yfir Arnar sem gerir mjög vel í að verja frá honum.
107 Valgeir Valgeirsson (HK) á skot sem er varið
Færi! Eiður Aron í smá veseni og Valgeir kemst í gott skotfæri, nær ágætu skoti, en markvarslan hjá Hannesi er glæsileg. Valgeir fékk frítt skot af 20 metra færi en Hannes, sem var kominn langt út úr markinu, var eldsnöggur niður og varði.
106 Valur fær hornspyrnu
Birkir með fyrirgjöf og Þórður skallar aftur fyrir.
106 Seinni hálfleikur hafinn
105 Hálfleikur
Valsmenn í kjörstöðu fyrir síðasta korterið, en ná HK-ingar að jafna aftur?
105 Jón Arnar Barðdal (HK) á skot framhjá
Eiður skallar boltann beint á Jón Arnar sem skýtur rétt framhjá úr teignum.
104 Valur (Valur) fær gult spjald
Túfa aðstoðarþjálfari Vals fær spjald fyrir fagnaðarlætin sín í markinu áðan.
104 Valgeir Valgeirsson (HK) á skot sem er varið
Í góðri stöðu í teignum en hittir boltann illa, beint á Hannes. Það er grenjandi rigning núna og hávaðarok.
102 MARK! Sigurður Egill Lárusson (Valur) skorar
2:1 - Þetta er fljótt að gerast! HK-ingar voru í efnilegri sókn rétt áðan en Valsmenn eru komnir yfir á nýjan leik. Birkir Már skallar boltann áfram á Sigurð sem sleppur auðveldlega einn í gegn og skilar boltanum undir Arnar á blautu grasinu.
101 Haukur Páll Sigurðsson (Valur) fær gult spjald
HK-ingar eru að komast í afar álitlega sókn þegar Erlendur flautar og dæmri Atla brotlegan á miðjum vellinum. Atli er rosalega ókátur með þetta, eins og flestir HK-ingar. Einhverra hluta vegna fær Haukur líka spjald en Valur fær aukaspyrnuna.
101 Atli Arnarson (HK) fær gult spjald
97
Aron Bjarna tekur Ívar niður og Erlendur dæmir aukaspyrnu. Valsmenn eru byrjaðir að láta Erlend fara vel í taugarnar á sér.
96
Christiansen liggur aðeins eftir tæklinu frá Jóni Arnari. Hann hristir þetta af sér og leikurinn heldur áfram.
92
Færi! Christiansen skallar að marki, eftir fyrirgjöf Sigurðar, en í landa sinn Rauschenberg sem var á réttum stað fyrir HK. Valsmenn byrja framlenginguna af krafti.
91 Valur fær hornspyrnu
Aron með hættulega fyrirgjöf en Þórður skallar aftur fyrir áður en Pedersen nær til boltans á fjær.
91 Leikur hafinn
Erlendur flautar leikinn á aftur.
91 Birkir Már Sævarsson (Valur) kemur inn á
Fínt að eiga einn svona á bekknum fyrir framlengingu.
91 Orri Sigurður Ómarsson (Valur) fer af velli
90 Leik lokið
Við fáum hálftíma í viðbót! HK-ingar jöfnuðu þremur mínútum fyrir leikslok og tryggðu sér framlengingu.
90
Christiansen togar hressilega í Bjarna Gunnarsson og er stálheppinn að fá ekki sitt annað gula spjald. Þetta hefði alltaf verið spjald hjá Erlendi, ef Daninn væri ekki þegar á spjaldi.
90 HK (HK) fær gult spjald
Spjald á Brynjar Björn Gunnarsson þjálfara HK. Hann fékk rautt spjald á þessum velli í deildinni á dögunum. Eitthvað við Hlíðarenda sem pirrar Brynjar Björn.
90 Haukur Páll Sigurðsson (Valur) á skot sem er varið
Aron Bjarna brunar upp hægri kantinn og lyftir boltanum út í teiginn á Hauk sem hittir boltann ekki vel, sparkar honum í grasið og beint á Arnar sem kýlir boltan frá.
89 Þórður Þorsteinn Þórðarson (HK) fær gult spjald
Rífur Kristinn Frey niður.
87 MARK! Bjarni Gunnarsson (HK) skorar
1:1 - Varamaðurinn jafnar! Ásgeir með fallega aukaspyrnu og boltinn beint á kollinn á Bjarna sem skorar með glæsilegum flugskalla úr teignum. Stefnir í framlengingu á Hlíðarenda!
84 Patrick Pedersen (Valur) á skot framhjá
Skyndisókn. Aron fer upp hægri kantinn og leggur boltann á Pedersen sem setur hann framhjá úr þröngu færi.
83 Haukur Páll Sigurðsson (Valur) kemur inn á
83 Einar Karl Ingvarsson (Valur) fer af velli
82 Ásgeir Marteinsson (HK) kemur inn á
82 Birnir Snær Ingason (HK) fer af velli
82 Arnþór Ari Atlason (HK) á skot sem er varið
Fast skot af 25 metra færi eða svo en Hannes sér boltann allan tímann og grípur hann.
81 Einar Karl Ingvarsson (Valur) á skot sem er varið
Fast skot eftir að boltinn barst til hans eftir hornið en Arnar ver þetta virkilega vel. Markvörðurinn heldur gestunum í leiknum.
81 Valur fær hornspyrnu
80
Leifur Andri með langan bolta fram og Hannes hikar í markinu með þeim afleiðingum að Valgeir fær hann í teignum, en strákurinn ungi nær ekki að leggja boltann fyrir sig og missir hann.
79 Valgeir Lunddal Friðriksson (Valur) fær gult spjald
Valgeir brýtur á Valgeiri. Þeir voru valdir í U21 árs landsliðið á dögunum á sama tíma, Valgeir og Valgeir.
77 Sigurður Egill Lárusson (Valur) kemur inn á
77 Kaj Leo i Bartalsstovu (Valur) fer af velli
Markaskorarinn er búinn í dag.
77
Færi! Eiður Aron vinnur boltann og sendir út á Kaj Leo sem á glæsilega fyrirgjöf en Pedersen er aðeins of seinn í boltann. Þarna var hann nálægt því að pota boltanum í autt markið.
75
Christiansen kemur Val til bjargar! Arnþór Ari var nánast sloppinn í gegn eftir skemmtilega hælsendingu Jóns Arnars þegar Daninn kemur á fleygiferð og kastar sér fyrir boltann. Virkilega góður varnarleikur. HK-ingar freista þess að jafna metin.
72
Arnþór Ari skallar boltann að marki, einn í teignum, en beint á Hannes. Flaggið var komið á loft svo þetta hefði ekki talið.
71 Lasse Petry (Valur) fær gult spjald
Brýtur af Valgeiri og hendir honum svo í burtu í einhverjum pirringi. HK fær aukaspyrnu á hægri kantinum.
69 Bjarni Gunnarsson (HK) kemur inn á
HK-ingar bæta í sóknina. Hafa engu að tapa.
69 Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK) fer af velli
64 Atli Arnarson (HK) kemur inn á
64 Ólafur Örn Eyjólfsson (HK) fer af velli
Á spjaldi og tæpur.
64 Aron Bjarnason (Valur) kemur inn á
64 Birkir Heimisson (Valur) fer af velli
Fékk tækifæri í byrjunarliðinu en nýtti það ekki sérstaklega vel.
60 Rasmus Christiansen (Valur) fær gult spjald
Ólafur Örn er allt of seinn í tæklingu og á spjaldi. Stálheppinn að Erlendur dæmdi ekki neitt. Örfáum sekúndum síðar skella Christiansen og Valgeir saman eftir að Christiansen var langt á undan í boltann og Erlendur spjaldar Danann. Valsmenn skiljanlega ekkert voðalega sáttir með dómarann þarna. Þetta var varla aukaspyrna og hvað þá spjald.
58 Kaj Leo i Bartalsstovu (Valur) á skot framhjá
Úr erfiðu færi, langt framhjá. Pedersen var í teignum og ósáttur við að fá ekki fyrirgjöfina.
57 Ólafur Örn Eyjólfsson (HK) fær gult spjald
Of seinn í Kristinn Frey. Ólafur vildi brot hinum megin rétt á undan og var pirraður.
54 Lasse Petry (Valur) á skot framhjá
Arnar Freyr setur boltann beint á Petry sem reynir skot af 40 metra færi, en langt framhjá. Arnar var ekki í markinu en Daninn náði ekki að refsa honum.
50
Orri vinnur skallaeinvígi en verður fyrir hnjaski í leiðinni. Hann liggur aðeins eftir en heldur svo leik áfram.
49 Birkir Heimisson (Valur) fær gult spjald
Fyrsta gula spjaldið. Of seinn í Ívar Örn.
46 Seinni hálfleikur hafinn
45 Hálfleikur
Valsmenn með forystu í hálfleik. Valsliðið var miklu betra fyrstu 25 mínúturnar en eftir það tóku HK-ingar við sér og fengu fín færi, án þess að ná að reyna á Hannes í markinu.
45
Jón Arnar fer niður innan teigs en Erlendur veifir fingri og segir nei. Þetta hefði verið rosalega harður dómur.
41 Valur fær hornspyrnu
Fín sókn Valsmanna endar með að Kaj sendir í Þórð Þorsteinn og boltinn virðist vera að stefna í hornið en Arnar er vel á verði og slær boltann aftur fyrir.
37
Það er sem betur fer í lagi með báða og leikurinn heldur áfram.
36
Kaj Leo með hættulega fyrirgjöf en Arnar er á undan Pedersen í boltann. Markvörðurinn og danski framherjinn skella svo saman og steinliggja báðir.
34
Kristinn Freyr með hættulegt skot en boltinn í Petry og aftur fyrir. Mikið líf í leiknum núna.
33
Smá vesen á Hannesi, missir boltann frá sér í augnablik og Jón Arnar var nálægt því að komast í hann í teignum, en Hannes nær til hans í annarri tilraun.
32 Birnir Snær Ingason (HK) á skot framhjá
Enn er Birnir að láta af sér kveða. Jón Arnar kemur boltanum á Birni í teignum en skotið er yfir. Þarna átti hann að hitta markið.
31
Færi! Leifur Andri með langan bolta fram á Birni sem er einn gegn Hannesi, en Birnir missir boltann of langt frá sér og Hannes nær til boltans. Þarna átti Birnir að gera mikið betur. Flottar síðustu mínútur hjá HK.
29 Einar Karl Ingvarsson (Valur) á skot framhjá
Leifur braut á sér á vinstri kantinum og Valsmenn fengu aukaspyrnu á fínum stað. Spyrnan hjá Einari Karli var hins vegar ekkert fín og langt framhjá og yfir.
27 Birnir Snær Ingason (HK) á skot framhjá
Birnir fer upp vinstri kantinn, leikur á tvo Valsmenn og lætur vaða úr mjög þröngu færi, boltinn rétt framhjá fjærstönginni. Skemmtilegir taktar hjá Birni og loksins ógn hjá HK.
26
Síðustu mínútur aðeins rólegri og ekki sömu yfirburðir hjá Val. HK-ingar hafa ekkert ógnað samt sem áður. Hálfgeldur sóknarleikur til þessa.
19 Einar Karl Ingvarsson (Valur) á skot framhjá
Fær boltann 20 metrum frá marki og setur hann hátt yfir. HK kemst varla yfir miðju.
17
Eiður Aron nær skoti að marki eftir hornið en Leifur Andri er réttur maður á réttum stað og bjargar því að boltinn fari á markið. Valsmenn miklu sterkari.
16 Valur fær hornspyrnu
Rauschenberg fyrstur í boltann og hann skallar aftur fyrir hinum megin.
15 Valur fær hornspyrnu
Valsmenn halda áfram að sækja.
14 Valgeir Lunddal Friðriksson (Valur) á skot sem er varið
Dauðafæri! Kaj Leo með sendingu inn í teiginn og Patrick Pedersen nær að teygja sig í boltann og setja hann fyrir á Valgeir sem nánast á marklínunni en Arnar vær glæsilega frá honum. Þarna bjargaði markvörðurinn því að Valsmenn næðu tveggja marka forskoti.
10
HK-ingum gengur illa að spila saman og Valsmenn eru mun meira með boltan, aðallega á vallarhelmingi HK.
6 MARK! Kaj Leo i Bartalsstovu (Valur) skorar
1:0 - Valsmenn ekki lengi að komast yfir! Valgeir reynir fyrirgjöf en setur boltann í HK-ing og þaðan berst boltinn á Kaj Leo utarlega í teignum, Færeyingurinn leggur boltann fyrir sig og skorar með fallegu skoti með hægri. Arnar sá boltann seint í markinu.
2
Patrick Pedersen kemur á miðjan völlinn og sendir út til hægri á Birki Heimisson sem er með nægt pláss fyrir fyrirgjöf en sendingin er beint í fangið á Arnari Frey í marki HK.
1 Leikur hafinn
Valsmenn byrja með boltann og sækja í átt að Öskjuhlíðinni. HK-ingar sækja í átt að Vesturbæ. Valur í hefðbundnum rauðum treyjum, HK-ingar í bláum varatreyjum.
0
HK-ingar ætla ekkert að hvíla í bikarnum. Þeir stilla upp sama liði og gegn Val í deildinni fyrir einni og hálfri viku síðan.
0
Það er nokkuð um breytingar hjá Valsmönnum. Einar Karl Ingvarsson, Birkir Heimisson og Orri Sigurður Ómarsson byrja hjá Val en þeir hafa lítið fengið að spila í sumar.
0
Liðin hafa mæst tvívegis í deildinni í sumar. Valur vann báða leikina, 4:0 í Kórnum, þar sem Patrick Pedersen skoraði þrennu. Hann skoraði svo sigurmarkið í 1:0-sigri Vals á þessum velli í síðustu umferð deildarinnar.
0
Valur er í toppsæti Pepsi Max-deildarinnar með 28 stig og HK í níunda sæti með 14 stig.
0
Valur vann SR á útivelli og ÍA á heimavelli á leið sinni í átta liða úrslitin. HK vann Magna í Grenivík og Aftureldingu í Kórnum.
0
Gott kvöld og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Vals og HK í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta.
Sjá meira
Sjá allt

Valur: (4-3-3) Mark: Hannes Þór Halldórsson. Vörn: Orri Sigurður Ómarsson (Birkir Már Sævarsson 91), Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Christiansen, Valgeir Lunddal Friðriksson. Miðja: Lasse Petry, Kristinn Freyr Sigurðsson, Einar Karl Ingvarsson (Haukur Páll Sigurðsson 83). Sókn: Birkir Heimisson (Aron Bjarnason 64), Patrick Pedersen, Kaj Leo i Bartalsstovu (Sigurður Egill Lárusson 77).
Varamenn: Sveinn Sigurður Jóhannesson (M), Birkir Már Sævarsson, Haukur Páll Sigurðsson, Sigurður Egill Lárusson, Aron Bjarnason, Kristófer André Kjeld Cardoso, Sigurður Dagsson.

HK: (4-3-3) Mark: Arnar Freyr Ólafsson. Vörn: Þórður Þorsteinn Þórðarson, Martin Rauschenberg, Leifur Andri Leifsson, Ívar Örn Jónsson. Miðja: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Bjarni Gunnarsson 69), Arnþór Ari Atlason, Ólafur Örn Eyjólfsson (Atli Arnarson 64). Sókn: Valgeir Valgeirsson, Jón Arnar Barðdal, Birnir Snær Ingason (Ásgeir Marteinsson 82).
Varamenn: Hjörvar Daði Arnarsson (M), Guðmundur Þór Júlíusson, Bjarni Gunnarsson, Ásgeir Marteinsson, Hörður Árnason, Atli Arnarson, Bjarni Páll Runólfsson.

Skot: HK 10 (4) - Valur 12 (6)
Horn: Valur 7.

Lýsandi: Jóhann Ingi Hafþórsson
Völlur: Origo-völlurinn

Leikur hefst
10. sept. 2020 19:15

Aðstæður:
Nokkuð blautt haustveður en þokkalegasta hitastig.

Dómari: Erlendur Eiríksson
Aðstoðardómarar: Birkir Sigurðarson og Egill Guðvarður Guðlaugsson

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert