Toppliðin juku forskot sitt

Murielle Tiernan heldur áfram að raða inn mörkunum í 1. …
Murielle Tiernan heldur áfram að raða inn mörkunum í 1. deildinni. mbl.is/Hari

Banda­ríski fram­herj­inn Murielle Tiern­an held­ur áfram að raða inn mörk­un­um fyr­ir Tinda­stól í 1. deild kvenna í knatt­spyrnu, Lengju­deild­inni, en hún skoraði þrennu fyr­ir liðið þegar Tinda­stóll vann 3:0-útisig­ur gegn Fjölni á Extra-vell­in­um í Grafar­vogi í dag.

Tiern­an hef­ur nú skorað 21 mörk í 1. deild­inni í sum­ar í ein­ung­is þrett­án leikj­um en hún skoraði 24 mörk í sautján leikj­um í deild­inni síðasta sum­ar. Tinda­stóll er með 34 stig í efsta sæti deild­ar­inn­ar eft­ir sig­ur dags­ins en Fjöln­is­kon­ur eru í ní­unda sæt­inu með 7 stig. 

Claudia Nicole Cagn­ina reynd­ist hetja Kefla­vík­ur gegn Aft­ur­eld­ingu þegar liðin mætt­ust á Nettó-vell­in­um í Kefla­vík en hún skoraði sig­ur­mark leiks­ins á 15. mín­útu. Kefla­vík er með 30 stig í öðru sæti deild­ar­inn­ar en Aft­ur­eld­ing er í fimmta sæt­inu með 18 stig.

Hauk­ar styrktu stöðu sína í þriðja sæti deild­ar­inn­ar með 2:1-sigri gegn Gróttu á Ásvöll­um í Hafnar­f­irði. Hild­ur Karítas Gunn­ars­dótt­ir og Elín Klara Þor­kels­dótt­ir skoruðu mörk Hauka en María Lovísa Jóns­dótt­ir skoraði mark Gróttu. 

Hauk­ar eru með 23 stig í þriðja sæti deild­ar­inn­ar en Grótta er í fjórða sæt­inu með 19 stig.

Þá gerði Vík­ing­ur góða ferð á Húsa­vík og vann 4:1-sig­ur gegn Völsungi en það voru þær Rut Kristjáns­dótt­ir og Nadía Atla­dótt­ir sem skoruðu mörk Vík­ings. Guðrún Þóra Geirs­dótt­ir skoraði mark Völsungs sem er með þrjú stig á botni deild­ar­inn­ar en Vík­ing­ar eru með 15 stig í sjötta sæt­inu.

Marka­skor­ar­ar fengn­ir af úr­slit.net.

Vienna Behnke og liðsfélagar hennar í Haukum, eru í þriðja …
Vienna Behnke og liðsfé­lag­ar henn­ar í Hauk­um, eru í þriðja sæti deild­ar­inn­ar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert