Fór á kostum á gamla heimavellinum

mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Hólm­fríður Magnús­dótt­ir átti þátt í öll­um fimm mörk­um Sel­foss þegar liðið vann 5:0-sig­ur gegn KR í úr­vals­deild kvenna í knatt­spyrnu, Pepsi Max-deild­inni, á Meist­ara­völl­um í Vest­ur­bæ í 14. um­ferð deild­ar­inn­ar í dag.

Leikn­um lauk með 5:0-sigri KR en Hólm­fríður skoraði tvö mörk í leikn­um, átti tvær stoðsend­ing­ar og átti svo stór­an þátt í fjórða marki liðsins.

Sel­foss komst yfir strax á 12. mín­útu þegar Hólm­fríður Magnús­dótt­ir fékk langa send­ingu fram völl­inn. Hólm­fríður tók vel á móti bolt­an­um, fór fram hjá Ingi­björgu Val­geirs­dótt­ur í marki KR og skoraði í tómt markið.

Hólm­fríður bætti við öðru marki Sel­fyss­inga átta mín­út­um síðar eft­ir horn­spyrnu frá hægri en hún stökk þá hæst í teign­um, skallaði í átt að marki, og bolt­inn lak í netið fram hjá tveim­ur varn­ar­mönn­um KR en fór af Tiff­any McCarty sem fær markið skráð á sig.

McCarty bætti við þriðja marki Sel­foss und­ir lok fyrri hálfleiks þegar Hólm­fríður sendi hana í gegn með lag­legri stungu­sendngu. Tiff­any gerði eng­in mis­tök og skoraði snyrti­lega fram hjá Ingi­björgu og staðan því 3:0 í hálfleik.

Cl­ara Sig­urðardótt­ir bætti við fjórða marki Sel­fyss­inga í upp­hafi síðari hálfleiks af stuttu færi úr teign­um eft­ir frá­bæra fyr­ir­gjöf Magda­lenu Önnu Reim­us frá hægri.

Hólm­fríður Magnús­dótt­ir inn­siglaði sig­ur Sel­fyss­inga með marki á 80. mín­útu með skalla eft­ir horn­spyrnu og þar við sat.

Sel­foss fer með sigr­in­um upp í þriðja sæti deild­ar­inn­ar í 19 stig og er nú með jafn mörg stig og Fylk­ir.

KR er sem fyrr á botni deild­ar­inn­ar með 10 stig, þrem­ur stig­um frá ör­uggu sæti, en liðið á tvo leiki til góða, á Þrótt, FH og Þór/​KA sem eru í næstu sæt­um fyr­ir ofan.

Úr leiknum í dag.
Úr leikn­um í dag. mbl.is/Í​ris

Allt í öllu

Sel­fyss­ing­ar gerðu út um leik­inn á fyrstu tutt­ugu mín­út­un­um. Það má hins veg­ar ekki gefa liðinu of mikið kred­it fyr­ir þenn­an sig­ur enda mót­spyrn­an sama og eng­in í dag.

Sig­ur­inn var einnig mik­il­væg­ur þar sem liðið hafði tapað síðustu tveim­ur deild­ar­leikj­um sín­um, gegn Val og Stjörn­unni, og því var kom­inn tími á sig­ur á Sel­fossi.

Hólm­fríður Magnús­dótt­ir var besti leikmaður vall­ar­ins í dag gegn sín­um gömlu fé­lög­um. Skoraði tví­veg­is, lagði upp annað og þriðja markið og átti stór­an þátt í því fjórða líka.

Sel­foss hef­ur verið í vand­ræðum með liðin sem þær eiga að vinna í sum­ar og því kem­ur þessi sig­ur á mjög góðum tíma fyr­ir liðið.

Ingibjörg Valgeirsdóttir reynir að verjast öðru marki Selfyssinga.
Ingi­björg Val­geirs­dótt­ir reyn­ir að verj­ast öðru marki Sel­fyss­inga. mbl.is/Í​ris

Skelfi­leg­ur varn­ar­leik­ur

KR-ing­ar byrjuðu leik­inn illa og það kann aldrei góðri lukku að stýra að lenda 2:0 und­ir eft­ir tutt­ugu mín­útna leik. Varn­ar­leik­ur liðsins var eins slak­ur og þeir verða og al­gjör­lega óboðleg­ur hjá liði í efstu deild með alla þessa reynslu inn­an­borðs.

Þá fékk liðið á sig tvö mörk eft­ir horn­spyrn­ur þar sem Hólm­fríður Magnús­dótt­ir fékk tvo fría skalla. Það var svo ekk­ert að frétta af sókn­ar­leik liðsins í þokka­bót. Hraðinn var lít­ill sem eng­inn og því var eng­inn til þess að stinga sér á bak við lín­una. Þegar liðið fékk svo álit­leg sókn­ar­tæki­færi tóku leik­menn stöðugt rang­ar ákv­arðanir.

Það virðist vera eitt­hvert aga­leysi í Vest­ur­bæn­um því liðið fór skelfi­lega með föstu leik­atriðin sín sem drifu sjaldn­ast inn í víta­teig Sel­fyss­inga. KR er í al­vöru­basli og ef fram held­ur sem horf­ir er ólíkegt að liðið rétt sleppi við fallið, fjórða árið í röð.

KR 0:5 Sel­foss opna loka
Mörk
skorar Hólmfríður Magnúsdóttir (12. mín.)
skorar Tiffany McCarty (20. mín.)
skorar Tiffany McCarty (45. mín.)
skorar Clara Sigurðardóttir (51. mín.)
skorar Hólmfríður Magnúsdóttir (80. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Leik lokið með öruggum og stórum sigri Selfoss.
90 Katrín Ásbjörnsdóttir (KR) á skot framhjá
Skot úr aukaspyrnu af D-boganum en boltinn hátt yfir.
88 Karitas Tómasdóttir (Selfoss) fer af velli
87 Margrét Ósk Borgþórsdóttir (Selfoss) kemur inn á
87 Kaylan Marckese (Selfoss) fer af velli
87 Brynja Líf Jónsdóttir (Selfoss) kemur inn á
87 Selfoss fær hornspyrnu
87 Karitas Tómasdóttir (Selfoss) á skot sem er varið
Flott skot úr teignum sem Ingibjörg ver.
84 KR fær hornspyrnu
82 Helena Hekla Hlynsdóttir (Selfoss) kemur inn á
82 Tiffany McCarty (Selfoss) fer af velli
82 Brynja Valgeirsdóttir (Selfoss) kemur inn á
82 Anna Björk Kristjánsdóttir (Selfoss) fer af velli
82 Kristín Sverrisdóttir (KR) kemur inn á
82 Katrín Ómarsdóttir (KR) fer af velli
82 Margrét Edda Lian Bjarnadóttir (KR) kemur inn á
82 Alma Mathiesen (KR) fer af velli
81 Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss) á skot framhjá
DAUÐAFÆRI! Unnur Dóra ein í gegn og fær allan tímann í heiminum en skotið yfir!
80 MARK! Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss) skorar
0:5 - ÞRENNA! Hólmfríður bætir við fimmta markinu með skalla eftir hornspyrnu Önnu Maríu.
79 Selfoss fær hornspyrnu
76 Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss) á skot sem er varið
DAUÐAFÆRI! Hólmfríður ein í gegn en Ingibjörg ver mjög vel frá henni.
75 Hugrún Lilja Ólafsdóttir (KR) kemur inn á
75 Lára Kristín Pedersen (KR) fer af velli
71 Tiffany McCarty (Selfoss) á skot framhjá
Tiffany lætur vaða rétt utan teigs en boltinn yfir markið.
70 Katrín Ómarsdóttir (KR) á skot sem er varið
Hörkuskot en beint á Kaylan.
67 Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss) kemur inn á
67 Clara Sigurðardóttir (Selfoss) fer af velli
63
Það er lítið að frétta héðan úr Vesturbæ. Mikið um miðjumoð. Bæði lið virðast vera bíða eftir lokaflautinu.
58 Hildur Björg Kristjánsdóttir (KR) kemur inn á
58 Kristín Erna Sigurlásdóttir (KR) fer af velli
54 KR fær hornspyrnu
53 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (KR) á skot framhjá
Fínasta skot, rétt utan teigs, en boltinn allan tímann á leiðinni yfir markið.
51 MARK! Clara Sigurðardóttir (Selfoss) skorar
0:4 - SELFOSS BÆTIR Í! Magdelana með flotta sendingu frá hægri og þar er Clara mætt og hún skorar af öryggi fram hjá Ingibjörgu.
46 Kristín Erla Ó. Johnson (KR) kemur inn á
46 Guðmunda Brynja Óladóttir (KR) fer af velli
46 Seinni hálfleikur hafinn
Þá er þetta komið af stað á nýjan leik og það eru Selfyssingar sem hefja leik.
45 Hálfleikur
Hálfleikur á Meistaravöllum og Selfoss leiðir með þremur mörkum gegn engu. Skrítinn leikur. Lítið um færi þannig séð en það hefur hins vegar slökknað á varnarmönnum Vesturbæinga nokkrum sinnum í dag og Selfoss hefur refsað grimmilega.
45 MARK! Tiffany McCarty (Selfoss) skorar
0:3 - SELFOSS AÐ KLÁRA ÞETTA Í FYRRI HÁLFLEIK! Hólmfríður með frábæra sendingu inn fyrir á Tiffany sem klárar vel fram hjá Ingibjörgu. Varnarleikur KR algjör brandari í þessu marki.
41 Anna Björk Kristjánsdóttir (Selfoss) á skalla sem er varinn
Hörkuskalli úr markteignum en Ingibjörg vel staðsett og grípur boltann.
38 Guðmunda Brynja Óladóttir (KR) á skot framhjá
Besta færi KR í dag. Katrín Ásbjörns flikkar boltanum inn fyrir á Guðmundur en utanfótarskot hennar fer rétt fram hjá.
38 Magdalena Anna Reimus (Selfoss) á skot framhjá
Hörkuskot en boltinn allan tímann á leiðinni yfir markið.
37 Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss) á skalla í stöng
VÁ! Hólmfríður nálægt þrennunni! Skalli af stuttu færi en boltinn í stöngina og út!
32
Mjög rólegt yfir þessu í Vesturbænum þessa stundina. Selfyssingar með fulla stjórn á leiknum og lítið að frétta af sóknaraðgerðum KR.
27 Clara Sigurðardóttir (Selfoss) á skot sem er varið
Fínasta skor úr aukaspyrnu af 35 metra færi en Ingibjörg vel staðsett og grípur boltann.
22 Selfoss fær hornspyrnu
20 MARK! Tiffany McCarty (Selfoss) skorar
0:2 - SELFOSS TVÖFALDAR FORYSTU SÍN! Hólmfríður stekkur hæst í teignum og varnarmenn KR fipast eitthvað. Tiffany setur tá í boltann og hann lekur inn.
20 Selfoss fær hornspyrnu
17 Katrín Ásbjörnsdóttir (KR) á skot sem er varið
Katrín kemur inn á völlinn og reynir skot með vinstri en Kaylan grípur þetta nokkuð örugglega.
12 MARK! Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss) skorar
0:1 - SELFOSS KEMST YFIR! Langur bolti fram á Hólmfríði sem fer fram hjá Ingibjörgu og leggur hann í tómt markið. Eins einfalt og það verður.
12 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (KR) á skot í þverslá
Þórdís Hrönn með fyrirgjöf sem endar ofan á þverslánni!
11 KR fær hornspyrnu
7 Selfoss fær hornspyrnu
5 Kristín Erna Sigurlásdóttir (KR) á skot framhjá
Fínasta skot, utarlega úr teignum, en boltinn skrúfast fram hjá markinu.
3 Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss) á skot sem er varið
Laust skot frá Hólmfríði úr teignum en Ingibjörg ver nokkuð auðveldlega.
1 Leikur hafinn
Þá er þetta komið af stað í Vesturbænum og það eru heimakonur í KR sem hefja leik.
0
Eitthvað kaos í Vesturbænum og liðið eru að ganga út á völlinn núna. Leikurinn á að sjálfsögðu að vera byrjaður en þetta er á réttri leið.
0
Selfoss er í 4. sæti með 16 stig, þremur stigum á eftir Fylki, en liðið hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum, síðast 2:1-gegn Íslandsmeisturum Vals.
0
KR-ingar eru á botni deildarinnar og þurfa á sigri að halda en þeir hafa tíu stig í tíunda sætinu eftir tíu leiki. Vesturbæingar eiga þrjá leiki til góða á flest önnur lið í deildinni og eru aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti.
0
Velkomin með mbl.is á Meistaravelli þar sem KR tekur á móti Selfossi í Pepsi Max-deildinni klukkan 14.
Sjá meira
Sjá allt

KR: (4-3-3) Mark: Ingibjörg Valgeirsdóttir. Vörn: Laufey Björnsdóttir, Ingunn Haraldsdóttir, Angela Beard, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir. Miðja: Katrín Ómarsdóttir (Kristín Sverrisdóttir 82), Lára Kristín Pedersen (Hugrún Lilja Ólafsdóttir 75), Katrín Ásbjörnsdóttir. Sókn: Alma Mathiesen (Margrét Edda Lian Bjarnadóttir 82), Guðmunda Brynja Óladóttir (Kristín Erla Ó. Johnson 46), Kristín Erna Sigurlásdóttir (Hildur Björg Kristjánsdóttir 58).
Varamenn: Björk Björnsdóttir (M), Kristín Erla Ó. Johnson, Hugrún Lilja Ólafsdóttir, Margrét Edda Lian Bjarnadóttir, Hildur Björg Kristjánsdóttir, Kristín Sverrisdóttir, Emilía Ingvadóttir.

Selfoss: (4-3-3) Mark: Kaylan Marckese (Margrét Ósk Borgþórsdóttir 87). Vörn: Anna María Friðgeirsdóttir, Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir (Brynja Valgeirsdóttir 82), Barbára Sól Gísladóttir. Miðja: Þóra Jónsdóttir, Clara Sigurðardóttir (Unnur Dóra Bergsdóttir 67), Karitas Tómasdóttir (Brynja Líf Jónsdóttir 87). Sókn: Magdalena Anna Reimus, Hólmfríður Magnúsdóttir, Tiffany McCarty (Helena Hekla Hlynsdóttir 82).
Varamenn: Margrét Ósk Borgþórsdóttir (M), Brynja Valgeirsdóttir, Unnur Dóra Bergsdóttir, Selma Friðriksdóttir, Eva Lind Elíasdóttir, Helena Hekla Hlynsdóttir, Brynja Líf Jónsdóttir.

Skot: KR 7 (3) - Selfoss 14 (11)
Horn: Selfoss 5 - KR 3.

Lýsandi: Bjarni Helgason
Völlur: Meistaravellir
Áhorfendafjöldi: 110

Leikur hefst
12. sept. 2020 14:00

Aðstæður:

Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson
Aðstoðardómarar: Guðni Freyr Ingvason og Ágúst Unnar Kristinsson

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert